Vísir - 17.10.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 17.10.1968, Blaðsíða 10
V í SIR . Fimmtudagur 17. október 1968, 10 Eins og fram kemur á forsíðu voru Óðinsmenn heiðraðir fyrir va sklega framgöngu sína i vetur. Þessi mynd var tekin af þeim varðskipsmönnum ásamt eiginkonum, en með á myndinni eru br eski sendiherrann, Jóhann Hafstein og Pétur Sigurðsson. Þeir fá vísindastyrki NATO • Menntamálaráðuneytiö hef- ur úthlutað fé þvi, er kom í hlut íslendinga til ráðstöfunar til vísindastyrkja á vegum Atlants hafsb^ndalagsins („NATO Sci- ence Fellowships") árið 1968. Umsækjendur voru sautián, og hlutu tólf þeirra styrki sem hér segin Auðólfur Gunnarsson, læknir, 50 þúsund krónur, til framhalds- náms í læknisfræði (líffæraflutn ingur) við The University of Minnesota Medical School, St. Paul, Bandaríkjunum. Gottskálk Þ/Bjömsson, lækn- ir, 30 þúsund krónur, til fram- haldsnáms í lungnasjúkdóip.a- fræði við U. S. Veterans Hospi- tal, West Haven-Yale University New Haven, Bandaríkjunum. Höröur Filippusson, B. Sc., 30 þúsund krónur, til framhalds- náms og rannsókna í lífefnafræði við University of St. Andrews, Skotlandi. Kristinn Guömundsson, lækn- ir, 30 þúsund krónur, til fram- haldsnáms í taugaskurðlækning um við Mayo Graduate School of Medicine, Rochester, Banda- ríkjunum. Leó Geir Kristjánsson, M.Sc., 50 þúsund krónur, til framhalds- náms í jarðeðlisfræði við háskól- ann í St. John’s á Nýfundna- landi. Páll G. Ásmundsson, læknir, 50 þúsund krónur, til framhalds náms og rannsókna í iyflæknis- fræði við Georgetown Uni- versity Medical Divifeion, Washington. Sigurgeir Kjartansson, lækn- ir, 30 þúsund krónur, til fram- haldsnáms í handlæknisfræði við The Memorial Hospital, Worcester, Bandarikjunum. Dr. Svend-Aage Malmberg, haffræðingur, 30 þúsund krón- ur, til rannsókna á sviöi haf- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla. Sverrir Schopka, efnafræðing ur, 30 þúsund krónur til fram- þaldsnáms í lífrænni efnafræði Við háskólann í Frankfurt am Main, Valgarður Stefánsson, fil. kand., 30 þúsund krónur, til framhaldsnáms í eðlisfræði við Stokkhólmsháskóla. Víglundur Þór Þorsteinsson, læknir, 50 þúsund krónur, til framhaldsnáms í fæðingar- og kvensjúkdómafræði við Mayo Graduate School of Medicine, Rochester, Bandaríkjunum. Þórarinn Stefánsson, eðlis- fræðingur, 30 þúsund krónur til framhaldsnáms í eölisfræði við Verkfræöiháskólann í Þránd- heimi. Seagten slapp naumlega Verðmunur — ®--------------------:— Símusumbands- luust við Kópuvog Símasambandslaust varð í morgun milli Kópavogs og Reykja- víkur vegna skemmda, sem uröu á símalínustreng hjá Fossvogslæk. Þar vinna verktakar að fram- kvæmdum við smíði umferðarbrú- arinnar yfir Kópavogsháls. Viðgerðarflokkur fór þegar á vettvang í morgun og var þess að vænta, að ekki mundi líða langur tími, áður en aftur yrði komið á símasambandi á milli bæjanna. Skyndi-hupp- drætti í gær var dregið í skyndi-happ- drætti sumardvalarheimilis Sjó- mannadagsráðs. Þessi númer komu upp: Myndsegulbandstæki ásamt upp- tökutæki nr. 56235. Gúmbátur með utanborðshreyfli nr. 43754. Vélsleði nr. 13082. | Vinninga má vitja til Guðmund- j ar H. Oddssonar skipstjóra. Gæti verið upphuf Þr'ir stukku 5.40 Bob Seagren vann gullverðlaun- n f stangarstökki ÓL í gærkvöldi, sihs og raunar var búizt við. Hins vegar varð keppnin miklu haröari en nokkurn óraði fyrir. Þrír fyrstu rnenn stukku allir 5.40 metra. Annar varð V.-Þjóðverjinn Klaus Schiprowski og þriðji A.-Þjóðverj- inn Wolfgang Nordwig. Schi- prowskj er 24 ára gamall og bætti árangurinn um 27 sentimetra. )»» > 1. síöu. nemur 25—35% af framleiðslu verðinu. Við útflutning sé gjald ið fellt niður en það nemur kr. 41.61 af kílóinu, ennfremur styrktarsjóðsgjald, sem sé kr. 4 kíló. Sömuleiðis sé verksmiðj- unni endurgreiddir tollar af hrá efninu, sem nemur 40—100%. Söluskattur sé enginn og álagn- ingin mun minni en í verzlunum í Reykjavík. Ekki vildi Óskar gefa upp súkkulaðiverðið frá verksmiðj- unni til vallarins — en ef að líkum lætur mun það vera mjög lágt. Frá verksmiðjunni er súkku laðiverð t.d. 40 gr. Caprisúkku laði í verzlanir í Reykjavík kr. I 8.40, en við það bætist 50—60% j álagning og söluskattur. I Að lokum sagði Óskar, að um takmarkað magn hafi verið aö , ræða, sem hafi farið á völlinn j til sölu þar og hafi það verið af j sérstökum ástæðum. Bjóst hann j allt eins að því, að salan myndi I leggjast niður innan skamms, • ekki sízt vegna þess að nú stæði yfir á vellinum herferðin „Buy american“, sem myndi útleggj- ast „kaupið ameriskt." ®—> 16, síðu. ið settir á hana, sem breyta flugeiginleikunum til hins betra. Vængendarnir voru fengnir aö utan, en allar fest- ingar gerðar á Akureyri. Ot- blásturskerfi hreyflanna var breytt til þess að fá aukið straumlínulag á vélitia og til að nýta orku hreyflanna betur. Farþegarýminu breytt og stækk að. Vélin tekur nú 9 farþega í stað 8 og möguleikar að auka farþegatöluna í 10. Öll vinnan var unnin fyrir norðan, nema stólarnir voru fengnir að utan. Áfallshorni á hæðarstýrið var breytt og stélhjólið hækkað. Útbúnaður til að taka stélhjólið upp settur í vélina. Tvær ben- sínmiðstöðvar fyrir farþegarým- ið settar í flugvélina. Stór vöru flutningahurð sett á skrokkinn, sem gerir mögulegt að taka stærrí hiluti í fragt og umhlaða með meiri hraða í vélinni. Sömuleiöis hefur hurðin mikiö að segja, þegar vélin yrði notuð í sjúkraflutninga og flytja þyrfti tvær körfur eins og oft gerist t.d, í sambandi við slys. Að lokum má geta þess' að skipt hefur verið um öll radíö- tæki í vélinni. i TIL SÖLU nýleg 96 ferm. íbúö. Hagstæð lán áhvilandi og útborgun má skiptast að nokkru. — Uppl. í sírna 84223 eftir kl. 5. Ríkistryggð skuldabréf Vil kaupa ríkistryggð skuldabréf. — Tilboð merkt „Viðskipti 1631“ sendist blaðinu. — Nei, þetta er ekki nýtt af- sökunarbréf frá Hiálmari, heldur bara venjulegir reikningar. llSMEfl Stærsta fangelsið í heiminum er fangelsiö f Kharkov í Rússlandi. Það getur hýst 40.000 fanga sam- tímis. Dýrtíð. Maöur nokkur lét smíðá fyrir sig Iykil, það kostaði 25 aura fyrir nokkrum árum, nú kostaði það 5 krónur, og sagði smiðurinn þó, að það hefði eiginlega þurft að kosta 6 krónur. Vísir 17. okt. 1918 VEÐRIÐ DAG Suöaustan gola og síðar stinn- ingskaldi, rigning með kvöldinu. — Hiti 3-6 stig. Ókeypis Ijósaathugun í dag og á morgun eru síðustu dagarnir, sem bifreiðaeigendum í Hafnarfirði gefst tækifæri til þess að fá ókeypis athugun á Ijósa- búnaði bíla sinna. Ljósaathugunin fer fram síð- degis frá kl. 18 til kl. 22 á eftir- töldum verkstæðum: Bifreiðaverk stæði Jóns Vals Steingrímssonar við Hjallahraun, Bílaverkstæði Hafnarfjarðar við Reykjavíkur- veg, Bílaverkstæði Njáls Haralds sonar Norðurbraut 41 og Bifreiða geymslu FÍB á Hvaleyrarholti. Lögreglan í Hafnarfirði hvetur a bifreiðaeigendur þar til þess að nota sér þessa endurgjalds- lausu þjónustu. Síðasti dagur bóka- og tímaritaútsölunnar er í dag II Notið tapkifærið — Hundruð vísinda-, menningar-, fræðslu- og skemmtitímarita og bæklinga á 5 og 10 kr. H Töluvert eftir af bókum. — Opið til kl. 10 í kvöld. BÓKA- OG TÍMARITASALAN GRETTISGÖTU 16

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.