Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 07.10.1968, Blaðsíða 3
Dr. Biami Benediktsson. Dr. Gunnar Thoroddsen. Halldór Laxness. 15. skoðanakiinnun Vísis: a) Hvaöa íslendingi geðjast yður bezt að? b) Hvaða útlendingi geðjast yður bezt að? Þeir eru vinsælastir Ásgeir Ásgeirsson Magnús Jónsson. □ Fátt mun vera hverf- ulla hér í heimi heldur en almenningshylli. Einn er hylltur í dag — gleymdur á morgun. Þó tekst mörgum með verk- um sínum eða líferni að afla sér ævarandi vin- sælda, sem aldrei fyrnist yfir. Skoðanakönnun Vísis beinist að þessu sinni að því að reyna að komast fyrir um það, hverjir núlifandi manna, íslenzkir og erlendir, njóta mestra vinsælda hériendis. Framkvæmd þessarar könn- unar var töluvert erfiö, þvl að margir kváöust alls ekki undir það búnir aö svara spuming- unni: Hvaða íslendingi geðjast yður bezt að og hvaða útlend- ingi geðjast yður bezt aö? Tjó urðu margir við þessari umleitan, en svörin skiptust í ákaflega marga staði. Sumir gerðu sér leik að því að svara út í hött og segja til dæmis: „Mér er illa við alla útlendinga,“ eða: „Mér er vel viö þá, sem ég get haft gott af.“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr úrslitum skoðana- könnunarinnar. í fyrsta lagi virðast menn vera töluvert al- varlega þenkjandi, þar sem þjóöhöfðingi landsins lendir í fyrsta sæti, forsætisráðherrann í öðru sæti ásamt forsetafram- bjóðanda og ambassador, því næst kemur nóbelsskáldið, og síðan fyrrverandi forseti ásamt ráðherra, sem nú á sæti í ríkis- stjóm. Ef aðeins er miðað við skoð- un þeirra, sem létu afstöðu sína f ljósi, eru þessir Islend- ingar efstir: Dr. Kristján Eldjárn 32% Dr. Bjarni Benediktsson 11% Dr. Gunnar Thoroddsen 11% Halldór Laxness 7% Ásgeir Ásgeirsson 3% Magr.ús Jónsson 3% Af útlendingum eru þessir vinsælastir: Edward Kennedy Alexander Dubcek Charles de Gaulle Ludvík Svoboda U Thant 29% 16% 12% 10% 8% Flest atkvæði erlendra manna hlutu þeir, sem af ýmsum á- stæöum virðast eiga samúö Is- lendinga. Edward Kennedy nýt- ur samúðar vegna þess. að tveir bræður hans, ágætir menn, hafa fallið fyrir morðingjahendi. Tékkneskir leiðtogar, Dubcek og Svoboda, hverra land er í hers höndum. De Gaulle er gömul kempa, sem hefur reynzt sterkur leiðtogi þjóðar, sem eitt sinn þurfti á leiðtoga að halda, leiðtoga af því taginu sem betir engum vettlingatök- um. Fulltrúi friðar og málamiðl- unar, U Thant frá Burma, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, nýtur vinsælda fyrir til- raunir sínar til að fá deilumál friðsamlega til lykta leidd. Fjölmargir menn eiga sér þó trygga aðdáendur, þótt þeir standi kannski ekki í fremstu víglínu í þjóðmálum eða listum. Þessir menn hafa unnið sér vin- sældir vegna viðkunnanlegs per sónuleika sfns eða ljúfmannlegr- ar framkomu. j Reykjavík voru t.d. nefndir Eiður Guðnason, sem kunnur er sem fréttamaður og sjón- varpsþulur, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Gylfi Þ. Gíslason, menntamáiaráðherra, Hannibal Valdimarsson, alþingismaður og forseti A.S.I., Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og átrúnaöargoð þeirra, sem við síldveiðar fást, séra Jóhann Hannesson prófes- sor, sem mikið hefur látiö að sér kveða í ræðu og riti. Jó- Hannes Sveinsson Kjarval, Magnús Bjarnfreðsson, sjón- varpsmaður, Magnús Kjartans- son, ritstjóri, Páll Isólfsson tón- skáld, Sigurður Dagsson knatt- spyrnumaður og kennari, séra Sigurður Haukur Guðjónsson og Stefán Jónsson fréttamaður út- varps og rithöfundur. Oti á landsbyggðinni’ voru þessir nefndir aö auki: Brynjólf- ur Jóhannesson leikari, Gísli J. Ástþórsson ríthöfundur, Jón Múli Árnason útvarpsþulur og tónskáld, séra Sveinn Víkingur, Þórbergur Þórðarson rithöfund- ur og Þorsteinn Ö. Stephensen leikari. , Það ken.ar greinilega í Ijós i Dr. Kristján Eldjárn. Reykjavík, að sjónvarpið er á- hri-famikið tæki, og tveir af þekktustu starfsmönnum þess, hljóta sæti á vinsældalistanum. Þó virðist það greinilegt, að sjónvarpið í Reykjavík hefur ekki jafn mikil áhrif og útvarp- ið á landsbyggðinni, því að allir sem eru tilncfndir þar af aðeins einum manni, eru einkum og sér í lagi þekktir sem útvarps- menn, að Þórbergi Þórðarsyni undanskildum, en hans rödd hefur þó að undanförnu heyrzt oft á öldum ljósvakans. Um útlenda menn er þaö aö segja, að þeir sem urðu fyrir svörum treystust síður til að benda á einhvern ákveðinn mann. Þó er greinilegt, hverjir eru vinsælastir, eins og kemur fram á töflunni, sem hér fylgir með. Annars varð heildarröðin þannig, að Johnson forseti Bandaríkjanna varö í 6. sæti með 7% atkvæða og Willy Brandt utanrikisráðherra Vest- ur-Þýzkalands í 7. sæti. l^leiri voru tilnefndir: Bauns- gárd, forsætisráöherra Dan- merkur, Erik Eriksen, danskur stjórnmálamaður, Ivar Eske- land, forstöðumaður Norræna hússins í Reykjavík, Haraldur krónprins Norðmanna, Eugene McCarthy, bandarískur öldunga- deildarmaður, sem gerði tilraun til að verða forsetaefni demó- krata, Ringo Starr, trommuleik- ari í hljómsveit Bítlanna. Þessir hlutu allir atkvæði í Reykjavik. —>- 13. siða. ■ ■ -ÍH| ifi!*'11':,1? <|i ■## ,l *,| ' i "ílfr Edward Kennedy Charles de Gaulle. Ludvik Svoboda. U Thant.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.