Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 9
Ylí> IR . Miðvikudagur 4. desember 1968. Það er rétt, bókbandið hef- ur verið upp undir helmingur af framleiðsiukostnaði bókar- innar. Þetta er svolítið erfitt viðureignar. Fólk hefur ekki viljað annað en bundnar bæk- ur. — En víst mættu að minnsta kosti þessar léttmet- isbókmenntir bindast í ódýr- ara band. Allar vélar, sem framleidd- ar eru fyrir sjálfvirkt bók- band eru bara miklu afkasta- meiri, eða sem sagt gerðar fyrir miklu stærri upplög af bókum, en hér tíðkast. - Það er mjög skemmtilegt að sjá þessar fuilkomnu nýtízku vélar á sýningum úti. - En við getum ekki notfært okkur þessa tækni. — Auðvitað væri mest skynsemi í því að koma upp einu bókbandi fyrir allt landið. Þannig yrði betta orðið nokkuð stórt í sniðum. — En erum við ekki svo mikl ir einstaklingshyggjumenn íslendingar? glaðamaður Vísis leit inn á. skrifstofu Baldurs Eyþórs- sonar í prentsmiðjunni Odda vestur við Bræðraborgarstíg núna á dögunum, til þess að sjá hvaö bókagerö liði núna á þess- um mesta annatíma bókagerðar manna. Nýjung, sem reynd hefur ver- ið á fáeinum bókum í Odda eða dótturfyrirtseki prentsmiðjunn- ar, Sveinabókbandinu, hefur valýí talsverða athygli, ódýrt band, en sterklegt. — Þegar kostnaðurinn við Baldur Eyþórsson á skrifs.ofu sinni í Prentsmiðjunni Odda. klukkan sjö að jafnaði. — Sið- an tekur við dautt tímabil upp úr áramótunum. Útlitið er þvi ekkert sérlega glæsil*gt hjá okkur. Það er mestur ókostur við bókaútgáfuna hjá okkur, hvað það vilf alltaf dragast langt fram á haustiö, að ganga frá verk- efnunum. — Það er kannski verið að ákveða útgáfuna síð- ustu mánuðina fyrir jól. Þann- ig hefur öll vinna við bókagerð- ina í prentsmiðjum og bókbandi komið niður á þennan stutta tíma á haustin. — Það er raunar svo að sjá að útgefendur séu famir að átta sig betur á þessu og skipuleggja útgáfuna árið fyrir fram. — Að minnsta kosti virðist mér sem vinnan í prent- smiöjunni hafi komið jafnar nið ur á árið en oftast áður. J^fiðri í setjarasal og prent- smiðjusal heyrist glamur í vélum. Svartlistarmenn eru að ganga frá síðustu síðum síðustu bókanna fyrir þessi jól. — Og innan úr bókbandssal Sveina- bókbandsins heyrast raddir og vinnukliður 10 stúlkna, sem vinna þar við frágang bókanna. — Þó að fullkomið sjálfvirkt bókband þekkist ekki hér á iandi, eru þó notaðar vélar af ýmsum gerðum við bókafram- leiðsluna, svo aö handavinnan er mikið til horfin úr þessari iðngrein. Bókbindararnir, sem lærðu sitt fag fyrir nokkrum árum geyma nú þá kunnáttu og nota einungis sem „hobby“ — Sjálft bókbandið felst í því að stjóma vélum, saumavélum, blaðskurðarvélum, pressum, skurðarhnífum, svonefndum þrískerum, sem er nýtt tæki og I — Spjallað við Baldur Eyþórsson. prentsmiðjustjóra um bókagerð / ár bókagerð er orðinn svona mik- ill, verður að finna nýjar leiðir, sagði Baldur. Við byrjuðum eiginlega á þessari nýjung í bók- bandi nú í haust. Fyrsta bókin, sem kom út í þessu bandi var „Fólkið á ströndinni", sem AB gaf út. — Þessi svokallaöa heft- ing er miklu ódýrari og kostar minna umstang en venjulegt bókband, þar sem bækurnar eru spjaldaðar og svo framvegis. Við erum líka að fá tæki núna Síðunum rennt í gegn í prent- smiðjunni. til þess að losna við bandið sjálft. Kjölurinn á örkunum verður þá bara límborinn. Þann- ig verður sennilega hægt að gefa út allt svona óvaranlegra lestrarefni mun ódýrar. J^n hvað um nýjungar í svart- listinni. Helduröu' að setj- aravélar, eins og tfðkast í flest- um prentsmiðjum hér á landi eigi kannski stutt eftir? — Ég held að setjaravélin eigi langt eftir hér á landi, þó að þetta kunni að breytast næstu árin. — Ofset-prentun- in ryður sér alltaf meira og meira til rúms. — Þettá breytist fyrr ytra býst ég við, þar sem þetta er allt svo miklu stærra í sniðum. Ofsetprentunin gæti til dæm- is hafið innreið sína á dagblöð- in fljótlega. Það gætu öll blöðin slegið sér saman um eina vél. Þetta eru svo hraðvirkar vélar að þær ættu að geta afkastað öllum blöðunum með glans. — Hafið þið hugsað ykkur að breyta Odda í ofsetprentsmiðju? — Ja, Við vorum nú að kaupa nýja setjaravél í fyrra. En ég hef trú á því að við kaupum ekki fleiri. Hún er aö vísu af- kastameiri og stærri en hinar. Þetta breyUa kerfi hlýtur að koma yfir okkur fyrr eða seinna. IJafið þið haldið fullu starfs- J'JL liði í haust? — Já, hér vinna 60 manns. Vinnan er hins vegar miklu minni hjá þessu fólki en í fyrra og undanfarin ár. Venjulega hefur verið unnið í öllum prent- smiöjum til klukkan ellefu á kvöldin úr því kominn var mið- ur september og fram að jólum. — Nú hefur hins vegar brugðið sv'o við, að á þessum mesta anna tíma í prentsmiðjum og bók- bandi er ekki unnið nema til einkar hentugt. Það sker bókina á þrjá vegu í einu þannig, aö ekki þarf nema eitt handtak til þess að skera hverja bók. — Eigi aö síður er margt „nuddið" í kringum bókina, einkum ef hún á að fara í vandað band. Það þarf að homskella hana, spjalda' hana, klæða hana í skinn og síðast í sellófan. — Þá er hún loksins tilbúin á mark- aðinn, þennan dæmalausa ís- lenzka bókamarkað, sem stendur hálfan mánuð eða svo. Á þeim tíma er keypt annað elns af bók- um og alla aðra daga ársins. Setjari viö vél sína. Arkirnar brotnar. Ása Guðmundsdóttir Wright og Seðla- bankinn gefa gjafir Bókin er bundin og síöan fer hún í gegnum langan „prós- es“. Þessi vél hefur það hlut- verk aö snyrta bókina, þegar búið er að binda hana inn. Frú Ása Guðmundsdóttir Wright, sem nú býr á Trinidad í V-Indíum ætlar ekki að gera það endasleppt við ísl. menn- ingu og vísindi, en hún hefur oft sýnt ættjörð sinni velvild og ræktarsemi með gjöfum t.d. með gjöf góöra gripa til Þjóð- minjasafnsins. I afmælishófi Vís indafélags fslands fyrir helgi, var tilkynnt að hún hefði stofn að sjóö að upphæð 20 þús. dala, sem tkal vera í vörzlu Vísinda félagsins. Auk þess hefur hún stofnaö annan sjóð jafnháan viö Þjóðminjasafn íslands og hefur hún því gefið samtals 40 þús. dali til eflingar íslenzkra vís- inda og mennta. Þetta jafngildir um 3,5 milljónum íslenzkra króna. í hófinu lýsti dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri þvl yfir . að bankastjórar Seðlabankans hefðu ákveðið að gefa Vísinda- félaginu hálfa milljón króna sem einkum skal varið til út- gáfustarfsemi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.