Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 2
tmmjm mhrnmí mmi Jólin rugla KSl-menn ekkert í ríminu! Þriðji æfingaleikur landsliðsins á annan / jólum ■ EINVALDURINN, Hafsteinn Guðmundsson, sagði blaðamönnum í gær frá vali sínu á 22 leikmönnum, sem ætlunin er að reyna með landsliðinu á æfingum í vetur. Áætlun um æfingar hefur verið gerð og í kvöld verða leikmenn kallaðir saman til fyrsta fundarins, en sannarlega verður þar um sögulegan atburð að ræða, fyrstu raunhæfu tiiraunina til að skapa landslið íslands í knattspyrnu. Á fundinum sem stjóm KSÍ boð- aði til sagði Hafsteinn að fyrsti leik urinn yrði n.k. sunnudag í Kefla- vík og hæfist kl. 14. Þar leikur heimaliðið á malarvellinum við landsliðið, sem verður þannig skip- að: 1. Þorbergur Atlason, Fram , 2. Jóhannes Atlason, Fram 3. Þorsteinn Friðþjófsson, Val 4. Marteinn Geirsson, Fram 5. Ellert Schram, KR 6. Ársæll Kjartansson KR 7. Reynir Jónsson, Val 9. Þórófur Beck, KR 9. Hermann Gunnarsson, Val 10. Eyleifur Hafsteinsson KR 11. Ásgeir Elíasson, Fram. Varamenn: Sigurður Dagsson, Val , Björn Árnason KR Rúnar Hjálmarsson, Fram Halldór Björnsson, KR Hreinn Elliðason, Fram Annar Jeikurinn verður í Reykja- 'vík 15 des., einnig á sunnudegi, Hafsteinn Guðmundsson, einvaldurinn, skýrir frá landsliðsvali sínu. Hafsteinn er lengst íil háegri, {^„s^ns0^ lT^Jólin'hafa'ekki'rugla^ð þá kemur Albert Guðmundsson og Jón Magnússon, en þeir Sveinn Zoéga og Ragnar Lárusson sitja. Kg{________________menn í ríminu, það verður leikið laugardaginn fyrir jól, 21. desember við KR, líklega á Vals- velli eða Framvelli. Á 2. í jólum verður einnig leikið, — en íþróttir þennan mjög svo helga dag hafa til þessa þótt hreinasta goðgá. Þá veröur leikið við Unglingalandsliðið 20 ára og yngri. Eftir áramót em m.a. Valur og Akranes keppnautar landsliðsins. Einnig hefur verið rætt viö Vest- mannaeyinga og Akureyringa um leiki en ekkert afráðið vegna ferða kostnaðarins. Hafsteinn kvað leikmenn utan af landi hafa orðið útundan til þessa vegna erfiðleika á ferðaiögum, það mundi t.d. kosta leikmann frá Akur eyri heila helgi að vera með hverju Er „þriggja mánaða fríið" nú úr sögunni í knattspyrnu? ■ ÞRIGGJA mánaða fríið í knattspyrnunni er e. t. v. liðið undir lok. Ekki er útilokað að þar sé líka að finna þá mein- semd, serp grafið hefur um sig í íslenzkri knatt- spyrnu. Þetta frí knattspyrnumanna hefur yfirleitt staöið frá október fram í miðjan janúar ár hvert. Raunar hefur losnað mjög um æfingar víða þegar f ágústlok fram í október, og æfingar oft ekki farið í gang svo nokkru næmi fyrr en í febrúar—marz. Knattspyrna er ákaflega erf- ið íþrótt og ákaflega vandlærð. það er ekki ástæða til að rekja það hvað góður knattspyrnu- maður þarf aö hafa til að bera, það 'er margtuggið atriði. Hins- vegar hlýtur öllum að vera jóst að enginn nær árangri í þessari íþrótt með því að leika og æfa 5 — 6 mánuöi á ári, en „gutla“ e.t.v. 3 til 4 mánuði. Þaö sem hér þarf aö gerast, og gerist e.t.v. nú meö lofs- verðu framtaki Alberts Guð- mundssonar og félaga hans í stjóm KSÍ, er það aö knatt- spyrnutimabilið verður fram- lengt. Þá er komið aó þvi sorglega viö knattspyrnutímabilið okkar. Frá miðjum ágúst er vart hægt að stunda þessa íþrótt nema um helgar vegna ljósleysis. Flóðlýs ingarvandamáliö er nú til athug unar, — einmitt þessi þáttur á eftir að leika stórt hlutverk, það verður að nýta haustkvöldin fögru til að leika knattspymu. Flóðljósin munu gera leikinn skemmtilegri fyrir áhorfendur sem leikmenn, og e.t.v. færa meiri peninga í kassann. —jbp- sinni, en fullur áhugj væri fyrir leikmönnum Akureyringa og Vest- manneyinga og raunar á öllum góð um knattspymumönnum og vak- andi auga haft á öllum góðum efn- um, hvar sem þau kypnu að fyrir- finnast. Þá má geta þess að þrír góðir leikmenn eru erlendis um þessar mundir. Elmar Geirsson er við nám í Þýzkalandi, Anton Bjamason nemur við íþróttaskóla í Boston í USA, og Guðni Jónsson úr Keflavík er hjá Arsenal i London en kemur um jólaleytið aftur heim. Með hon- um er annar Keflvíkingur Ástráður Gunnarsson. Valdir til landsliðs- æfinganna Eftirfarandi 22 leikmenn hafa verið valdir tll landsllðsæfinga: KR Guðmundur Pétursson Ársæll Kjartansson Ellert Schram Eyleifur Hafsteinsson Þórólfur Beck Halldór Bjömsson Bjöm Ámason i FRAM ;< Þorbergur Atlason Jóhannes Atlason Helgi Númason Hreinn Elliðason : Ásgeir Eíasson Marteinn Geirsson i Jón Pétursson Rúnar Vilhjálmsson 5 VALUR . Sigurður Dagsson | Þorsteinn Friðþjófsson \ Hermann Gunnarsson ■ Reynir Jónsson j ÍBK • Guðni Kjartansson : Sigurður Albertsson I ÍA ; Matthías Hallgrímsson. Innanhússæfingar í golfi eru hafnar Opið til kl. 10 á hverju kvöldi Allar vörur okkar eru enn á gamla verðinu Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sínar árlegu æfingar innanhúss f kvöld kl, 6.50 í iþróttasalnum und ir stúku Laugardalsvalarins. Æf- ingar verða tvisvar í viku frá 6.50 til 9.50 á miðvikudögum og föstu- dögum. Æfingar verða opnar öllum, hvort sem þeir eru meðlimir GR eða ekki. Það eina sem með þar á æf- ingunum eru 25 krónur og striga- skór, kúlur og kylfur sér klúbbur- inn um ef menn vija. Kennarar verða þeir Einar Guönason og Kári Elíasson. AUGLÝSID í VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.