Vísir - 20.11.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 20. nóvember 1968.
5
■JTún heitir Ingibjörg Sigurðar-
dóttir og auk þess, sem hún
gefur okkur uppskrift að svína-
steik frá Ecuador á síðunni í
dag, segir hún stuttlega frá
þeim þrem heimslöndum, sem
hún hefur dvalið í og eru fjarri
föðurlandinu en þau eru: Vestur
Indíur, Japan og Ecuador.
— Ég kom frá Ecuador í
júM eftir að hafa búið þar í
tvö ár. Ég þoldi ekki þunna
ioftið vel, bamið ekki heldur.
Hér má skjóta því inn í, að
Ingibjörg er gift bandarískum
rafmagnsverkfræðingi og þau
eiga firran ára gamlan son.
— Við vitum aldrei hvert viö
förum næst, segir Ingibjörg, yf-
irleitt erum við tvö ár I hverju
'andi. í Japan vorum við f tvö
ár í Okinawa og vorum t. d.
svo heppin að vera þar við opn-
nn Olympfuleikanna. 1 Trinidad
f Vestur Indíum vorum við f
rúm 3 ár.
— Hvernig finnst þér að ferö-
ast svona um í fjarlægum heims
álfum?
— Það er skemmtilegt á marg
an hátt en getur verið dálftið
þreytandi. Þetta er allt í lagi
meðan bamið er ekki á skóla-
aldri annars hafa Bandaríkja-
menn góða skóla á þessum
stöðum. Þessi lönd eru afar
frumstæð og Ecuador er van-
þróað land en sérlega fallegt og
rfkt af náttúmauðæfum. Þar eru
stöðugar stjómarbyltingar og
frá þvi snemma á nftjándu öld
hefur 21 stjómarskrá verið
J. P. Guðjónsson, Skúlagofu 26, sími 1-17-40
Skartgripurinn, sem Ingibjörg ber, er tákn fyrir sólarguðinn
í Ecuador.
„Skemmtilegt að ferðast en get-
ur verið dálítið þreytandi '
— Talað v/ð Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem
er nýlega komin heim frá Ecuador og gefur
okkur uppskrift i dag
SOLUBÖRN ÓSKAST
Dogbioðið VÍSIR
sett. Fólkið þar er annað hvort
mjög rfkt eða mjög fátækt en
býr saman afar þægilega.
— Hvaða stöðu hafa konum-
ar í þjóðfélaginu?
— Þær eiga að giftast og
eignast böm og venjulega hafa
þær vinnukonur sem gera allt
fyrir þær. Venjuleg fjölskylda
með 3 böm hefur 3—4
vinnukonur og sér þá ein þeirra
um bömin, önnur annast elda-
mennsku hin þriðja þvær o. s:
frv.
— Þama er töluð spænska
er ekki mikið um spænsk áhrif?
— Merki eftir Spánverja eru
mikil en um 60% íbúanna þama
era Indíánar.
— Hvað um staðinn, sem þið
bjugguð á?
— Við vorum f Quito, höf-
uðborginni, sem er f tæpra 10
þús. feta hæð eða um 3 þús.
metra og er tuttugu kíló-
metra frá miðbaug. Strönd-
in er 450 kílómetra frá borg-
inni og að aka frá henni að
ströndinni er eins og að ferðast
um mörg lönd. í kringum borg-
ina er dásamlega fallegur fjalla-
hringur, fjöllin eru snævi-
þakin en við ströndina er maö-
ur kominn í hitabeltisloftslag,
þar vaxa pálma- og kókóstré.
Loftslagiö í Quito er eins og
á góðum sumardegi hér heima,
allt árið um kring, en á kvöldin
kólnar og er þá veður eins og
á haustdegi hér og þarf alltaf
að hita upp. í Ecuador er hægt
að fá ávexti allt árið um kring
og það er stærsta bananaút-
flutningsland heims. Allt er af-
ar frumstætt og t. d. getur
ennþá hver sem er farið út fyrir
borgina með skóflu og haka
og grafið eftir fornminjum. —
Éinnig er gullgröftur mikiö
stundaður og það eru margir
gullgrafarar þar. Gull og silfur
er þar mjög ódýrt.
— Og svo ætlar þú að segja
okkur nokkuð frá Vestur Indí-
útai.
— Þær eru algjört hitabeltis-
land. Við bjuggum í Trinidad
þar sem calypsóinn er upprunn-
inn. Þar er árlega haldin mikil
kjötkveöjuhátíð og á hana kem-
ur fólk hvaðanæva að úr heim-
inum, enda er hún heimsfræg.
Þar búa margir kynþættir sam-
an í sátt og samlyndi og þar
þekkist ekki kynþáttahatur. —
Hvítu íbúamir eru í minnsta
hluta aðeins 2% íbúanna.
— Svo ætlarðu að gefa okkur
uppskrift frá Ecuador.
— Það sem ég elda er eitt-
hvert alþjóðlegt sambland, en
þessi réttur var mikið hafður
í Ecuador og er t. d. tilvalinn
ef von er á gestum.
—SVÍNSLÆRI MEÐ
MARMELAÐI
Svínslæri, sem er ekki feitt,
er tekið og sett í álpappír í ofn
skúffu og þess er gætt aö hafa
álpappírinn ekki of nærri þvi
en þó þannig aö hitinn leiki sem
mest um steikina. Salt og pipár
hefur verið sett á svínslærið
og það smurt allt utan með
appelsínumarmelaði (má vera
frekar sætt). Þá er svínslærið
bakað í 11 klukkustundir,
hvorki meira né minna — 2—3
tímum áður en það er tilbúið
er hellt á það ferskjusafa og
dreypt á öðru hverju eftir
það. Hálftíma áður en steiking-
artímanum er náð er álpappír-
inn opnaður þannig að skorpan
brúnast og ferskjum raðað yfir.
Með þessu svínsiæri, sem er
allóvenj-'egt er gott að bera
fram brúnaðar kartöflur og
grænmeti.
ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SIMI 23955
Bíleigendur!
Bílstjórar!
i
Allt hækkeor
ég lækka
Nýtt verð á
stýrisvafningum
fólks-bíla, 200 kr.
vörubí’a, 250 kr.
Seljum líka efni,
kr. 100 á bíl.
Er á vinnustað <
í Hœðargarði 20
ERNZT ZIEBERT