Vísir - 20.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 20.11.1968, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 20. nóv. 1968. Töku 11 úr kjallara oq lærðu í kjallaraan 11 manns hirti lögreglan úr kjall ara húss eins við Barónsstig í nótt og var allt fólkið fært í fanga- -'''ymslumar í Siðumúla vegna ölv iar og ósæmandi hegðunar. Fólki nágrenninu Jiefur oft stafaö ó- ■'JSði af drykkjulátum fólks í kjall ra þessum og tók út yfir allan ’ófabálk í nótt, svo næstu ná- 'O'annar kærðu til lögreglunnar. Tiklll óbrifnaöur blasti við Iög- -?"iubjónum, þegar þeir komu inn ' kiallaraíbú a, og benti allt til sess, að ekki væri lífemi og um- gengni íbúanna með allra heilsu- samlegasta hætti. TÍU ARKITEKTAR VINNA AÐ TEIKNINGU SEÐLABANKAHÚSS — Fimm hppar arkitekta vinna að teikningunni — Rætt um að flytja Thor Jensens húsið i stað jbess oð rifa jboð Fimm hópar arki- saman að því að gera tekta vinna nú að því að téikna frumteikningar að nýju Seðlabankahusi við Fríkirkjuveg 11, þar sem hús Thor Jensens stendur nú. Arkitektam- ir vinna tveir og tveir lauslegar útlitsteikning- ar, með tiliiti til staðsetn ingar og fyrirkomulags samkvæmt reikningi, að því er Björn Tryggvason aðstoðarseðlabankastjóri tjáði Vísi í morgun. Björn Tryggvason sagði, aö það væri algjör misskilningur að Haliargarðurinn ætti að víkja, þótt húsið yrði reist þarna. Það væri einmitt eitt skilyrðið að hann yrði iátinn halda sér. Hann sagði að forsvarsmönnum Seðla- bankans þætti mjög leitt að þurfa að iáta Thor Jensens-hús- ið víkja og heföi m. a. í því sam- bandi verið rætt um þann mögu- leika að flytja það til, ef unnt reyndist. Allar ráðagerðir um bygging- una eru „fremtidsmusik". sagöi Bjöm. Það geta liðið mörg ár, áður en nokkuð frekar verður gert í málinu. Hann sagði að út- Iit hússins væri háð mjög ströng- um skilyrðum. Húsið yrði að falla vel að umhverfi sínu. Það mætti aðeins vera þrjár hæðir. Lóðin þama væri aftur á móti það djúp, að það kæmi ekki að sök, þótt ta’ mörk væru fyrir því hversu hátt húsið mætti vera. Seðiabankinn gæti fengið nægjanlegt húsrými. Seðlabankinn fékk þessa lóð með skiptum við borgina á lóð við Lækjargötuna, — svo kölluðu Shell-porti, þar sem BSR-bílastöðin er nú. YTARTEG TALNING / * e TOLL VORUGEYi Misskilningur með afgreiðslu dekkja i sumar • Þessa dagana er verið gera ýtarlega vörutalningu í toll- vörugeymslunni við HéSins- höfða og eru taldar upp allar birgðir innflytjenda bar. Þetta er gert samkvæmt landslögum, sagði Helgi Hjálmarsson, fram- kvæmdastjóri Tollvörug&ymsÞ unnar, í viðtali við Vísi í morgun. Lögin gera ráð fyrir aiisherjar talningu einu sinni á ári, en hing- að til hefur að mestu verið stuðzt við stikkprufur, sem hafa gefizt ágætlega. Þetta er ekki gert af neinu á- kveðnu tilefni, enda er það sízt okk ur á móti skapi að birgðirnar séu taldar upp. Við viljum hafa allt í 100% lagi og hafa gott sam- starf við tollyfirvöld eins og verið hefur hingað tii. Það er beggja hag- ur að samstarfið sé gott. að I i sumar komu upp smámistök vegna afgreiðsiu á dekkjum. Af- greidd voru dýrari dekk, en skjöl- in gáfu til kynna og því greiddir lægri tolfar en með réttu hefði átt að gera. Þessi misskilningur var leiðréttur, þegar hann uppgötv- aðist og sagði Helgi að ekki væri ástæða tii að ætla annað, en þama hefði aðeins verið um línubrengl að ræða þeghr lesið var úr toll- skýrslum. — Talningin núna væri í engu sambandi við þetta mái. Bókmenntarannsókn á vegum Norræna sumarháskólans: Spurningalisti lagður fyrir bókakaupendur Ágúst F. Pefersen sýnir í Begasal Um þessar mundir stendur yfir málverkasýnlng Ágústs F. Peter- sens í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningunni lýkur 24. nóvember, en hún er onin frá kl. 2—10 daglega og hefur verið vel sótt til þessa. Ágúst Petersen hefur haldið margar sjálfstæðar sýningar, bæði I Reykjavik og Vestmannaeyjum. Einnig hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum hér og er- iendis. I Á næstunni munu sumir bóka- 1 kaupendur rekast á spurningalista, ! sem lagður hefur verið innan á I kápusíðu, þar sem beðið er um I ýmsar upplýsingar varðandi bóka- kaup og bókalestur. Þar er á ferð- inni könnun á vegum Norræna sumarháskólans á bókmenntalífi al mennings og er sú könnun gerö samtímis í þrem löndum, Sviþjóð, Finnlandi og svo hér á islandi, en slik könnun á bóklestri almennings hefur aldrei farið fram hér áður. G>- • v •• -y" ......v-v. • ••• "-s"- Agúst Petersen viö eitt verka sinna. Könnun þessi er gerð meö þeim hætti að valdar eru bækur af þrem- ' ur ólíkum gerðum og koma þær ' allar út nú i vetur. 1 I Auk hinna skriflegu spurninga r verður grennslazt um þær munn- j iega hjá íbúum á tveimur fjölbýlis- i svæðum hér á landi, þar sem rætt ; verður við hvem einstakan kaup- • anda og verður með því hægt að fá ýtarlegri svör við ýmsu, sem meiri umsvif þarf til þess að svara á prenti. Unniö verður úr þeim gögnum, sem berast, þegar bækurnar eru komnar ,út. Og verða einhverj- ar niðurstöður væntaniega kunnar á þessu ári. Könnun þessi á, ef vel tekst að geta gefið talsverðar upplýsingar um dreifingu bóka lestrarvenjur, bókaeign og bóka- smekk og margt fleira. Könnun þessi er aðeins upphaf að enn víðtækari könnunum á mennin.,^rlifi. Fyrir dyrum stendui' könnun á lestri tímarita, leikhús- lífi á Norðurlöndum og fleiru. Stjórnandi þessara bókmennta- rannsókna er Harald Sweden, dósent við félagsfræðideild Háskól- ans f Lundi. — Þorbjörn Brodda- son, sem er við framhaldsnám á sama stað sér um fra-mkvæmdina hér á landi. Við það nýtur hann fulltingis margra. einkum Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. — Einnig hefur verið leitað sarnþykk- is Rithöfundasamhandsins og B5k- salafélagsins. Rannsóknir þessar eru kostaðar með fjárstyrk frá Menningarsjóði Norðurlanda. Nýr banki og nýr gjaUmiBill • Enn einn bankinn er tek- inn til starfa í Rcykjavík — að vísu á ailnýstárlegan hátt. Þar er á feröinni „HEILBRIGÐIS- OG HAMINGJUBANKI IS- I,ANDS“, en ávísanir frá hon- um hljóða upp á 365 hamingju- sama daga ásamt innilegum jólaóskum. • Verðui nú fróölegt að sjá, hvort bankinn hefur „kapítal“ til að innleysa ávisanimar, og hvemlg menn kunna að meta hinn nýja gjaldmiöil, jólaósk- imar. Ávísanir þessar verða seldar í bókabúðum fyrir jólin. .,A\V.V.,.V.V,V,,,V,V.V.,.V.V.V.,.,.V.V.,.V.V.,.V.V.,.,.V Sjússarnir minnka innan skamms Eitt veitingahús þegar farið að afgreiða pmu-sjussana 9 Senn hvað Iíður verður far- ið að afgreiða „mini“-sjússana“ eða tárin á veitingastöðum. Það er að segja. bráðlega verður tek- in upp sá háttur að selja minni sjússa en áður. Þessir „mini- sjússar“ eða pínu-slurkar verða 3 dl í stað 4 dl áður. Konráð Guðn'.undsson, hótel- stjóri á Sögu, tjáði blaðinu, að reglugeröin um þessa nýju sjússa- stærð væri komin, en nú væri að- eins beðið eftir því, að löggilt mæiitæki kæmu frá Englandi. Þessi mælitæki áttu aö vera kom- in til landsins, en einhver mis- skilningur hefur oröið þess vald- andi, að menn geta enn fengið sína sjúpsa óskerta. Eitt veitingahús hér i Reykja- vík mun þó ekki hafa getað á sér setiö og byrjað að afgreiða pínu-sjússana fvrir siðustu helgi án þess að hafa fengið til þess lög- gilt mæiitæki. Ekki er þo vitað tii þess, að kúnnamir hafi kvartaö undan því, að þeim þættu veig- amar þunnar, enda eru víntegund- irnir jafngöróttar og fyrr, þótt soparnir minnki. Formannarúðstefna Sjálfstæðismanna 7. desember © Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins liefur ákveðið, að haldin verði for- mannaráðstefna flokksins í Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík láugardag inn 7. desember næstkomandi • Samkvæmt skipuiagsregluni flokksins skal haldin ráðstefna for- manna allra Sjálfstæðisfélaga og annarra flokkssamtaka þau ár, sem landsfundur flokksins er ekki hald- inn. Á formannaráöstefnum skal fyrst og fremst ræöa skipulags- og útbreiðsiumál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.