Vísir - 20.11.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 20.11.1968, Blaðsíða 7
VISIR . Miðvikudagur 20. nóvember 1968. morgun útlöiíd í morgun "útlönd í'morgun útlönd í morgun 7 r 'útlönd Kauphallir í Evrópu lokaðar í dag ABalbankastjórar á skyndifundi i Basel og mikilvægar ákvarðanir liklega á döfinni • KauphaUirnar í París, Lond- on og Bonn eru lokaðar I dag, en bankastjórar aðalbank- anna koma saman á skyndifund í dag í Basel til viðræðna og ákvarðana um gjaldmiðilsmálin. í Bonn hefur verið endurtekið af opinberri hálfu, að gengi marksins verði ekk; hækkað, og í fuiltrúad. franska þjóðþingsins tilkynnti Cou- vé de Murville forsætisráðherra í £ær útgjaldalækkun á fjáriögu.n, sem nemur 2 miiljörðum franka. í framhaldsfréttum brezka út- varpsins um þetta segir að iokun kauphallarinnar í London hafi Sférbruni í Glasgow — Tuftugu munns brunnu inni f fyrradag kom upp eldur í vöruskemmu í Glasgow og breiddist hann hratt um hana alla. Þarna var áður whiskygeymsla og jámrimlar fyrir gluggum. Að minnsta kosti 20 manns biðu bana. Fjög- urra er saknað. Sjónarvottar segja, að þeir hafi séð 8 eða 9 stúlkur umvafðar reyk fyrir innan gluggana á annarri hæð. Notuðu þær stólfætur til þess að brjóta rúðurnar, en járnrimlamir hindr- uðu, að þær kæmust út, og svo læstu eldtungurnar sig um þær og skerandi vein þeirra kváðu við. Slökkviliðið gat ekkert aðhafzt til þess aö bjarga þeim er voru á efstu hæð. Fjórum var bjargaö. Komið í veg fyrir stórfellda tilraun til að smygla eiturlyfj- um til Danmerkur Samstarf milli israelskrar og danskrar l'ógreglu • Kaupmannahafnarblaðið Poli- tiken birti frétt um það í gær frá Jerúsalem, að vegna sam- starfs ísraelsku og dönsku lög- reglunnar, hafi tekizt að hindra smygl til Danmerkur á 24 kg af eiturlyfinu „hash“. Eituriyfið hafði veriö sett í nið- ursuðudósir, en samkvæmt álím- ingar-miðunum á dósunum voru plómur í þeim. Tveir menn „fyrir- tækisins“ hafa verið handteknir, annar í fsrael, hinn í Danmörku — og danskur leyniiögregiumaður hélt heim frá TéJ Avív með uppiýsingar, sem gætu leitt til, að fleiri yrðu handteknir. Það var árvökull tollgæzlumaður, sem kom upp um smygltilraunina. Hann veitti því sem sé athygli, að pakkinn með ,,plúmunum“ var ó- eðlilega þungur, og bað sendanda um skýringu, en hann lagði þá á flótta, en var fljótlega tekinn fast- ur. TJánari athugun leiddi í Ijós, að dósimar voru troðfullar af eiturlyf- inu — en ef það hefði verið selt f Danmörku mundu hafa fengizt fyr- ir það um 200.000 danskar krónur. Nánari rannsókn leiddi og í ljós, að sendandinn átti meira hash, heima, vél til að loka dósum og lög legt vegabréf til Danmerkur og dvaiarleyfi. Þegar svo var komið kom til kasta Interpol — alþjóðalögreglunn ar, sem þegar hóf samstarf í mál- inu við dönsku lögregluna, og fékk hún heimilisfang fsraelsmanns, sem búsettur er í Kaupmannahöfn og var hann handtekinn. í skeytinu er einnig sagt frá símahótun um að skjóta Harald Boas fyrrverandi yfirmann eitur- lyfjadeildar lögreglunnar í Khöfn. í NOREGI hafa að undanförnu verið fyrir rétti Marokkómaður og kona hans, dönsk en hann var ákærður fyrir að smygla 2 kg og 670 gr. af hashi inn í Noreg. Maðurinn sagði sér til varnar, að alþjóða eituriyfjasam- tök í Kaupmannahöfn hefðu hótað, að hann yrði myrtur, ef hann starf- aðí ekki fyrir þau. Þetta er mesta eiturlyfjamagn, sem norska eitur- lyfjalögreglan hefur komizt yfir. Pakkinn var í geymsluhólfi á aðal- járnbrautarstöðinni. Dómur yfir Marokkómanninum, sem er 28 ára, og konu hans, tvítugri, verður kveð- inn upp í dag (miðvikudag). Hinn 7. nóv. var þjóðverji nokkur dæmd- ur í tveggja ára fangelsi í Noregi fyrir að smygla 2,2 kg af hashi inn í landið. Eiturlyfja-smyglmálin, sem norska lögreglan hefur haft afskipti af, bendir tii að „þræöirnir liggi til Khafnar" I Kristianssand var hand tekinn bandarískur ríkisborgari, sem kom þangað með „fjölda mörg koffort“. Leynihólf var í einu og þar geymt hash, — 3 kg. Kofforta fjöldinn og að maðurinn var nær peningalaus leiddu grun að honum. Hann var með 20 krónur á sér. Bandaríkjamaður þessi hafði ferð- azt mikið um náiæg Austurlönd og Evrópulönd. Maðurinn var úr- skuröaður í 30 daga gæzluvarðhald, en saksóknari krafðist strangari dóms. Var þá felldur úrskurður um að hann skyldi fangelsaður til 17. desember. verið tekin með tilliti til hlið- stæðra ráðstafana í Bonn og París. í Bonn er almennur frfdagur i dag. Fundur aðalbankaMijóranna var boðaöur aö beiðni dr. Sohillers efnahagsmálaráðherra Vestur- Þýzkalands. Fjármálafréttaritari brezka út- varpsins segir, að vera megi, aö tilgangurinn meö fundinum sé að skapa ró á peningamörkuöunum meöan frekari ráðstafanir séu at- hugaðar og geti verið að lokunin sé undanfari einhverra mikilla á- kvarðana. Roy Jenkins fjármálaráðherra Bretlands fór flugleiðis í morgun til Bonn. Fjármálaráðherrar annarra yest- rænna landa, sem standa að sam- tökum aðalbankanna munu verða þar. Trudeau. Kunudu endur- skoður ufstöðunu til NAT0 og N0RAD Trudeau sætisráðherra Kan- ada sagði í gær, að kanadíska stjórnin hefði til athugunar þátt- töku sína í Norður Atlantshafs- bandalaginu og NORAD, eða á varnarsamstarfinu við Bandaríkin Norður-Ameríku til varnar. Trudeau lét í það skína að sátt málinfi um Norad yrði ef til vill ekki endurnýjaður, og hann kvaö stefnt að því að draga úr hernaðar útgjöldum og auka í þess stað út- gjöld við þurfandi þjóðir. Aðild Kínu uð S.Þ. felld ú Allsherjurþingi Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna hefur fellt tillögurnar um að ild kínverka alþýðulýðveldisins. — Móti voru 58 þ; -ðir, með 44, full- trúar 22 sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Verður Punugoulis néðuður? Brezki Verkalýðsflokkurinn hef- ur skorað á grísku herforingja- stjórnina, að náða Alexender Pana- goulis sem dæmdur var til lífláts fyrir nokkrum dögum. Áður hp'ði Páll páfi og margar ríkisstjórnir í álfunni hvatt til náð unar. Sjálfur kveðst Panagoulis reiðu búinn að deyja fyrir frelsi Grikk- lands, en verjandi hans hefur far- ið fram á, að málið verði tekið fyr ir á ný. • Gromiko - tanríkisráðherra Sov étríkjanna sagði í gær í Búda- pest, aö með því að stööva sprengju árásirnar á Norður-Víetnam væri fenginn grundvöllur til samkomu- lagsumleitana. Fréttaritarar segja, að svo sé litið á, að meö ummælum sínum hafi Gromiko boöið aðstoð til þess að þoka málum áfram. • Stewart utanríkisráðherra Bret- lands lýsti yfir í gær, í neðri málstofunni, að brezka stjómin hefðj á ný neitað, að stöðva vopna- sölu til sambandsstjórnar í Níg- eriu. Hann kvaö stjórnina ekki geta neitað að selja vopn til stjórnar í samveldislandi, sem ætti í höggi við uppreistarmenn. • Fulltrúar Bretlands og Banda- ríkjanna á vettvangi Samein- uðu þjóðanna hafa skorað á Isra- el að veita heimfararleyfi 250.000 Aröbum, sem bjuggu þar áður, og gæti þaö orðið til þess að greiöa fyrir friði, en fulltrúi ísraels neit- aði og sagði, að Arabar væru enn staðráönir í að koma sjálfstæði ísraels fyrir kattarnef. • Upplýsingamálaráðherra Suð- ur-Víetnamstjórnar stöðvaði í gær útkomu blaðsins Tia Sang, og hefir þar með verið stöðvuð út- koma 15 blaða i Saigon. • Þátttaka tékkneskra stúdenta í samtökum um að sækja ekki fyrirlestra er alger og stúdentarnir í Slóvakíu hafa lýst yfir einhug með þeim í stuðningi viö umbóta- stefnu Dubceks. Nefnd stúdenta hefir fariö á fund stjórnarvalda og gert grein fyrir s' ðunum sínum og áhyggj- um. Stúdentar hafa lofað að fara að lögum. Áhyggjur þeirra stafa af því, að þeir telja að verr horfi en fyrir miðstjórnarfundinn að um- bótatillögum Dubceks frá í janúar verði sinnt, en margendurtekið hef- ur verið af leiðtogum að ekki verði hvikað frá umbótastefnunni, sem þá var mörkuð. Stúdentar eru van- trúaðir á, að sú verði reyndin. • Dean Rusk flaug í fyrradag frá Spán; til Portúgal. Spánska stjórnin krefst að sögn efnahags- aðstoöar, " í nemur 1000 milljón- um dollara á ári, til þess að leyfa Bandaríkjunum aö hafa herstöðvar á Spáni. • Kennarar í New York hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hverfa aftur til vinnu. • Að minnsta kostj 20 manns brunnu inni í fyrradag í eldsvoða í \ Glasgow. • Slökkviliðsmenn í London neita um þessar muqdir að sinna ýmsum aukastörfum, svo sem viðhaldi og æfingum, vegna þesr aö ekki hefir verið sinnt kröfum þeirra um kauphækkun, sem nem- ur tveimur pundam á viku, en þeir segjast verða að vinna meira en þeim að réttu ber, vegna mannfæð- ar I liðinu. Slökkviliðsmenn sinna áfram slökkvistörfum. ,-S'-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.