Vísir - 23.11.1968, Page 9

Vísir - 23.11.1968, Page 9
V IS IR . Laugardágur 23. nóveiriber 1968. HANN „SEL- UR“ LANDIÐ ■ Á 23. hæð í einum skýjakljúfanna á Man- hattaneyju situr hann og hugsar, — hugsar og hugsar til að ísland geti selt meira. Ein hugmynd gæti orðið til þess að fátækum gjaldeyrissjóði okkar bærust fleiri doll- arar en ella. Maðurinn er Ameríkani og heitir George McGrath og hjá fyrirtæki hans útbúa menn auglýsinga„plön“ fyrir mörg fyrirtæki, þ. á m. Loftleiðir. I dag, þegar við höfum sól- undað öllum þeim gjaldeyri, sem við áttum og einhverju meira til, heyrist oft: Við verð- um að selja meira á erlendan markað. En hvemig? Enginn þorir að „hengja bjölluna á köttinn" fremur en fyrri dag- inn. Á stórum markaði er það aug- lýsingin sem gildir. Fyrirtækið, sem enginn kannast við selur lít- ið sem ekkert. í Ameríku gilda allt önnur sjónarmið, þegar framleiðendur bjóða neytendun- um vörur sína. Til að vekja at- hyglj á sér, þarf að finna eitt- hvað NÝTT, eitthvað sem yfir- gnæfir hávaðann frá öðrum sölumönnum. Á skrifstofunni sinni er George McGrath oft að glíma við verkefni fyrir Loftleiðir, sem verja stórkostlegum fjár- munum til auglýsinga, og fá þá peninga til baka með vöxtum og vaxtavöxtum. Oft hefur hon- um hugkvæmzt ýmislegt, sem var öðru betra til að afla fleiri og fleiri farþega til félagsins. í eitt skiptið fékk hann hug- mynd um svokallaðar „Shoe- string tours“, en nafnið vakti mikla athygli og einnig það til- boð, sem í þessum „skóreima- feröum“ var innifalið. Fyrir nokkru hitti undirritaö- ur George og konu hans í Reykjavík. Nokkrum árum áður hafði George sýnt mér þá vel- vild að fara með mig og nokkra fleiri blaöamenn um ritstjórn New York Times, en þar var hann öllum hnútum kunnugur. Ameríkumaðurinn tók mér af þeirrj einstöku velvild og hlýju, sem einkennir oft viðmót landa hans. Hann kvaöst hafa skoðað sig ! Síðan er sprautað með venjulegum sprautunartækjum. George McGrath á skemmtigöngu við höfnina. um á íslandi þótt áliðið væri og væru þau hjónin nú á leið til Evrópu. „Þetta er einstakt land“, sagöi kona hans, „mér finnst fólk hér svo hlýlegt, og ég hef ekki séð þaö fyrr annars staðar að fólk skipti sér af útlending- um, sem því virðist að séu villt- ir og ein.nana í borginni. Mér finnst þetta dásamlegt. Annars er landið svipað mið-vestur- fylkjunum okkar, grænt en trjálaust, fallegt land“. George segir að til að fá út- lendinga þurfi sölumennskan að koma inn í dæmið. Ameríkön- um þykir það t.d. stórfurðulegt aö geta gengiö á skyrtunni um götur bæjar í 90 mílna fjar- lægð frá heimskautsbaugnum. Annars séu Bandaríkjamenn alltaf í leit að nýjum stöðum. „Maður sem hefur farið 10 sinnum til Evrópu, þarf á einhverri tilbreytni að halda", sagði hann. „Hins vegar er ís- land dýrt fyrir ferðamenn, sem dvelja einhvern tíma að ráði“, sagðj hann, en síðan er ein gengisfelling dunin yfir, erlend- um ferðamönnum mjög til hag- ræðis, því nú fær Bandaríkja- maður t.d. 880 krónur fyrir 10 dala seöilinn sinn, en í október í fyrra fékk hann 430 krónur. Enginn vafi er því að hann hefur hagnazt þrátt fyrir tals- verðar verðhækkanir. En til að Island fái ferðafólk þarf að auglýsa og nota öll brögð til að kynna almenningi á hinum stóra markaði hvað hér er hægt að fá, aö sjá og gera. Mikið hefur verið gert í þessu, t.d. af Loftleiðum, sem fá mikið af „stop-over“ far- þegum hingað. Við verðum að leggja áherzlu á spamaðinn á ferðalögum, flugi og hótelkostnaði. Með þessu móti hefur tekizt að örva mjög ferðamannastrauminn hingað og eflaust hafa ferða- mennirnir fært milljónir dala í gjaldeyrissjóði landsins." McGrath kvaðst vera þeirrar skoðunar að í tilefni af 25 ára afmæli lýðveldis fslands mætti gera mikið auglýsingaefni og fréttaefni fyrir blöð í Bandaríkj- unum. Mætti nota þetta merka ár í sögu okkar til að efla enn ferðamannastfauminn. og væri það mál nú undirbúiö. George kvaðst nú hafa starf- að svo lengi fyrir íslenzkan að- ila eöa frá 1954, að hann liti á sig sem hálfgildings íslend- ing. Loftleiöir hafa í mínum augum verið nokkurs konar komabarn, en þaö hefur stækk- að ört og ég held ég verði að segja að þaö hafi þrifizt vel og sé hraust og efnilegt. — j — Starfsmaður hjá bílasprautuninni Stirni býr 1. bflinn undir Vinyl TVF-lakk. Eftir þvott er allur gljái slípaður af þakinu, en síðan er borið á bindiefni, og vilji menn randir, eru plast- ræmur límdar á. NÝJUNG í BÍLALAKKI — Gefur leöuráferö á þakið, eins og á sportbí! glaumgosans Bfliinn er minnst 20 mínútur að þorna og lítur þá svona út. Um áratuga skeið hef- ur bílalakk ekki tekið neinum áberandi breyt- ingum í áferð. Litaaf- brigðum hefur kannski fjölgað, nýjar efnasam- setningar komið til, en áferðin sjálf hefur verið ósköp áþekk. Sama slétta glanshúðin. Það var ekki nema að vonum, að bílaeigendur vestan hafs tækju vel Vinyl TVF-lakkinu, þeg ar Du Point kynnti það á markaðnum fyrir hálfu öðru ari. í dag er um það bil 1/3 allra fólksbíla í USA með Vinyl TVF- lakkhúðun á þakinu. Að fenginni þessari eins og hálfs árs reynslu leggur Du Point áherzlu á að stækka mark aöinn og flytja lakkið i meiri mæli út. Þaö em ekki nema nokkrir dagar, síðan fyrsti bíll- inn var sprautaður hér innan- lands með Vinyl TVF. (Ljósm. VISIS var þá viðstaddur og tók meðfylgjandi myndir við þaö tækifæri.) Du Point-framleiðendurnir fengu hugmyndina að lakki sínu, þegar þeir sáu, hve vinsælt það var oröið meðal bíleigenda, að hafa leðurlíkisáferð á þökum bíla sinna. Auövitað var það að fyrirmynd hinna efnaðri, sem gátu klætt þök bíla sinna með leðri. Þeir efnaminni áttu þó eðlilega erfitt um vik við að Iíkja eftir hinum í þessu efni. Vinyl TVF-lakk gefur einmitt slíka leöuráferð, en þó glans- andi. Það er að segja: Áferðin er hrjúf, og með brögðum eins og þeim aö líma þunnar plastræmur undir, fást randir í áferðina, svo einna líkast er því, að þak- ið sé klætt randsaumuðu leðri. Til þess að halda kostnaðinum niðri hefur Du Point gætt þess í framleiðslu Vinyl TVF, að vinn- an við aö sprauta því á bíla, yrði sízt dýrari en við að sprauta venjulegu lakki. Hin venjulegu spraututæki bílaþjónustufyrir tækjanna duga og tiltölulega auðvelt er aö fást við aö sprauta lakkinu á, ögn meira lag máski, sem bílvirkjar eru fljótir að kom ast uppá. Lakkið þornar á þak- inu á 20 mínútum. Vinyl TVF-lakk er 'sett í þrem- ur litum, svörtum, drapplitum og hvítum. Einn góður kostur við þetta lakk er sá, að, leiðist mönnum litui í, þá er fáanlegt sérstakt, þunnt efni, sem úða má yfir hina eldri áferö, og fæst þá litur, sem mönnum fellur betur. Bílaeigendur í Bandaríkjun- um hafa einnig komið auga á fleiri möguleika við notkun Vinyl TVF. Margir hafa ekki að- eins sprautað þök bíla sinna með því, heldur einnig glugga- lista,' hurðir að innan, mælaborð og fleira. Sérstakur hreinsilög- ur er notaður til þess að fægja þak, sem sprautað hefur verið Vinyl TVF, en það er ekki bón- að.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.