Vísir - 17.10.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 17.10.1968, Blaðsíða 16
 VISIR Fimmtudagúr 17. október. //* Kropp" j j hjá land- j : róðrabátum \ : • J ® Snurvoðarbátar hafa verið • *> að „kroppa“ svolítið úti í bugt-J J 'nni nú að undanfömu. Aflinn • • hefur mest megnis verið ýsa, 2 o tvö or upp f f jögur tonn í róðri. • 0 • Nokkrir bátar eru nú á linu * •veiðum frá Suðurnesjahöfnum. 2 2 /irðist afli beirra eitthvað vera • • ið glæðast. Keflavíkurbátar hafa 2 Jvérið með um fjönur tonn f sfð^ ^ustu róðrunum og Grindavfkur-• • bátar hafa komizt unp í sex 2 Jtonn, en aflinn mun að miklu* •leyti vera „rusl“ keila og þvij *um líkt. „Gæti verii upphaf flugvélaiðn- aðar — segir Tryggvi Helgason, flugmadur á Akureyri, sem hefur gj'órbreytt einni flug- vél sinni nyrðra • Þetta er langmesta breyt- ing á flugvél, sem gerð hefur verið hérlendis og breytingin hefur tekizt mjög vel að mínu áliti, sagði Tryggvi Helgason, flugmaður og framkvæmda- stjóri Norðurflugs á Akur- eyri, í viðtali við Vísi í gær. Að mínu áliti gæti þessi breyt ing verið upphaf flugvélaiðn- aðar <* íslandi. Flugvélin hef- ur verið í nokkurra daga reynsluflugi og reynzt prýði- lega, enda hefur Loftferða- eftirlitið gefið út lofthæfnis- skírteini á hana. Það voru margir, sérstaklega leikmenn sem sögðu að þetta væri ó- framkvæmanleg hér á landi. En það er margt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Tryggvi íog starfsmenn hans við Norðurflug hafa undanfarin tvö ár unnið að mestu leyti við það f ígripavinnu að gjörbreyta gamaili Beechraft C-45H flug- vél frá 1953, en Tryggvi keypti tvær slíkar flugvélar notaðar 1964. Við höfum að sjálfsögðu not- azt við aðsendar teikningar frá verksmiðjunum í Bandaríkjun- um, en breyting sem þessi væri óhugsandi annars nema með gífurlegri vinnu flugvélaverk- fræðinga, sagði Tryggvi. — Ég veit ekki hvort ég hef sparað mér nokkuð með þessu, en það var mér metnaðarmál að gera breytingarnar, því að ég álft að við veröum alltaf að vera að reyna eitthvað nýtt, bætti hann síðan við. Helztu breytingarnar, sem gerðar hafa verið á flugvélinni eru: Nýir vængendar hafa ver- 10. sfða. ■••••••••••••••••••••••> MIKIÐ KASTAÐ — en hafa litið upp úr krafsinu Síldveiði var lltil hér suðvestan lands í nótt. Mikið var kastað á mið unum en lítið hafðist upp úr krafs inu. Vitað var um einn bát með sæmilegan afla, Örn RE, sem mun hafa fengið 55 tonn. Vörður- fékk einnig slatta, um 15 tonn, en aðrir voru á leið til lands með fáeinar tunnur. Kaldi er nú á miðunum og veiðiskilyrði slæm. Eignarskattur félaga verði lagður niður — leggur Verzlunarráð Islands til Önnur Beechraft-flugvél Tryggva Helgasonar fyrir breytinguna. Sauðalitirnir vinsælastir Verzlunarráð Islands telur rétt, að eignarskattur og eignarútsvar félaga verði fellt niður, þar sem um tvfsköttun sé að ræða, því að eign sé ekki annað en hlutfall af tekjum. Þessi ályktun var sam- þykkt á aðalfundl ráðsins fyrir nokkrum dögum. Enn fremur álvktar ráðið, að að- stöðugjald og landsútsvar verði fellt niður, og í stað þess komi sölu- skattur, sem skiptist milli sveitar- félaga eftir ákveðnum reglum. Þá telur Verzlunarráð, að öllum at- vinnufyrirtækjum, sem hliðstæðan rekstur hafa með höndum, einka- fvrirtækjum, samvinnufyrirtækj- um og fyrirtækjum ríkis og bæjar- félaga, sé gert að greiða skatta og útsvar eftir sömu reglum, þannig að þau starfi í þessu efni við jafna aðstöðu. Spjöll unnin á vélskóflu Spellvirkjar hafa verið á ferli Krýsúvík i síðustu viku og unnið þar mikið tjón á vélskóflu, sem stóð yfirgefin í gryfiu við Kleifar- vatn. Vélskóflan hefur verið grýtt og brotin i hennl hver rúða, hvert Ijósker, mótorinn í henni veriö grýttur <>g loks hleypt öllu lofti úr hjólunum. Þykir vist, að viðgerö á vél- skóflunni muni aldrei kosta minna en 100 þúsund krónur, ef mögulegt ei þá að gera hana jafngóða aftur. Skóflan hefur verið notuð þarna til þess að moka efni til fram- leiðslu á steinull, sem framleidd er í Hafnarfirði. Hún var óskemmd á fimmtudag s.l., en spellvirkið verið framið aðfaranótt föstudags- ins. Þeir, sem kvnnu að hafa orðið mannaferöa varir á bessum slóðum um það Ieyti, eru beönir að gera lögreglunni í Hafnarfirði viövart. erlendis — prjónasamkeppni Alafoss hafin Kirkjuþing hófst í Reykjavík í gær. Það var sett í Neskirkju 5 kl. 2 með guðsþjónustu. Myndin var tekin á fundi, og s er biskup íslands, herra Sigurbjöm Einarsson í ræöustól. $ Prjónasamkeppni Álafoss um munsturgerð á lopapeysum er hafin. Keppnin stendur til 1. febrúar n.k. Mikill áhugi reynd- ist vera á fyrstu prjónasam- keppni Álafoss, sem fram fór í fyrra. Þá sendu yfir 160 manns inn peysur, jakka, vesti o. fl. Á fundi með fréttamönnum i gær var skýrt frá þvi, að upp- skriftir hafi ekki verið gefnar út á verðlaunapeysunum í fyrra nema no. 5 og hefði það verið vegna þess, að aðrar verðlaunapgysur þóttu of vandunnar til þess, að ■ ástæða þætti að leggja í þann I kostnað, sem fylgi því að gefa út j uppskrift með öllum þeim tungu- j málum, sem nauðsynleg eru. Þetta segi þó ekki að vönduðustu peys- umar fái ekki verðlaun, er. Alafoss óski helzt eftir því, að ekki verði prjónað á fínni prjóna en 4y2 til þess að hin mjulega áferð, sem við séum vön haldist og þá sé hægt að nota uppskriftirnar á útflutn- ingspakkningar, annars ekki. Verðlaunin í ár verða þa*i sassiu og i fyrra, 1. verðlaun kr. 10 þös., 2. verðlaun kr. 5 þús. og 3.-7. verðlaun kr. eitt þús. hver. 30 tonn af hespulopa hafa nú selzt utanlands og innan frá 1. ágúst í fyrra. Sauðalitimir reyndust, vinsælastir erlendis. SÍLDIN ÞÉTTIST FYRIR AUSTAN — spáir Jakob Jakobsson i ■ Menn eru nú vonbetri I ! um síldveiðarnar fyrir aust • an. Leitarskipið Hafþór ; fann í gær síldardreifð á svæði, sem er um 150 míl- ur undan landi, en þar hafa 1 . nokkur skip leitað siðustu dagana. Nokkur skip köst- uðu þar í morgun, en um árangurinn var ekki vitað. Fiskifræðingar telja enn að þarna sé verulegt síldarmagn og Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, hefur spáð því að sildin muni þéttast þarna úti fyrir SA-landinu og lik- ur séu því á góðri veiði með haust- inu. Um 30—35 skip munu nú vera fyrir austan. Sum þeirra hafa nú haldiö sig í höfn á aðra viku, en mörg voru á leiöinni út á miðin í morgun. Síldarkaupendur í landi biða > ofvæni eftir fréttum af miðunum. Þeir halda margir talsverðum mann skap hjá sér til þess að vera við,- búnir veiðihrotu, en fólki hefur þó fækkað talsvert aftur í síldarbæj- unum eystra, þar eð veiðin hefur stöðvazt svo lengi og helftin af skip unnm er komin suður fyrir land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.