Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 1
I 58. átg. - Miðvikudagur 4. desember 1968. - 275. tbl, Minni togbátarnir Breytingar hjá Landhelgisgæzlunni: ALBERT LAGT. EN ÞÓR GERÐUR UT UM ÁRAMÓT Landhelgisgæzlan mun á næsta ári taka við rekstri Ár- vakurs, en varðskipinu Albert verður lagt. Af þessu Ieiðir, að um ýmsar stöðubreytingar verð- ur að ræða hjá áhafnarmeð- limum bessara tveggja skipa. Engum hefur verið sagt upp starfi, að því er Pétur Sigurðs- son forstjóri Landhelgisgæzl- unnar tjáði blaðinu í viðtali i morgun, en aftur á móti munu a. m. k. tveir menn úr áhöfn Alberts ekki kæra sig um að fara á önnur skip, og hætta þess vegna starfi. Varðskipið Þór mun ekki verða gert út fyrr en um ára- mót, meðal annars vegna þess að nú eru 7 af stýrimönnum Landhelgisgæzlunnar á sérstöku námskeiði, þannig að beir geta ekki sinnt öðrum störfum. hætta sér ekki út j Tiiboði Brunabótafélagsins í endurtryggingar Rvlkur tekið Minni trollbátarnir hætta sér nú varla á sjó, þar sem Land- helgisgæzlan hefur hert á eftir- litinu á veiðisvæði þeirra, en margir þessara báta geta ekki sótt á dýpið og hafa haldið sig við landheigislínuna á veiðum sínum og sti ndum innan henn- ar, eins og komið hefur í ljós, begar varðskipin hafa verið send eftir þeim. Veiðin hefur verið næsta lítil hjá þessum bátum seinustu dagana. — Reykjavíkurbátarnir hafa stundum ekki landað lema 100 til 400 kg af smáýsu eftir róðurinn. Skárra hefur verið hjá stærrj tog bátunum. em sækja lengra. Sædís landaði 9 tonnum í Reykjavík í gær og Drífa 7 tonnum. Einnig landaði hér Sæborg 6 tonnum, en hún var að koma úr söluferð, tók ís og olíu á Hornafirði á heimleið innj og fékk þetta á leiöinni þaðan. Heildartryggingarupphæð fasteigna i Reykjavik 34,2 milljarðar króna Samþykkt var í borgarráði að taka tilboði Brunabótafélags ís lands í endurtryggingar Húsa- trygginga Reykjavíkur, en eins m slys í STRAUmm ðryggisbeltÍB ekki notuð J Annað dauðaslysið á skömmum tima — Rætt við óryggismálastjóra ■ 34 ára gamall Þjóð- verji Alfred Schmithe, beið bana í Straumsvík í gærdag, þegar hann hrapaði úr 11 m hæð nið- ur á steingólf. Hann lézt í slysavarðstofunni skömmu eftir að hann komst þangað undir læknishendur. • Er þetta annað dauðaslysið á sjö dögum, sem verður í Straumsvik við byggingu Ál- verksmiðjunnar, en 27. nóv. fórst þar Svisslendingur, Max Stamm, sem hafði veriö að vinna í mikilli bæð, en hrapaði niður á steingólf. Þjóðverjinn var að vinna uppi á bita í 11 m hæð frá gólfinu og var hann að koma fyrir hitastokk, sem átti að liggja frá gólfi steypuskálans og upp í loft, í blásara þar. Enginn sá, hvernig óhappið vildj til. Schm- ithe var einn við verk sitt, en athygli þeirra, sem næstir stóðu var bundin við annað. Urðu menn einskis varir, fyrr en þeir sáu hann í fallinu. Alfred Schmithe var ekki með öryggisbelti við verk sitt, eftir því sem rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði hefur komizt næst. Fyrir stuttu slasaðist starfs maður í Straumsvík, þegar hann hrapaði úr 4 m hæð, vegna þess að planki. sem hann hafði stig ið út á, lét undan og brotnaði. Maðurinn hefur verið frá vinnu síðan. Síðari hluta sumars slasaðist maður, sem var að vinna í mik- illi hæð, en missti jafnvægið og hrapaði, Hann kom niður stand- andi og hælbrotnaði á báðum fótum. Ýmis óhöpp hafa hent starfs1 menn, sem unnið hafa við fram kvæmdirnar suður í Straums- vík, eins og hætt er við að vilji til, þar sem margir vinna og stórframkvæmdir eru á ferðinni, en þessi tíðu slys manna, sem fallið hafa úr mikilli hæð, hafa slegið nokkrum óhug á fólk. Blaðamaður Vísis átti stutt samtal við Þórð Runólfsson, ör- yggismálastjóra hjá Öryggiseft- irliti ríkisins, í morgun og innti hann eftir því, hvort það væri fullvíst, að alls öryggis væri gætt við störf manna suöur í Straumsvík. „Við fengum fregnir af þessu síðasta slysi í gærkvöldi og það fara menn frá okkur, strax og birtir, til þess að kanna, hvort það hafi orðið af vanrækslu á öryggisbúnaði", sagði Þóröur í morgun. „Hálfsmánaðarlega hefur eft irlitsmaður farið þangað á vinnu staöina, litið eftir því, að örygg- issjónarmiða værj gætt, gert kröfur um úrbætur þar sem þeirra hefur verið þörf og geng ið eftir því, að þeim væri fram- fyigt. Við höfum fyrirskipað, aö nota öryggisbelti við þessa vinnu, sem unnin er í mikilli hæð, þar sem öryggisbeltum yrði við komið.“ „En hvað þá, þegar ekki hef ur verið hægt að koma öryggis- beltum við?“ „Þá séu gerðar aðrar ráðstaf- anir, sem hægt er að gera mið- að við aöstæður". „En hvernig stendur á því, að það verða svona tíð óhöpp þarna með þessum svipaða hætti, aö menn hrapa úr mikilli hæð?“ „Við höfum ekki kynnt okk- ur, hvemig þetta gerðist í gær, en þegar Svisslendingurinn fórst, var hann ekki meö örygg- isbelti. — Þetta stafar annað hvort af því, að mönnunum er ekki til reiöu öryggisbúnaður, eða verkstjórnin gengur ekki nægilega ríkt eftir því, aö menn irnir noti hann. Komi í ljós, að slysið í gær stafi af einhverri slíkri vanrækslu, geta verk- stjórnendur átt yfir höföi sér að verða látnir sæta ábyrgö fyrir. Viö höfum brýnt fyrir þeim, hvaða ábyrgð hvílir á þeim og við munum brýna það enn frekar", sagði Þórður. og kunnugt er voru endurtrygg- ingarnar boðnar út. Tilboð Bmna bótafélagsins var talið hagkvæm ast hvað snertir öryggi trygging anna og iðgjald. Heimilaði borg arráð því að samiö yrði við fé- lagið um endurtryggingarnar. Nýlega var samþykkt í borg arráði að hækka brunabótamat fasteigna í Reykjavík um 16% frá 1. janúar nk. Heildartrygg- ingarupphæð fasteigna í Reykja vík mun hækka við það upp í 34,2 milljarða króna að því er ■ áætlað er. Letnd$lið!i? — nei, lógreglan • • LandslHSið byrjað útiæfingar • í knattspyrnu! Eða ... ? • Það fyrsta, sem blaðamanni JVísis kom til hugar, begar hann •í blíðviðrinu í fyrradag gekk Jfram á nokkra pilta vestur á jSeltjarnarnesi, þar sem þeir #léku knattspyrnu af miklu kappi Jvar bað, að nú væri landslið • byrjað útiæfingar. • Við nánari athugun kom ann- Jað i Ijós. Piltar bessir voru úr • framhaldsdeild lögregluskólans Jog sú tilviljun, að beir voru Jað sparka knetti á milli sín, • átti ekkert skylt við knatt- Jspyrnuæfingar, heldur var þetta • bara liður líkamsþjálfuninni • Þetta er annað árið, sem lög- Jregluskólinn starfar í tveim • deildum, framhaldsdeild og byrj Jendadeild, en skólaárið hófst í • okt. s.l. Kennslumisserið stend- • ur yfir í þrjá og hálfan til fjóra Jmánuði í framhaldsdeild og sex • til sjö vikur í byrjendadeild. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.