Vísir


Vísir - 10.10.1968, Qupperneq 1

Vísir - 10.10.1968, Qupperneq 1
SS. árg. - FimnrtMdágur W. oktðber 1968. - 228ftbl. Líkið af loftskeyta- manninum fundið í Siglufjarðarhöfn Lík Jörundar Sveinssonar, loft- skeytamanns af togaranum Víkingi, fannst á sunnudaginn eftir mikla l'eit í Siglufjarðarhöfn. Eins og sagt var frá í fréttum féll Jörundur millí skips og bryggju aðfaranótt 29. september. — Leitað var í höfninni þann 1. október, bæði af froskmönn um og eins af landi en sú leit bar ekki árangur. Það voru froskmenn sem fundu svo líkið á sunnudag um átta metra frá hafnargarðinum. Líkið var flutt suður, en Jörund ur var búsettur í Mosfellssveit. Brown-hjónin við flugvél sína í gær. MiÐALDARBÆJARRUSTIR FUNDN AR Á MÝRDALSSANDi H Fundizt hafa húsa- tóftir austarlega á Mýr- dalssandi, sem talið er að hafi legið þar grafnar öldum saman. Það var Þórður Tómasson safn- vörður að Skógum, sem fann tóftirnar þann 19. september. Hafði blaðið tal af Þórði í morgun, sem sagði að þann dag hefði hann farið að tóft- unum í fylgd bóndans á Kirkjubæjarklaustri, Hilmars Jóns Brynjólfs- sonar. Tóftirnar eru um 3 kílómetra vestur frá Kirkjubæjarklaustri í austurjaðri Mýrdals- sands á svæði, sem kall- að er Leirur. Álítur Þórður, að margt bendi til þess að bærinn hafi farið i eyði í Kötluhlaupi. Fáar heimild ir séu þó til, sem hægt sé að miða við nema eitt hlaup frá árinu 1311. Sagði Þórður einnig að tvær austustu tóftirnar þær sem hann kallaði skála og stofu minntu sig á samsvarandi tóftir á Stöng í Þjórsárdal, og getur því verið um miðaldahús að ræða. Þórður sagðist hafa vitað af þessum tóftum í nokkur ár en það hefði ekki verið fyrr en í haust sem hann. geröi gangskör að því að leita þær uppi. Á fyrri árum hefur verið melalda yfir tóftunum, en melöldur sem þessi fjúka burt og kemur þá ýmislegt ' Ijós. Lýsti Þórður rústunum á 10. siða. Eiginkonan er oðstoðarflug- maður og sigl- ingafræðingur • „Konan skammar mann varla meðan á flugi stendur," sagði David Brown, flugmað- ur við fréttamann Vísis í gær. Konan hans. Marie, er aðstoð- , arflugmaður og siglingafræð- \ ingur um borð og verður því að fara í einu og öllu eftir flugstióranum, eiginmanni sínum. Þau voru að koma frá Moz- ambique f svörtustu Afríku með millilendingum í Luanda, Lagos. Casablanca, Madrid, London og nú í Reykjavík. Þannig stendur á flugi þeirra að Brown starfar hjá einu af olíufélögunum i 10. síða. Innkodur iðnaiur nýtur forréttinda Þad er stefna stjórnarinnar, þegar hún eðo rikis■ stofnanir eiga hlut oð máli, sagði ibnaóar- málaráðherra ék Að svo miklu leyti, sem rík- isstjórnin eða r isstofnanir eiga hlut að máii í útboðum er það stefna rikisstjórnarinnar að inn- lendur iðnaður njóti forréttinda, saeði Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra í viðtali við Vísi í morgun. Hann skvrði frá bví í ræðu á 30. Iðnþingi íslendinga, srn hófst á Stana. Ytri-Niarð- vik, í gær, að innlendu tilboði í j viðgerð á Esju hefði verið tekið | frá innlendum aðila, þótt innan- I lands-tilboðið hefði verið 20% hærra en erlent tilboð. Það er ekki regla, að alltaf skuli ■ taka innlendu tilboði fremur en er- lendu. ef það innlenda er minna en 20% hærra, heldur verður að I meta hvert tilfelli sagði iðnaðar- málaráðherra. Hafa verður í huga þá tollvernd, sem viðkomandi iðn- grein nýtur hér á landi. Ef hún er mikil er síður ástæða til að taka miklu hærra innlendu tilboði en ’rlendu. Sömuleiðis verður að hais i huga vinnuaflið, sem viðkomand’ verk krefst, Sé mikið vinnuafl bund ið í verkinu er frekar ástæða til að taka innlendu tliboði þó að þa? sé eitthvað hærra en lægsta er 'enda tilboðið í það verk. Flestir trassa að búa bíla sina fyrir frost og hálku, en svo fyllast öll verkstæði og á bensínafgreiðslum myndas. raðir bíla, sem þurfa að láta mæla frostlöginn í vatnskassanum. Seint læri?* beim i * aí reynsiunm ■ Reynsla undanfarinna a.a sýnir það, að fyrstu hálkudagar ársins eru um leið þeir dagar, sem flest umferðaróhöpp verða. Bregst það sjaldan, að þá lenda einir 40 bilar, eða þar !im bil, í árekstrum bara í Reykjavík einni Þrátt fyrir að genginn sé í garð j sem aka bílum, snjó og hálku sá tími, sem menn mega eiga allra j nánast alltaf koma sér á óvart. veðra von, láta margir íslendingar, M—y 10. síða. Þrjú skip eftir á ntiðunum Aðeins þrjú skip voru eftir á miðunum, þegar fæst var i bræl- u nú eftir helgina. Sæmilegl leitarveður var komið f gær við NA-landið og átta sklp voru kom n út á miðin. Leituðu þau stórt ivæði. en fundu ekkert nema svo- 'itla dreifð. Flest skipanna eru nú í höfn. Sumir skipstjóranna nota tækifær ;ð og skiptá um nót, taka vetrar nótina um borð. Aðrir biða bara átekta eftir því hvaö ætlar afi verða um síldina. — Eins og fram kom í Visi i gær spáir Hjálmai Vilhjálmsson þvi að hún komi að þessu sinni upp við SA-landið út af Ilornafirði eða þar um slóðir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.