Vísir - 17.10.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 17.10.1968, Blaðsíða 3
3 : W.iíSLw'HLji V“í‘SliR . ESmmtodagHr 17. október 1968. í okkar kyrrláta þjóðfélagi viröist svo blessunarlega fjarlæg sú tíó, þegar úti í heimi dunaði stríð og öll Evrópa var sem einn vígvöllur. Þær styrjaldir, sem nú eru háðar, eru í fjar- lægum heimsálfum og hafa ekki bein áhrif á daglegt lff fólks hér á landL Á árunum 1940—45, þegar stríðsmenn í þúsunda tali frá Bandaríkjunum og Bretlandi höfðu hér aðsetur sitt, var ekki hjá því komizt, aö þeir settu gffurlegan svin á umhverfi sitt. Samskipti við þá voru óum- flýjanleg, stundum beinlínis æskileg, en þó ekki alltaf. Á þeim árum var lifaö hátt. Gullið fióði um greipar. FJár- málalífið var snennandi eins og setið væri viö snilaborð. Og spennan lá í loftinu. Margir lifðu eins og hver dagur væri hinn siðasti, og sáðu eins og þeir uppskáru. Á einu vetfangi var þorps- bragurinn af Reykiavík. Gullæð- ið greip um sig. Allir vildu auðg ast á skiótan hátt, og upplausn- in greip um sig. Saklausar Reykjavíkurstúlkur hrifust af glæsileik og heims- mannsbrag hinna erlendu gesta, og sumar þeirra dreymdi um að finna hamingjuna f einhverju fjarlægu ævintýralandi. Sumar þeirra og raunar flestar urðu fyrir beizkum vonbrigöum — og til að gleyma þeim fleygðu þær sér út í stundarglaum, sem hafði afdrifarikar afleiðingar fyr ir margar hverjar. En stríöinu lauk og óðagoti hemámsáranna. Þar sem áður voru herskálar eða fallbyssu- stæði eru nú grónar rústir. En Hermennirnir löguðu sig lítt að umhverfi sínu, miklu fremur reyndu þeir að breyta því eftir eigin höfði. Fyrir utan kampinn hér á myndinni er hermaður á varðgöngu undir suðrænum pál matrjám, sem eiginlega ætti frekar að benda til þess að myndin hefði verip tekin á einhverri Kyrrahafseyjunni en ekki á Islandi. HERNÁMSÁRIN sum sporín eru óafmáanleg. Ein angrunarbragurinn er horfinn, ný viðhorf mótuð, og ennþá Iif- ir minningin um styrjöldina miklu, og styrkir okkur í von- inni um að við fáum aldrel að sjá aðra slíka. ;-------------;......................................................«.......................... Það er einkennileg þverstæða, að á öllum styrjaldaHTrunum urðu aldrei meiri óspektir í Reykjavík, heldur en einmitt á sjálfan friðardaginn. Þessi mynd er tekin næsta dag þar á Siglingar skipalesta hér við Iai ' voru tíðar. Frá Hvalfirði lögðu upp stðrar skipalestir, sem eftir. Verzlunarrúða hefur verið brotin, og verið er að kanna höfðu hér viðkomu á leið sinni frá Bandaríkjunum til Murmansk í Sovétríkjunum. Þessar skemmdirnar. skipalestir fluttu dýrmætan farm, en oft tókst Þjóðverjum að höggva skarð í fjölda skipanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.