Vísir - 20.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1968, Blaðsíða 4
..........................■...............:■■■ Ungfrú heimur Pinny Plummer, tvitug áströlsk stúlka, var Skálmöld. Skammdeginu hefur fylgt 6- venjumlkil innbrotaalda og skemmdarverk eru oröin nær því daglegt brauö. Einnig vekur það óhug, aö rán hafa verið framin á óvenju bíræfinn hátt. Konur hafa veriö rændar veskj- um sínum, þar sem þær hafa verið á gangi um aðalgötur borg arinnar. Fólki hefur oröið tíðrætt um þessi vályndu tíðindl og leitt getum s-ö því hvað valda muni, en auövitaö er erfitt aö gera sér grein fyrir hvort erfiöara árferöi eða einhverjar aðrar orsakir liggja að baki. En þessi auknu afbrot, sérstaklega unglinga vekja athygli og áhyggjur. Sem dæmi um hve mikið gengur á í mýrkraheimi borgar- innar, og nágrennis hennar, þarf aðeins aö líta yfir fréttasiöur dagblaðanna, eins og til dæmis Vísis 18. þessa mánaöar, en á forsíöu eru fyrirsagnir eins og þessar: „Rúöur brotnar í Alþing- Þaö er ekki að furða, þó fólki finnist ástandiö ískyggilegt aö þessu leyti, þó kannskí þar verði ekki miklum vömum viö komiö. En þó em ein tíðindi af um bátana þannig að ekki varð séð annað en allt væri með felldu. Ef ekki hefðu jafnframt verið framin önnur skemmdar- verk um borð í fiskiskipunum, J&iitutt&i Göút ishúsinu í nótt.“ „Skáimöid í Kópavogi.“ „Stolið skartgripum fyrir 200 þúsund." Á baksíðu sama blaös em fyrirsagnir eins og: „Innbrot um hábjartan dag“. „Enn framin veskjarán." „Bióðug slagsmál við Klúbbinn.“ þessu taginu, sem eru einna ó- hugnanlegust af þeim öiium, en það eru fregnirnir af unglingun- um, sem skemmdu gúmmi-björg unarbátana á fiskibátunum suð- ur í Keflavík fyrir nokkrum dögum til að ræna flugeldum og fleim. Höföu þelr svo búiö er óvist aö nokkur hefði oröiö skemmdarverkanna var, fyrr en til björgunarbátanna hefði átt aö grípa á neyðarstund, ef svo hörmulega heföi til tekizt. Geta flestir ímyndað sér, hver sú harmsaga heföi getað orðiö. Þaö sem áberandi er, er hve þáttur ungs fólks er stór í þess- ari skálmöld, og ef réttur er sá grunur margra, að almennur verkefnaskortur ungs fólks og skortur áhugamála, eigi þarna einhvern hlut að máii, þá er vissulega kominn tími til aö þeir sem sérstakiega hafa heig- að sig málefnum hinna ungu, láti aö sér kveða og láti ekki sitja við verkefnaskort og iöju- leysi. Vonandi er aðeins um tíma- bundna óróaöldu að ræða, en ekki að um sé að ræða óheilla- vænlega þróun, Vonandi er það aöeins skammdegiö og um- brotin i efnahagslífinu, sem segja hér til sín um stundar- sakir, en aö upp muni rfctta, þegar rofar til í efnahagslífinu meö hækkandi sól. Þrándur í Götu. F ósturey ðinga- lög frjálsari í Bandarík junum Rose Kennedy á golfvellinum. „Maðurinn minn er niu milljarða króna virði" — segir Rose Kennedy „Er ekki til bók um Michel- angelo sem nefnist „Kvölin og gleðin"? Þannig hefur líf mitt verið.“ Þannig lítur Rose Kenne- dy, 78 ára, á ævi sína. Hún fer nú daglega í kirkju og leik- ur golf á hverjum degi, ber að dyrum hjá nágrönnunum til þess að segja þeim, að reiðhjól barn- anna séu úti í garði eða bara til að spjalla um rigninguna. Hvemig hefur hún staðizt alla kvölina? „Ég læt ekki bugast af þessum atburðum", segir hún, þessi keisaraynja Kennedyættar- innar, sem misst hefur hvert bam sitt af öðru. „Ég á enn eftir fjögur böm og get hugsað um bamabömin. Ég gefst ekki upp. Félli ég saman, mundl draga úr kjarki fjölskyldunnar." Um gleðina segir Rose, að það hafi ekki aðeins verið, að sonur hennar var kjörinn forseti og eiginmaðurinn ambassador í Bret- landi, heldur „Ó, minni hlutir, svo sem þegar ég fékk fyrsta minkapelsinn minn og las í blööunum að eiginmaðurinn væri níu milljaröa króna virði. „Hvers vegna sagðirðu mér ekki að þú ættir alla þessa peninga?“ spurði ég hann. „Hvemig átti ég að segja þér það,“ var svarið. „Þeg- ar ég vissi það ekki einu sinni sjálfur“.“. Þar til fyrir hálfu öðru ári, gat bandarísk kona í flestum ríkj- unum aðeins fengiö fóstri eytt löglega, væri þaö henni lífsnauð- syn, og jafnvel þá eftir að hafa yfirunnið alls konar lagakróka. Frá þeim tíma hafa fimm ríki innan Bandaríkjanna gert iög- gjöfina um fóstureyðingar frjáls ari. Nú heimila þau fóstureyöing- ar, sé andlegt eða líkamlegt heilsufar konunnar í hættu eða sé konan/bamshafandi af völdum nauögunar eða sé um blóðskömm að ræða. Fjögur þessara ríkja, Colorado, North Carolina, Georgia og Mary- iand, heimila einnig fóstureyð- ingar, ef sennilegt er talið, að bamið fæðist vanskapað. Þetta er einkum líklegt, ef móðirin hefur fengi ' „þýzka mislinga" á fyrstu fjórum mánuöum meðgöngutím- ans. Fimmta ríkið, Kalifornia, samþykkti ekki þessi lög, þar sem ríkisstjórinn, hinn frægi Ronald Reagan, hótaði aö viður- kenna ekki slík ákvæði. í tveimur ríkjanna hefur nú fengizt nokkur reynsla I þess- um efnum. Fjöldi löglegra fóstur- eyðinga hefur farið vaxandi, en ekki hefur verið um stórkostlega aukningu að ræða, eins og ýms- ir andstæðingar lagasetningarinn- ar höfðu óttazt. Engin borg hefur orðið sérstök „fóstureyðingarmið- stöð“ fyrir Bandaríkin. Aukning- in virðist hafa oröið of lítil, til þess aö verulega drægi úr ólög- legum fóstureyðingum, sem marg ir höfðu talið. Rannsóknir Coloradoháskólans hafa leitt í ljós, að af 407 athug- uðum fóstureyðingum var meiri hlutinn leyfður vegna geðheilsu konunnar, eða alls 291 tilfelli (72%). 46 voru leyfðar vegna nauögana, en aðeins 23 vegna líkamlegrar heilsu konunnar. Sem dæmi um leyfðar fóstur- eyðingar mætti nefna stúlku eina, sem sagði, að henni hefðu orðið á mistök. „Ég gat ekki hugsað mér aö giftast honum og eyða því, sem eftir var ævinnar með hon- ■um. Ekki kemur til greina að giftast í stuttan tíma til þess að eignast skilgetið bam. Svo að ég r í gildru.'Ég get ekkert gert. Fái ég ekki leyfi til að láta eyöa fóstrinu, missi ég vityð.“ Sálfræöingurinn, sem athugaði þetta mál, taldi geðheilsu stúlk- unnar í hættu, fæddi hún barn við þessar aðstæður. Kröfuganga í New York í fyrra. Á spjöldunum stendur: „Gerið fóstureyðingar löglegar“. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.