Vísir - 23.11.1968, Síða 4

Vísir - 23.11.1968, Síða 4
Blómin meðhöndluð af fagmanni Opið öll kvöld og helgar. Ein nýjasta myndin af frú Onass- is. Hún er að koma heim frá því að viðra hestana fyrir systur sína, Lee Radziwill, prinsessu, á heim- ili systurinnar í Englandi. Fann upp .bensín', sem er 95% vatn en gerir sama gagn — Fær ekki að selja jbað ódýrt Verkfræðingurinn Tom Mun- son sagðist geta valdið byltingu í samgöngumálum, tæki ríkis- stjómin ekki upp á því að skatt- leggja vatn, Leyndarmál hans er hin svonefnda „Munson’s Mix- ture“, sem er venjulegt vatn að 95 hundraðshlutum, eitthvað af bensíngufu og efnið X. Þetta á að koma í staö bensíns á bifreið- ir og virtist mundu verða miklu ódýrara en bensínið. Venjulegur bfll getur gengið á tveimur pelum af þessari blöndu í um það bil 50 kílómetra. Það tók Tom Munson, sem er 58 ára, 23 ár að finna þá blöndu, sem dugði. Veröið virtist vera þriðjungur venjulegs bensínverðs. Við tilraunir komu ekki fram nein ar skemmdir á bílunum, þótt blandan væri notuð. Munson sótti um einkaleyfi á uppfinningu sinni. Fjármálaráðuneytið kemur til sögunnar. Adam var ekki lengi í Paradís. Sagt er, að „kerfið" hafi bugað Munson. Einn góðviðrisdag heim- sóttu fulltrúar. skattayfirvaldanna uppfinningamanninn og tjáðu hon um, að í lögum væru ákvæði þess efnis, að greiða yrði sama skatt af öllum efnum, sem notuð væru sem orkugjafi bifreiða. Gilti þá einu, hvort mikill hluti blönd- unnar væri vatn eða venjulegt bensín. Þetta þýddi, að ekki verð- ur unnt að selja vatnsblöndu Munson lægra verði en bensínið. Um helgina lýsti Tom Munson yfir þv£, að hann gæti ekki nýtt uppfinningu sína við þessi skii- yrði. Hygðist hann leita hófanna í Bandaríkjunum í þeirri von, að þar verði viðtökurnar eitthvað betri. Olíufélög í Bretlandi hafa lofað að kanna eiginleika blönd- unnar. Á meðan kvartar Munson um það, að í rauninni sé augljóst, að verið sé að skattleggja vatn og Munson hellir hinni dularfullu blöndu í geyminn — og bifreiðin gengur, eins og ekkert sé! Uppfinningamaðurinn Tom Munson. ekkert annað. „Næst munu þeir leggja skatt á loftið, sem við önd- um að okkur“, segir hann. 1,3 milljónir uppfinningamanna hafa einkaleyfi í London, margir þeirra hafa talið sig geta fram- leitt efnablöndur, sem komi í stað bensíns. Fyrir fáum árum taldi maður einn, að hann hefði unnið björn- inn með 1 -•£ að blanda rababara, grasi og þyrnum saman og sjóða í háþrýstiofni. Hnn gafst upp að lokum og sagðist óttast, að hann sprengdi í loft upp setustofu móð ur sinnar. Á tímum skömmtunar og bens ínskorts í Bretlandi í stríðslok blómstraði hagur uppfinninga- manna. Opinbert bensínverð var hátt. Síðar tóku stóru félögin að ná sér á strik. Sagt er, að fram- boö „Ieynilegra“ efna í samsetn- ingarnar hafi verið að minnka smám saman, unz uppfinninga- mennirnir lögðu árar í bát. Skiptar skoðanir í Banda- ríkjunum um giftingu Jackie — 35% rneb - 37% á móti - 34% hlutlausir Var það „í lagi“, að Jackie Kennedy giftist Aristoteles On- assis? 35 af hundraði bandarísku þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar, en litlu færri, eða 31 af hundraði, svaraöi spumingunni neitandi. Þá em 34 af hundraði óvissir. Skoðanakönnun þessi fór fram á vegum Lewis-Harris stofnunar- innar. Upplýst er, að hvítir menn mótmælendatrúar hafi minnst viö brúðkaupiö aö athuga. 64% þeirra töldu hana hafa breytt rétt. Hvít- ir menn kaþólskir voru harðari í afstöðunni: 31% meö og 40% á móti. Þessi skipting kemur ekki á ö- vart. Fjölmörg blöð í Bandaríkj unum hafa gagnrýnt ráðahaginn. Þá .,afa komið út háðrit pm þau hjónin. Smákver af því tagi rennur út eins og heitar lummur. Þar er Onassis meöal annars lát- inn bölsótast vegna ástleysis konu sinnar. Fyrir nokkmm mán uðum heföu svipuð ummæli á prenti valdið mótmælaöldu og reiði flestra Bandaríkjamanna. 1 Eytt eða sparað. Stundum hvarflar aS manni, að allt hial um erfiða tíma hljóti að vera ranghermi, því svo margt fer fram í þjóSlífinu, sem ekkert skylt á við samdrátt og kreppu. Sem dæmi má nefiia að Kaupmannasamtökin ætla að fá gatnaskreytingu frá Skot- landi fyrir jólin, svo að mið- borgin fái notið sín 1 skamm- deginu. Fyrst til er, þrátt fyrir allt, gjaldeyrir fyrir þessu, þá er það vlssulega ánægjulegt að f þetta skuli ráðizt, því óneitan- iega gerir skreytt og uppiýst miðborgin sitt til að fólk kemst fyrr í jólaskapið, sem ætti að vega upp á móti barlóminum og öllu krepputalinu. Það er heldur enginn kotungs bragur á þeim ásetningi að byggja Seðlabanka, sem hvorki meira né minna en tiu arkitekt- ar eru að vinna að teikningum að. Væntanlega þarf ekki hið 6- æskilega samdráttarástand að hafa þau áhrif á þessa væntan- legu byggingu æðsta fjármála- valdsins, að útllt hússins verði gert kotungslegt. Við veröum að sæta lagi og láta banka iíta menningarlega út framvegis sem hingað til. Ánægjulegt er að forráða- menn Seðlabankans skyldu lýsa þvi yfir að Hallargaröurinn skuli fá -ð standa óskertur. Æskilegast hefði þó verið að Frikirkjuvegur 11, sem á sér merka sögu og er glæsilegt hús, hefði einnig fengið að standa óskert, enda héldu flest- ir, að fjárfesting í nýjum banka væri ekki æskileg eins og sakir standa. Með nýrri stór- byggingu undir banka, gengi hið opinbera f jármálavald á und an í ótímabærri fjárfestingu á sama tíma og atvinnuvegimir eiga í meiri erfiðleikum, en nokkru sinni áður Ekki er ó- líklegt ef almenningur yröi spurður álits með skoðanakönn- un, að þá mundi fólk telia þessa undirbúningsvinnu arkitektanna mega bíða um sinn. Skattar em marg-umræddir og ekki sem vinsælastir, þó þeir séu auðvitað nauðsynlegir. Eru nálega allir þættir þjóðlifsins skattlagðir á einhvern hátt og sumir þættir eru margsinnis skattlagðir í ýmsum myndum. Þö duga skattatekjurnar ekki til aö svara nauðsynlegum gjöld um. Hvernig væri að skatt- ieggja fjárfestingu bankanna t sérstaklega og nota féð til ? styrktar atvinnuvegunum, sem ) nest berjast í bökkum hverju | sinni? 4 Nokkrir tugir tonna af jóla- j trjám munu verða flutt inn fyr- i ir þessi jól, sem og að undan- ^ förnu, svo að ekki munum við 1 þurfa að kreppa að okkur að i því leytinu. Enn erum við ekki j orðin þvílík skógræktarþjóð að j við getum framleitt okkar eig- i in jólatré, og mun enn nokkuð t langt í land með að við séum 7 sjálfum okkur nóg að því leyti. 1 Fjölskyldur munu vera um 40 ^ þúsund í landinu, og má þvi 1 ætla, að jólatrésþörfin sé að jj minnsta kosti eitt tré á fjöl- 1 skyldu að jafnaði. Væri æski- i legt að við gætum orðiö sjálf- 4 um okkur nóg að þessu leyti og / sparað okkur þau útgjöld gagn J vart öðrum þjóðum. \ Þrándur I Götu. S

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.