Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 16
VISIR HSsJudagui- 7. október 1968. Á sundi í höfninni ölvaður maður brá sér á sund i hötninni á laugardag, svona sér til hressingar og heilsubötar. Nær- staddir menn voru bó ekki eins vissir um hvort þetta yrði svo heilsusamlegt manninum, og var lögreglan kvödd á staöinn. Settur var út bátur tollgæzlunnar og mann inum náð upp úr höfninni. Hann var siðan fluttur í fangagevmslur iögreglunnar, þar sem hann fékk að i hlynningu og gistingu. » SILDIN CNN I FELUL — Hundruð skipa leita og finna ekki neitt Hegðun síldarinnar síð- ustu dagana er flestum óskiljanleg. — Hundruð skipa, veiðiskipa og leit- arskipa, íslenzkra, rúss- neskra og norskra, hafa leitað hennar á stóru svæði, sem tekur yfir tvo eða þrjá breiddar- bauga og fjóra lengdar- bauga, eða meira. En ár- angurinn er aðeins fá- einar tunnur, sem tekizt hefur að hreyta úr nót- unum. Síldin fannst i smápeðrum á þessu svæði framan af vikunni, en síðasta sólarhringinn hefur engin síld fundizt og er þó gott leitarveður og flotinn allur á höttum eftir veiði. Fáein skip tilkynntu um afia til síldarleitarinnar í gærdag og eru það mest megnis smáslattar frá síðustu dögum, samtals 805 tonn. Það var mjög dauflegt hlióðið í starfsmönnum síldarieitarinn- ar, þegar Vísir hafði tal af þeim í morgun. „Þetta er allt dautt og dofið“ var viðkvæðið. Fjöldi fólks er kominn á firðina eystra tii þess að salta síldina og vona menn nú að hún láti af þessum feluleik hið bráðasta og gerist auðsveip bráð. mn a StofneudakvöH • Aðgangur ökeypis er fátíður endir á auglýsingum um sam- komuhald nú til dags — ef und- anskildar eru kirkjulegar sam- komur. Undantekningin gerist þó í kvöld á Stofnenda kvöldi Bandalags islenzkra lista- manna, sem veröur haldið í Þjóð- leikhúsinu, Bandalagiö heldur þessa samkomu til að minnast 40 ár af- mælis síns og hefst hún kl. 20.30 Þar koma fram helztu islenzkir leik arar og flytia verk eftir stofnendur bandaiagsins. Flutningurinn er i heiðursskyni við þá og franilag þeirra til islenzkrar menningar. Efni það sem flutt verður er eftirfarandi: Lesinn kafli úr Svart- fugli eftir Gunnar Gunnarsson, Þorsteinn Ö. Stephensen les. Brynj- ólfur Jóhannesson les úr Márus á Valshamri eftir Guðmund G. 1-iagalin, Herdís Þorvaldsdóttir les nokkur ljóð eftir Kristmann Guð- mundsson, Baldvin Halldórsson les Jón úr Brauðhúsum eftir Halidór ; Laxness, Guðbjörg Þorbjarnardóttir I les nokkur kvæði eftir Jakob Thor- | arensen. Helgi Skúlason les úr Is- | lenzkum aðli eftir Þórberg Þórð- j arson, Guðmundur Jónsson óperu- | söngvari syngur með undirleik Ól- ' afs Vignis Albertssonar tvö lög eftir Þórarin Jónsson, og önnur j tvö eftir Pál Isólfsson og hátiðar- j dagskránni lýkur með því að frum- fiuttur er strokkvartett nr. 3 eftir Jón Leifs, Biörn Ólafsson, Jón Sen Ingvar Jónasson og Einar Vigfús- son flytja. Aðgöngumiðar að hátíðinni verða afhentir í miðasölu Þjóð- leikhússins í dag, en engum verða afhentir fleiri en tveir miðar. Listamannaskálinn oð hverfa Byrjað var að rifa Listamanna- skáLann gamla við Austurvöll á 'augardag. Með honum hverfur sú bvgging, sém hefur verið vettvang- ur umbrota málaraiistar hér á landi og lyftistöng hennar um leið. Lista mannaskálinn er reyndar frá árinu 1943, teiknaður af Gunnlaugi Halt- dórssyni artitekt, en hrörlegt yfir- bragð hans síðustu árin varð til þess, áð hann var gömul bygging i augum margra. Enda átti Lista- mannaskálinn aðeins að vera bráða birgðahúsnæði í upphafi en lifdagar hans urðu lengri en búizt var við Margir munu sakna listamannaskál- ans, við hann eru tengdar margar miningar. og margir lögöu leið sína inn í hann, þegar sýning stóð yfir enda byggingin í hjarta borgarinn- ar. Þessi staður, sem skálanum var valinn var áður kálgarð- ur Halldórs Friðrikssonar alþingis- manns en núna er Alþingi lóðarhafi. Yitnað gegn Wnrren í Tjnrnnrbæ • Þeir sem lagt hafa leið sína í Tjarnarbæ til þess að sjá sýn- ingu ieikfélagsins Grímu um morð ið á Kennedy Bandarikjaforseta hafa ýmist fyllzt hneykslun eða hrifningu, enda hlióta færri að vera sammála höfundinum, Kaj Himmel strup og niðurstöðu hans í málinu, þar sem hún brýtur í bága við tuttugu og sex binda skýrslu Warr- io «ið- Tónaflóð á garðshliði! „Ég hýttist heyra sam- hljóminn klukknanna..." Lagið „Kirkjuhvoll“, eftir séra Bjarna Þorsteinsson, er hugleikið mörgum Siglfirð- ingum sem og öðrum lands- mönnum. Á aldarafmæli séra Bjarna var komið upp klukku- spili í turn Siglufjarðarkirkju og spilar það stef úr laginu klukkan sex sfðdegis dag hvern. Nú hefur siglfirzkur tónlistar- maðut' sett sama stef í stál, á garðshlið sitt, ásamt samhljómi gerðum af Geirharði Valtýssyni söngstjóra. Eins og myndin að ofan sýnir, er ekki einungis lág- linan sett með stálnótum á hlið- ið, heldur eru þar einnig tákn- myndir, sem tilheyra textanum ld sfðr ■ Listamannaskálinn kvaddur á laugardag. Skálað var í átta ára gömlu brennivíni. Stela bensíni og rafgeymum úr yfirgefnum bifreiðum Tveir piltar voru í nótt staðnir að verki, þar sem þeir voru að stela bensíni af bílum Mjólkursam- sölunnar, læddust piltarnir inn í port Samsölunnar og soguðu bens- ínið með slöngum úr geymum bíl- anna, en þeirra varð vart og lög- reglan kom á vettvang og hirti þá. Töluverð brögð voru að þannig bensínþjófnuðum í fyravetur, en í sumar hefur þessa gætt minna. Aðrir tveir piltar voru staðnir að verki, þar im þeir voru aö skipta um rafgeymi í bifreiöum. Voru þeir búnjr að setja rafgeyminn úr sinni bifreið yfir í aðra, sem hafði verið yfirgefin vegna bilunar, og setja rafgeyminn, sem var í henni, yfir í sina. Gufuvirkjunin við tilbúin eftir áramót Mývatn — Framleidir 3000 KW Fyrsta rafstöðin, sem bvtt^ð er á gufjiafli er nú að rísa við Mý- vatn og er reiknað með að hún hefji framleiðslu eftir áramótin. Búið er að bora 1138 metra djúpa holu fyrir þessa gufuafls- virkjun og er hitinn í henni nærri 300 gráður. Knútur Ottesen. raf- veitustjóri Laxárvirkjunar, sagði í viðtaii við Vísi í morgun, að vélar morgun, að vélar til gufuaflsstöðv- arinnar væru væntanlegar til lands- ins næstu daga og yrðu þær settar upp i stöðvarhúsinu á næstunni, en húsið er nú að veröa tilbúið. Reikn- að er með að vélar þessar geti skil- að 2900 kw og síðar 3000 kw með smávsegijegum breytingum. Orka bessi verður tengd rafveitukerfinu • '-’-nds. '' ’r um tilraunavirkjun að ríí'1! <! sagði Knútur að reynslan sem fengist af þessari virkj- un yrði vandlega metin áður en nokkuð yrði farið að huga að frek- ari gufuvirkjun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.