Vísir - 10.10.1968, Síða 3
V f SIR . Fimmtudagur 10. október isros. ~ ' ' ' ........... $
,-ÁviíltöýCY/,
Þarna undir lágu hræ ca. 250 brunninna svína í stiunum. 1 baksýn sést hlöðurústin og súr-
heysturninn við enda hennar.
BNSSííSýí-'Jí
'l/'ið gátum ekkert gert. Eld-
99 urinn fór um húsin, eins
og í sinu,“ sagði bóndinn á
Þórustöðum, Ingólfur Guð-
mundsson, við Myndsjá Vísis,
þegar hún brá sér austur í Ölfus
í gær.
Það var ljót aðkoma. Hræ af
ca. 250 svínum lágu í útihúsa-
rústunum undir leifunum af
þakinu, sem hrunið hafði ofan
á þau. Engu hafði tekizt að
bjarga úr svínahúsinu. Þau
höfðu öll brunnið inni.
,,Þau voru eitthvað hátt á
þriðja hundrað," sagöi Þóru-
staöabóndinn. Hann vissi það
ekki gjörla. Var ekki búinn að
átta sig á skaðanum til fulls,
því margir grísir höfðu komið
í þennan heim síðustu vikur.
Á örskammri stundu hafði
eldurinn læst sig um öll úti-
húsin, sem voru í sambyggingu.
80 gripa fjós, 1200 hesta hlöðu
og svínahúsiö.
Fjósamaðurinn hafði farið til
gegninga í fjósið kl. rúmlega 5
í gærmorgun, en hann varð
einskis var, fyrr en hann —
eftir að hafa starfað drjúga
stund í fjósinu — leit inn í hlöð-
una, sem var full af velverkaðri
töðu. Þar var þá gosinn upp
eldur.
Vakti hann hitt fólkið á bæn-
um og var þá beðið um aðstoð
slökkviliðs nærliggjandi staða,
á Selfossi og Hveragerði. Þá
var kl. 6.15.
„Viö rétt gátum hleypt út
kúnum," sagði Ingólfur bóndi
viö Myndsjána. „En viö kom-
umst ekki nærri svínunum fyrir
eldhafinu. Þaö var allt orðið al-
elda í einni svipan.“
Slökkviliðið á Selfossi varð
fyrst á vettvang, kl. 6.40, en þá
voru þök húsanna 1 þann veg-
in að falla. Kl. 7 var allt hrunið,
án þess að nokkuð hefðí fengizt
að gert. Þá voru þrjár slökkvi-
dælur komnar i gang og var
síðan unnið að slökkvistarfi
fram eftir degi. Unnu menn við
að rffa sundur heystabbann og
slökkva 1 glæðunum, þegar
Myndsjána bar að.
1 fjósinu höfðu verið 42 mjólk-
andi kýr og allmargir kálfar og
geldneyti. f svona tíðarfari,
þegar skepnur eru flestar í hús-
um, skapast mikil neyð af slík-
um eldsvoða. Var kúnum komið
fyrir á tveim nálægum bæjum,
sem ekki eru lengur í byggð,
Bræðrabýli og Hvoli.
Tjón af þessu er geipilegt
og gizkuðu menn á, að þarna
hefðu farizt verðmæti, sem
næmu hátt á fjórðu milljón
króna.
„Við höfðum tryggt, en mað-
ur veit ekki ennþá, hvað það
nær yfir mikið af þessu,“ svar-
aði Ingólfur spurningu Mynd-
sjárinnar.
Enginn gat gert sér grein
fyrir því, hvernig eldsupptök
höfðu orðið. Tvennt var talið
geta komið til greina. Sjálfs-
ikveikja í heyinu, sem þykir
ekki líklegt, vegna þess hve
hey var vel verkað og gott.
Eða þá vegna rafmagns, en úti-
húsin voru raflýst.
Vikugamall kálfur fyrir utan heimili sitt, sem brann,
'' ..x'
Um hlaðið hjá Ingólfi Guð-
mundssyni bónda lágu slöng-
ur slökkviliðsmanna þvers og
kruss.
YNDSJ
I
Menn unnu við að slökkva giæðurnar í heystabbanum og
niðri í geilunum unnu menn einnig við að rífa sundur stabb-
ann.
Þar sem áður var 80 gripa myndarlegt fjós,
skildu að básana.
i, standa nú útveggirnir einir og rörin, sem
<9
I 1