Vísir - 04.12.1968, Blaðsíða 5
V í S IR . Miðvikudagur 4. desember 1968.
5
YT’ið lendum oft i vandræðum,
þegar við spyrjum okkur
sjálfax þessarar spurningar. Við
val á jólagjöfum verður fyrst
og fremst að taka tillit til þess,
að gjöfin veki ánægju, komi að
gagni eða gamni og svo eiga
þær í flestum tilfellum að koma
ekki of fast við peningapyngj-
una.
Núna undanfarið höfum við
talað um erlendu kvennablöðin
þar sem hægt er að finna hug-
myndir að ótal gjöfum, sem
hægt er að búa til sjálfar eða
kaupa. Hér á eftir veljum við
úr nokkrar uppástungur og eru
það einnig gjafir, sem má
kaupa, því ekki hafa allar tíma
til að búa til gjafimar sjálfar
Skreytingin og uppsetningin
gerir það að verkum, að gjafim-
ar eru skemmtilegar um leið og
þær eru ódýrar margar hverjar.
Stórar og litlar pappírsserví-
ettur í mörgum litum fyrir öll
tækifæri og árstíðir, efst á
bunkanum eru plastservíettu-
hringir, sem eru bundnir sam-
an. Góð gjöf handa húsmóður-
inni, sem ekki er vön að velja
liti sjálf.
Epli, appelsínur og gylltar
jóltréskúlur eða silfurlitar gera
einfalt tertufat á fæti að skraut
legri gjöf.
Handklæði í nokkrum stærð-
um en með sama munstri en
kannski tveim til þrem litum
Breitt silkiband utan um og
slaufa.
Innkaupanet í skemmtilegum
lit
pokar, ásamt kaffidósum. Börn-
in geta búið til hæfílegar um-
búðir úr marglitum pappír utan
um filterpokana.
Álpappfr er enn þá lúxus i
eldhúsunum víða, en er alltaf
meir og meir notaður Handa
húsmóðurinni, sem vill reyna
ýmislegt, nokkrar rúllur af ál-
pappír, mataruppskriftir þar
sem pappírinn er notaður og
notkunarreglur.
Vantar ekki alltaf skemmti-
legan umbúöapappír, þegar til
hans þarf að grípa? Hægt er að
gefa góðar birgðir af umbúða-
eða gjafapappír, auðvitað fall-
ega pakkað inn.
Stækkunarspegill, sem notað-
ur er þegar farðinn er lagður á.
Áskriftir að tímaritum t d.
Húsfreyjunni, fyrir árið. Áskrift
ir að leikhúsum handa þeim,
sem annars myndu ekki fara.
Eiga þau lítinn son eða dótt-
ur? Þá er tilvalið að fara með
myndavélina í heimsókn og
taka á eina til tvær filmur,
velja úr beztu myndirnar og
láta stækka þær, líma svo á
spjald og innramma í gler, sem
fest er saman með málmklemm
um.
Fyrir hann má velja hand-
kiæði f fallegum lit, sápu og
svamp
Stimplar eru vinsælir. Því
ekki að fá einn útbúinn með
nafni og heimilisfangi, bæta við
stimpilpúða og nokkrum um-
slögum og skemmtileg jólagjöf
er tilbúin.
Handa barninu stimpill með
nafninu í stórum stöfum og heil
mikið af pappír til að stimpla á.
Handa þeim, sem þykir Mart-
iniblanda góð og sem viðbót við
13. síða.
KiuV dEir"XEEKassrr:3ars.- -maam
Bótagreiöslur almartna-
trygginganna í Reykjavik
Bótagreiðslur hefjast í desember sem hér segir:
EHilífeyrir fimmtudaginn 5. desember.
Aðrar bætur, þó ekki fjölskyldubætur, mánu-
daginn 9. desember.
Fjölskyldubætur greiðast þannig:
Miðvikudaginn 11. desember hefjast greiðslur
með 3 börnum og fleiri í fjölskyldu.
Laugardaginn 14. desember hefjast greiðslur
með 1 og 2 bömum í fjölskyldu, (þann dag opið
til kl. 5).
Sérstök athygli skal vakin á því, að á mánudög-
um er afgreiðslan opin til kl. 4 síðdegis og auk
þess verða greiddar allar tegundir bóta til kl. 5
síðdegis laugardaginn 14. desember.
Bótagreiðslum ársins lýkur á hádegi á aðfanga-
dag jóla og hefjast ekki aftur fyrr en áVenju-
legum greiðslutíma bóta í janúar.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Laugavegi 114.
Bækurnar
fáiö jb/ð hjá okkur
Bækur, pappírsvörur, skólavörur.
Bókabúðin Hlíðar, Miklubraut 68
homi Miklubrautar og Lönguhlíðar. Sími 22700.
I
Úrvaliö er hjá okkur
Bækur — gjafa- og jólavörur, alls konar.
Bókabúðin Álfheimum 6.
Sími 37318.
v
ENGINE TUNE UP
Vélargangs -
hreinsir
Hreinsar og gerir vélarganginn
hljóðlátan, og kemur í veg fyrir
að ventlar, undirlyftur og bullu-
hringir festist- Kemur í veg fyrir
vélarsora. Minnkar viðnám- Eykur
afl- Er sett saman við olíuna.
'Hnö qu'
tices and
y.tvy v.»weí
picveiús ^
1 leduces'1*
FÆST A ÖLLUM HELSTU
BENSÍNSTÖÐVUM
ANDRI -H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 23955
ssKastassss:-