Vísir - 11.10.1968, Qupperneq 8
8
VlSIR . Föstudagur 11. október 1968.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.t
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjölfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Tborsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson (
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: ^ðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: AOalstræti 8. Síml 11660
Ritstjórn: I nugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuöi innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Lýðræði
Átakanlegt er að hlusta á talsmenn kommúnismans )
hér á landi tala með vandlætingu um, að nauðsynlegt (
sé að auka lýðræðið á flestum sviðum þjóðlífsins og (
standa vörð um það. Það er átakanlegt, því að aldrei /
hefur risið harðsvíraðri einræðis- og ofbeldisstefna /
en kommúnisminn og aldrei í sögunni hafa völd eins )
manns orðið meiri en í ríki kommúnismans, Sovétríkj- |
unum. Völd konunga og keisara á fyrri öldum voru /
smámunir miðað við ósköpin á Stalínstímanum. Jafn- )
vel Hitler og Mússolini verða smákarlar í samanburði )
við það. )
Nú þykjast sovétleiðtogarnir hafa rétt til að ráða (
örlögum annarra þjóða. Allri Austur-Evrópu halda (
þeir í fjötrum. Uppvaxandi kynslóðir í Austur-Þýzka- /
landi eru læstar inni bak við' múrinn og þeirra gætt /
með gaddavír og blóðhundum. Tékkar eiga nú að )
rýma 600 eða fleiri íbúðir í Prag fyrir fulltrúa herra- )
þjóðarinnar, sem sendir eru til að gæta hagsmuna inn- \
rásaraðilans á stjórnarskrifstofum í Tékkóslóvakíu. ((
Tékkar óttast nú, að þeirra bíði sömu örlög og Eystra- (/
saltsríkjanna, að þeir fái að „hljóta þá náð“ að verða ))
innlimaðir endanlega í hinn kærleiksríka faðm komm- )
únismans, — Sovétríkin. \
Allir heyra falstóninn, þegar kommúnistar hér á \
landi tala fagurlega um lýðræði og frelsi. Blað þeirra (
er nú árangurslaust að gera hosur sínar grænar fyrir /
þeim, sem vilja, að hér ríki meira lýðræði og fjálsræði )
og stjórnmálaflokkarnir verði opnari,‘en verið hefur. )
Þeir eru að gæla við öldu, sem er að rísa innan stjórn- \
málaflokkanna að frumkvæði unga fólksins. En unga \
fólkið veit, að í kröfunni um aukið lýðræði og frjáls- /
ræði á það enga samleið með kommúnistum. )
Því er almennt fagnað, að æskufólk skuli nú vilja \
láta meira að sér kveða í stjórnmálunum en verið hef- (
ur. Auknum áhrifum fylgir aukin ábyrgð. Og gagn- í/
rýninni verður að fylgja sjálfsgagnrýni. Flestir eru /
t. d. sammála um, að opna þurfi stjórnmálin betur, og )
er þá mikilvægt, að stjórnmálasamtök yngra fólksins )
verði opnari. Þau hafa sannarlega ekki verið nógu (
opin hin síðari ár, heldur hefur þar í vaxandi mæli (
verið um að ræða þröngt klúbbstarf, sem náð hefur /
til fárra. Fjöldinn hefur staðið utan við. Það er skort- /
ur á sjálfsgagnrýni að kenna eldri mönnum um þetta )
vandamál. )
En nú virðast samtök ungu mannanna í lýðræðis- (
flokkunum vera að fara að opnast. Mikill fengur er (
að auknum áhuga, afskiptum og áhrifum ungs fólks /
í stjórnmálunum. Og í kröfu þess um opnari og lýð- /
ræðislegri stjórnmál á það ekki nokkra samleið með )
kommúnistum. Þeir verða ekki spurðir álits um hrær- )
ingar unga fólksins, því að allir vita, að þeir dá hvorki \
lýðræði né frelsi, heldur dá þeir þjóðskipulag ofbeldis- \
ríkjanna í Austur-Evrópu. (
Ottó Schopka:
IÐNAÐURINN
OG ALÞINGI
J gær kom Alþingi saman i
fyrsta sinn á þessu hausti
eftir rúmlega 5 mánaöa hlé.
Ýmis erfið viðfangsefni bíða úr-
lausnar þessa þings og á næstu
vikum og mánuðum mun koma í
ljós hverjar aðgerðir alþingis-
mennirnir við Austurvöll telja
heillavænlegastar til þess að
tryggja efnahagslega velferð
þjóðarinnar á næstu árum og
áratugum.
Á sl. vori flutti Jónas Haralz,
forstjóri Efnahagsstofnunarinn-
ar, afar athyglisverða ræðu, þar
sem hann benti á, að á næstu
20 árum mundi fjölgun vinnu-
færra manna nema 34 þús. Sýnt
væri að frumvinnslugreinarnar,
landbún:ír og fiskveiðar, gætu
ekki tekið viö auknum mannafla,
og því kæmi það í hlut iðnaðar-
ins og margs konar þjónustu að
skapa þessu fólki atvinnu.
Þessi ábending er afar athygl-
isverð og einkum er mikilsvert,
að þeir menn íhugi þessa stað-
reynd vandlega, sem mestu ráða
um hvaða kjör og starfsskilyrði
einstakir atvinnuvegir verða að
búa viö. Á það hefur margoft
veriö bent, að iönaðurinn hefur
ekki verið og er ekki látinn sitja
viö sama borð og landbúnaður
og sjávarútvegur, þegar margs
konar fyrirgreiðsla af hálfu
stjórnarvalda hefur verið ákveð-
in.
Enda þótt fullur þriöjungur
þjóðarinnar hafi framfæri af iön-
aði virðist sem alþingism. sé
yfirleitt enn ekki orðið ljóst mik
ilvægi hans, og því síður viröast
þeir gera sér erein fyrir afar
þýðingarmiklu hlutverki hans
fyrir efnahagsþróun framtíðar-
innar.
Takmörkuðu fjármagni ríkis-
sjóðs er varið í ríkum mæli án
allrar fyrirhyggju til þess að við-
halda stefnu í landbúnaðarmál-
um, sem er óhagkvæm fyrir þjóð
arheildina og getur ekki gengiö
til lengdar eins og nú er að
koma æ betur í ljós, Þessi stefna
nýtur þó stuðnings allflestra al-
þingismanna.
Seðlabankinn bindur mikinn
hluta af ráöstöfunarfé viðskipta-
bankanna, að miklu leyti til þess
að fjármagna offramleiðslu land-
búnaðarafurða, — á sama tíma
á iðnaðurinn við verulega erfið-
leika að etja vegna rekstrarfjár-
skorts og hefur misst verkefni f
ríkum mæli til erlendra keppi-
nauta vegna skorts á lánafyrir-
greiðslu. Þessi stefna nýtur
stuðnings állflestra alþingis-
manna.
Stofnlánasjóðir landbúnaðar-
og sjávarútvegs fá framlög úr
ríkissjóði, sem eru jafnhá fram-
lögum atvinnuveganna sjálfra f
þessa sjóði. Þrátt fyrir margra
ára kröfur iðnaðarins um jafn-
rétti á þessu sviöi, hefur Alþingi
alltaf daufheyrzt við þessum
sjálfsö.gðu og eðlilegu óskum.
Erfiðleikar i efnahagslífinu á
undanförnum misserum ættu að
opna augu alþingism»nna fyrir
nauðsyn bess, að endurskoðun-
ar er þörf á allri afstöðu þeirra
til atvinnuveganna. Sjávarútveg-
ur er nauðsvnlegur og landbún-
aður líka aö vissu marki. En það
Fyrirheitið i
í kvöJd veröur síðasta sýning
á Fyrirheitinu í Þjóöleikhúsinu.
Þrír ungir leikarar taka þátt í
þessari sýningu. en þau eru sem
kunnuat er: Arnar Jónsson, Þór-
unn Magnúsdóttir og Hákon
Waage. Allir hafa þessir ungu
leikarar stundað nám f Leiklist-
þjónar engra hagsmunum aðþess
um atvinnugreinum sé ívilnað
á allan hugsanlegan hátt en iðn-
aðurinn búi við algert afskipta-
Ieysi og jafnvel neikvæða af-
stööu af hálfu Alþingis. Það er
ekki verjandi til lengdar að ráð-
stafa meginhluta þeirra fjár-
muna, sem ríkissjóður ver til
atvinnumála, til sjávarútvegs og
landbúnaðar á grundvelli sögu-
legra og pólitískra forréttinda
þessara atvinnugreina en alger-
lega án tengsla við efnahagsleg-
ar þarfir og hagsmuni þjóðarinn-
ar í nútið og framtíð.
Á undanfömum mánuðum
virðist sem iðnaðurinn hafi mætt
vaxandi skilningi meðal almenn-
ings, meöal annars vegna sér-
stakra aðgerða iðnaðarmanna
og iðnrekenda til þess að kynna
íslenzkan iöna og mikilvægi
hans. Við lausn þess efna-
hagsvanda, sem viö er aö
etja, reynir alvarlega á, hvort
þessi sami skilningur sé nú loks
fyrir hendi hjá alþingismönnun-
um við Austurvöll. Verður fullt
tillit tekið til hagsmuna iðnaðar-
ins viö þær óumflýjanlegu að-
gerðir, sem eru á næsta leiti, eða
veröur eingöngu hugsað um hags
muni sjávarútvegs og landbún-
aðar og iðnaðinum látin nægja
óbein áhrif aðgerðanna (eins og
þegar 20% innflutningsgjaldið
var sett á)? EÖa verður hags-
munum iðnaðarins beinlínis fóm
að vegna brýnni hagsmuna sjáv-
arútvegs og fiskiðnaðar eins og
gerðist á s.l. vetri, þegar loks
átti að lækka tolla af hráefnum
iðnaðarins svo um munaði en
minna varð úr eins og menn
rekur minni til? Eða veröur hald
iö út á þá braút að tryggja iðn-
aðinum lífvænleg rekstrarskil-
yrði og að honum hlúö — f orði
og á borði — svo að hann reyn-
ist fær um að gegna lykilhlut^
verki sínu í efnahagsþróun fram-
tíðarinnar? Þessum spurningum
munu alþingismennimir við
Austurvöll svara á næstu
mánuðum.
síðasta sirm
arskóla Þjóðleikhússins og einn-
ig leikstjórinn, Eyvindur Erlends
son. Fyrirheitið er leikrit. ritað f
hefðbundnum stíl og fiallar um
ævi þriggja persóna allt frá 17
ára aldri og til 34 ára aldurs.
Höfundur lýsir lífi þeirra á hug-
stæðan hátt bæði f gleði og sorg.
a
•attil