Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 10.10.1968, Blaðsíða 6
VlSIR . Fimmtudagur 10. október 1968. TÓNABIO I SKUGGA RISANS KIBK uoum SEHTA BERGER ”fbank sinatra ■YULBHYNNER JOHN WAYNE (Cast a Giant Shadow) Heimsfræg og snilldar vel gerð og leikin, ný, amerísk stór- ..xynd f litum og Panavision Myndin er byggö á sannsögu, legum atburOum. Sýnd kl. 5 og 9. Ðönnuö innan 14 ára. Stjórnmálaþróunin mótast á næstu 2-4 vikum iiiWÉfcaii Hörkuspennandi og vel gerö ný, frönsk sakamálamynd. Vima Lisi Dominique Parturel Sýnd kl. 5.15 óg 9. Bönnuö bömum. ÞJOÐLEIKHUSIÐ Puntila og Matti Þriðja sýning í kvöld kl. 20. Hjálparsjóður skáta, munið þriðju sýninguna. Fyrirheitið Sýning föstudag kl. 20. Slðasta sinn. )/ér morðingjar Sýning laugardag kl. 20. 50. sýning. Aðgöngumiöasalan opin frá kl. 13.15 til kl. 20. Sími 11200. jBLr aAMJUiMvktx n.m ■■ wi n^jEYKJAVÍKDíy HEDDA GABLER, í kvöld LEYNIMELUR 13, föstudag MAÐUP OG KONA, laugard. Aðgöngumiöasalan 1 Iðnó er óp in frá kl. 14. Sfmi 13191. Bilar i úrvali Ford Fairlane ’65, sjálfskiptur i sér- flokki. Rambler American ’65. Simca Ariane ’63, mjög góður. Höfum kaupendur aO gömlum jepp- trm. Bila- og búvélasalan við Miklatorg Simi 23136. □ Stjómmálaþróunin á íslandi næstu mánuði verður ákvörðuð á tveim ur til f jórum vikum, sem f ramundan eru og veltur á viðræðum stjómmála- flokkanna um efnahags- málin. 1 rauninni er ekkert, sem hindrar að alvarlegar viöræður geti hafizt, en hingað til hefur stjórnarandstaOan látiö sér nægja að biöja um ótal upplýs- ingar og útreikninga, sem í sjálfu sér skipta ekki höfuð- máli fyrir upphaf viðræöna um þær leiðir, sem til greina koma út úr efnahagsöröugleikunum. Efnahagsstofnunin er aö reikna út uppbótaleiðina annars vegar og gengisfellingarleiöina hins vegar. Nákvæmir útreikn- ingar eru ekki nauösynlegir til að umræður geti byrjaö. En Framsóknarflokkurinn er hik- andi og kommúnistar órólegir. Sjálf stendur ríkisstjómin frammi fyrir því að verða að leggja fram tillögur til lausnar efnahagsvandamálunum upp á eigin spýtur, ef samstaðá næst ekki um úrræði milli allra flokka — að ekki sé talað um þjóð- stjórn. Samningur Framsóknar og kommúnista Samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks er útilokaður möguleiki, nema með samþykki kommún- ista. Formenn þingflokka Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson, geröu á sínum tíma með sér samkomu- lag um að flokkar þeirra skyldu ekki taka þátt í ríkisstjóm með núverandi stjómarflokkum öðra vísi en aö báðir flokkam- ir fengju aðild að stjóminni. Fyrir u. þ. b. ári buðu Eysteinn og Lúðvík upp á mynd- un þjóðstjómar. En þeir vildu aðeins semja um ráðherraemb ættin fyrir myndun stjómar- innar. Um málefnin vildu þeir semja þegar stjómin hefði tekið við völdum. Þessu höfnuðu stjómarflokkamir og töldu þeir þó nauðsyn verulega aukinnar samstöðu stjómmálaflokkanna vegna sívaxandi vandræða f efnahagsmálum. Eins og áður er þaö skoðun forystumanna stjómarflokkanna að myndun þjóðstjómar komi ekki til greina fyrr en málefna- legur starfsgrundvöllur hefur verið skapaður. Óbreyttir liðsmenn stjómar- flokkanna era hins vegar upp til hópa andvígir þjóðstjórn. Verulegur hluti Framsóknar- flokksins telur þátttöku í ríkis- stjóm æskilega. Kommúnistar vita, að þeir verða homreka í þjóðstjóm og era ekkert gin- keyptir fyrir hugmyndinni. Samt er þjóðstjóm ekki óhugsandi enn þá. Endurskipulagning ríkisstjórnarinnar En hvað gerist ef þjóðstjóm kemst ekki á laggimar. Eins og áður segir verður ríkisstjómin að leggja fram tillögur um lausn efnahagsvandans. En sennilega gerist það ekki fyrr en rikis- stjómin hefur verið endurskipu- lögð, með það fyrir augum aö endurvekja þrótt hennar og skapa henni nýtt traust al- mennings. Þá verður sennilega ekki talið nægilegt að núverandi ráðherrar skipti um ráðherra- embætti. Liklegast er, að nýir menn komi inn í stjómina, t.d. einn frá hvorum flokki. Það er ekki gott aö segja hvaða ráðherrar víkja undir þessum kringumstæöum a.m.k. úr hópi Sjálfstæðisflokksins. En dæmið er auðreiknað hjá Alþýöuflokknum. Emil Jónsson mun ekk^ yfirgefa ríkisstjóm- ina á næstunni þótt hann láti að öllum líkindum af for- mennsku f Alþýðu'flokknum nú á þingtímabilinu, e.t.v. á flokks- þingi um aöra helgi. Gylfi Þ. Gíslason mun örugglega taka við formennskunni og auðvitað halda ráðherraembætti „og þá var eftir einn“. Örðugleikar stjórnar- andstöðunnar Verði breytingar á ríkisstjóm- inni taldar vel heppnaðar er ekki ósennilegt að stjómarand- staðan taki að hugleiða endur- skipulagningu á málefnalegri forystu sinni á Alþingi. Stjórn- arandstaðan hefur nú tapaö tveimur alþingiskosningum í röð, ekki fyrst og fremst vegna almennrar ánægju með ríkis- stjómina. Hvemig sem á þvi stendur taldi almenningur í siðustu kosningum að hann væri að kjósa um tvennt, sem hvor- ugt var hrífandi að hans dómi. Af tvennu „illu“ var stjómar- liöið betra. Framsóknarflokkinn skortir lffsmagn og þrótt í and- stöðuhni og Alþýðubandalagið er klofið. Erfiðleikar Alþýðubandalags- ins era nú almennt meiri en fólk gérir sér fúllá jjrein fyrir. Kommúnistar vinna sleitulaust að þvi að gera bandalagiö að nýjum skipulegum flokki, en sundrungin meðal þeirra, sem verða að standa að Alþýðu- bandalaginu ef það á að verða eitthvað, er svo mikil, að senni- lega grær ekki um heilt úr þessu, þótt flokkur verði form- lega stofnaður. Innrásin í Tékkóslóvakíu hefur haft slæm áhrif á andrúmsloftið í banda- laginu. Og svo bætist þar ofan á að kommúnistar eiga ekki lengur nema sjö þingmenn ör- ugga i stað tíu í upphafi kjör- tímabilsins. Eins og kunnugt er hættu Hannibal Valdimarsson, Bjöm Jónsspn og Steingrímur Pálsson að sækja fundi þing- flokks Alþýðubandalagsins í desember s.l. Vfera má að þeir segi sig formlega úr þingflokkn- um i vetur a.m.k. Hannibal og Bjöm. GANILA BIO 1 WINNER OF 6 ACADEMY AWARPSl MEIRO-GOIÐWYN'MAYER mk ACAaOPONHFTOOUCnON DAVID LEAN’S FILM Of BORIS PASIERNAKS DOCTOR ZHiV/VGO in ssr Sýnd kl. 5 og 8.30. Sala hefst kl. 3. STJÖRNUBÍÓ Cat Ballou islenzkur texti. Ný kvikmyrd: — Lee Marvin. Jane Fonda. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Börn óveðursins (A High Wind in Jamaica) Mjög spennandi og atburöa- hröð amerísk litmynd. Anthony Quinn (sem lék Zorba) Lila Kedrova (sem lék Búbúlínu í Zorba) James Cobum (sem lék ofurmennið Flint) Bönnuð yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. BÆJARBÍÓ Perlumóðirin Sænsk stórmynd með úrvals sænskum leikurum tslenzkur texti. - Sýnd kl. 9. — Bönnuö böraum innan 14 ára. — Miða ala frá kl. 7. Rauða eyðimörkin Itölsk stórmvnd 1 litum. Monica Vitti Richard Harris Sýnd kl 5 og 9 Bönnuð bömum innan 12 ára. Danskur texti. Detta kommúnistar úr bankaráðunum? Ef þeir tveir neita að styðja Alþýðubandalagið mun þaö verða til þess að kommúnistar detta út úr þýðingarmiktum ráð- um og stjómum, sem kosið verð ur i á þessu þingi, nema stóra flokkarnir hlaupi undir bagga, með þeim. Kosið verður í banka- ráð Seðlabankans, Landsbank- ans og Útvegsbankans auk Hús- næðismálastjórnar og stjómar Fiskimálasjóðs o.fl. Þetta era fimm manna ráð og stjómir, sem kommúnistar eiga fulltrúa í. Þeim er mikiö kappsmál að eiga þarna mei,.. og verður fróðlegt að sjá, hvort komm- únistum tekst að gera ein- hverja þá samninga, sem tryggja þeim áframhaldandi setu. Leyndin verði rofin En hvernig sem þessir hlutir þróast veröur þingiö eflaust hið „sögulegasta", eins og Tím- inn komst ^ð prði s.l. sunnudag. í sömu grein er þessu blákalt haldið fram: „Stjómarflokkamir hafa nú loks hvatt stjórnar- . andstöðuna til þess að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Það er ekki nema sjálfsagt að sinna því kalli.“ Það eru svona ummæli, sem gera það aö verk- um, að þjóðin hefur fyrir löngu fengið almenna ótrú á stjórn- málamönnum okkar. Leyndin sem hvilir yfir viðræðum stjóm- málaflokkanna er eflaust nauö- synleg þar til efnahagsúrræðin hafa séð dagsins ljós. En þá er kominn tími til að þjóðinni verði gerð ítarleg grein fyrir þessum viðræöum, ekki sízt ef viðræð- umar leiða til einhvers sam- komulags. HAFNARBJÓ Mannrán i Caracas Hörkuspennandi ný Cinema scope litmynd með George Ardisson Pascale Audret. Islenzkur texti, Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. IAUGARÁSBÍÓ HÁSKÓIABÍÓ Yfirgefið hús (Thi property is condemned) Aafar fræg og vel leikin ame- risk litmvnd Aðalhlutverk: Natlie Wood Robert Redford tslenzkur texti. Sýnd kl. 5. Allra siðasta sinn. Tónleikar kl. 8.30. AUSTURBÆJARBÍÓ Austan Edene Hin heimsfræga ameríska verð- launamynd litum. tslenzkur texti James Dean Julie Harris. Sýnd kl. 5 og 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.