Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 1
58. árg. — Laugardagur 7. desember 1968. — 278. tbl. Verðmerkingar lagðarj niður hjá ÁTVR □ Síðan um síðustu áfengis hækkun hefur orðið vart við, l að fólk kvartaði undan því, j að eitthvað skorti á f sam- j bandi við verðmerkingar á j áfengisflöskum. Til dæmis 1 eru hinar innlendu tegundir I f áfengisverzlunum seldar án i verðmiða. I Sumir hafa viljað vekja at- < hygli á þvi, að í reglugerð einni í er gert ráð fyrir, að áfengi sé j| ekki selt hér á landi án þess j að útsöluverð sé tilgreint. Jón Kjartansson, forstjóri í Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins upplýsti góðfúslega, að í gildandi reglugerð um þetta efni segði svo í 1. málsgrein 3. greinar reglugerðarinnar: Alit það áfengi, sem Áfengis- í verzlunin lætur af hendi, skal | merkt með innsigli hennar. Á f hverri flösku skal tilgreint út- j söluverð. Þó er ráðuneytinu j heimilt að veita undanþágu frá í verðmerkingu, ef ástæða þykir f til. Áfengi, sem selt er veitinga- \ húsum, skal ennfremur sérstak- j lega auðkennt með merki á j hverri flösku.“ Þannig hljóðar sem sagt þessi j grein reglugerðarinnar, og enn- s fremur lætur hún í Ijósi, að : heimil er sú fyrirætlun, sem í j bígerð er hjá Áfengisverzlun- J inni, en hún er sú, að fækka að í nokkru því starfsfólki sem til j þessa hefur haft vinnu af því i »->- 10. síða. { VISIR Nýjar kosningar, verBi rekstrar- grundvöllur ekki tryggiur — segir Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra 0 Það mun verða nauð- synlegt að efna til nýrra alþingiskosninga ef þau lagafrumvörp, sem rík- isstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi um örugg- ari rekstrargrundvöll ís- lenzks sjávarútvegs, bera ekki þann árangur að tryggja sem mesta at- vinnu, sagði Eggert G. Þorsteinsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, und- ir lok aðalfundar Lands- sambands ísl. útvegs- manna i gær. Takist þetta ekki, verður að láta reyna á þaö, hvort fyrir hendi er með þjóðinni þing- ræðislegur meirihluti fyrir þeirri stefnu, sem haldið hefur verið, eða nýrri stefnu, sem ekki liggur ljós fyrir. Um þessi atriöi munu næstu vikur og mánuðir skera úr, bætti hann viö. Ráðherrann rakti í langri og ítarlegri ræðu þróun sjávarút- vegsmála á árinu og þær ráö- stafanir, sem gerðar hafa veriö og fyrirhugaðar eru sjávarút- veginum til handa. — Bráöa- birgðaathugun sýnir, að við megum teljast heppnir, ef heild araflinn nær 600 þúsund lestum á öllu þessu ári sagði hann. Til same.oburðar má geta þess, að ársafiinn á sl. ári var 895 þús lestir og afli ársins ’66 1240 þús. lestir. Ráðherrann sagði að varla þyrfti að rekja sorgarsögu sumar- og haustsíld veiðanna austanlands. Hana þekkja allir. I lok nóvember sl. var síldaraflinn aðeins um 115 þús. lestir, en í lok nóv. 1966 var síldaraflinn 720 þús. Iestir. M-+ 10. síða. Mývatnsorka Á dögunum varð mikil sprenging nálægt kísilgúrverksmiðjunnj við Mývatn, ömældur kraftur brauzt upp á yfirborðiö, sennilega frá borholu þar skammt frá. Þessi ágæta mynd var tekin nú í vik- unni þar nyrðra og sýnir vel af- stööuna til verksmiðjunnar frá þessum nýja hver. Fiskimálcsráð hefur starfsemi □ Fiskimálar:'mun verða kvatt til síns fyrsta fundar á - 'tu vik- um og verður þá k" fram- kvæmdastjórn þess. Sjávarút- vegsmálaráðherra gerði grein fyrir ráðinu á aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna á Hótel Sögu i gær. Lög um ráðið hafa verið sam- 10. síða. Selur gosdrykkja- j CátU ekki staðið, þegar vélar óuppteknar Jiamagangurinn varmestur „Eins og floti þrýstiloftsflugvéla flygi yfir", segir bóndinn i Krýsuvik Það er ekki á hverjum degi, að nýtt sett af gosdrykkjavélum er auglýst til sölu. Það gerði þó Aage Schiöth fyrrverandi lyfsali á Siglufirði fyrir skömmu. Blaðið náði tali af honum og spurðist fyr- ir um það hvers vegna gosdrykkja- vélarnar hefðu verið boðnar til sölu. — Þetta eru nýjar vélar og hafa aldrei verið settar í gang og eru ennbá f kössum. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki ennþá leyst þær út er sú, að innflutningstollarnir hafa hækkað :vo mikið. að þeir verða núna 514 þúsund krónur. Ég vil selja vélarnar á kostnaðarverði sem er ein milljón og eitt hundrað þúsund. Það var meiningin að setja gosdrykkjaverksmiöju upp hér á Siglufirði, en það hlóðust það mikl- ir erfiðleikar i kringum það, að það varð mér um megn. — Árið 1936 stofnaði ég fyrstu gosdrykkjaverksmiðjuna hér, síðan t flutti ég þá verksmiðju inn á Ak- / ureyri og hún er þessi Sanaverk- J smiðja, sem svo mikið er talað um. « Langt er þó síðan ég hætti öllum l afskiptum og tengslum við þá verk- / smiðju. 1 Ástæðan fyrir því að ég taldi « gosdrykkjaverksmiðju á Siglufiröi i vera tímabæra er sú, að flutnings- / kostnaður á öli og gosdrykkjum i landshornanna á milli er orðinn það \ óskaplegur, að' ég taldi það hag- i kvæmt eftir því sem aðstæður / leyfa, að framleiða gosdrykkina á 7 hverjum stað. Þessar vélar afkasta i 1500 flöskum á klst. og ætti það i a. m. k. að nægja fyrir einn lands- / fjórðung. 7 Að lokum sagði Aage Schiöth, l að þrjú ár væru síðan gosdrykkja- 1 vélarnar hefðu verið keyptar og / 10. sföa. - íbúar Krýsuvíkur urðu ó- þyrmilega varir við jarð- skjálftann í fyrradag, enda er bærinn á bví svæði, sem upptök iarðskiálftans eru tal in vera. Blaðið talaði við Guð mund Ásgeir Sölvason. sem hefur Krvsuvík á leigu ásamt tengdaföður sínum, og sagði hann frá viðbrögðum sínum við jarðskjálftanum á þessa leið: — Ekki voru aörir í bænum en ég og piltur, sem er hjá mér. Haraldur Þorgilsson. Ég lá í rúm inu en Haraldur var inni hjá mér og stóð úti á gólfi. Hann varð var við það að tíkin á bænum ældi á gólfið og svo komu þessar voðalegu þrumur eins og heill floti af þrýstilofts- flugvélum flygi hér yfir og i kjölfar hávaðans kom jarð- skjálftakippurinn með þessum voðalegu látum. Haraldur datt á gólfið eins og kippt væri und- an honum fótunum. það iék allt á reiðiskjálfi. Við urðum laf- hræddir og hlupum út. Frysti- kistan, sem er 520 lítra var full af mat, hún fór svona hálfan metra úr sta> auk þess duttu niður nokkrar myndir, vasar og dót. Pilturinn hjá mér sá gos á hverasvæöinu hjá Fellstúni, og fórum við þangaö. Þar var samt engin merki um jarðskjálftann að sjá. Þegar við komum heim aftur kl. 11.3Ö, kom aftur snarp ur kippur. Við stóðum í þann mund undir húsveggnum og hlup um frá. Engu líkara var en allt væri fullt af mönnum hér inni að skella hurðum, auk þess slokknaði á ljósavélinni og komu smásprungur í vegg. Þá sagði Guðmundur frá því, að í allan fyrradag og fyrra- kvöld fram á nótt hefði fundizt fyrir snörpum en stuttum kipp um. Hefði sér ekki orðiö svefn- samt fyrr en undir morgun. 1 gær fundust smáhræringar um hádegisbilið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.