Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardag«r 7. desember 1968. ftWV.V, Konurnar voru eftirtektarsamir áhorfendur og gleymdu önnun um í bili, Litlu jól" húsmæðranna T itlu jól“ húsmæðranna leyf- ?? J ir Myndsjáin sér að kalla jólafund Húsmæðrafélags Reykjavíkur, sem haldinn var s.l. miðvikudagskvöld að Hótel Sögu. Þar ríkti jólastemmning, kon- urnar urðu ungar í annað sinn, þær sem farnar eru að reskjast, og þær ungu enn yngri. Hús- mæðurnar slöppuðu af og gleymdu jólaönnunum, sem framundan eru. Þær höfðu sitt jólatré í miðjum sal og „Heims um ból“ var sungið tvisvar sinnum. Séra Árelíus Níelsson flutti jóla- og húsmæðraspjall eftir að form. félagsins frú Jón- ína Guðmundsdóttir hafði flutt ávarp, konur úr Húsmæðrafé- laginu ásamt nokkrum ungum stúlkum sýndu tízkuna, Ringel- berg í Rósinni sýndi skreytingar bæði jóla og gjafa. Til sýnis voru skrautleg veizluborð með smurðu brauði, síldarréttum og tertum, kvartett söng jólalög og svo var happdrætti um marga fallega hluti. Það má segja að dagskráin hafi veriö valin bæði til upp- lyftingar og fræðslu húsmóður- inn; enda nutu þær hennar af heilum hug. Og húsmæður eiga það ekki til í sér að vera of siðabundnar. Þær skenktu hver annarri kaffið við boröin og þegar líða tók á var geng- ið á milli borða og rabbað við kunningjana. U <•■■■••> : Ringelberg í Rósinni meö lurk, sem hann hefur skreytt jólaskreytingu. MYNDSJA Glæsilegt smurbrauðsborð og sfldarrétta, sem útbúið var af Brauðborg Kjólar frá Elsu, sem konurnar sýndu. Hér eru þær í kvöldkjólunum. Frá vinstri Dóra, Hrönn, Valdís, Kristín, Emilía, Nfna og Margrét. Kynnir var Brynja Benediktsdóttir. Sumar hinna eldri voru ú peysufötum og svo var ein ung á upphlut. Unga fólkid veit ÁLAFOSS GÓLFTEPPf L er rétta undirstaðan ALAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 Raftækjabúðin auglýsir Segulbandstæki, strokjárn, grillofnar, brauð- ristar, hárþurrkur, nuddtæki, ódýrir og góðir lampar, vasaljós frá kr. 53.00. Allt á gamla verðinu, opið til kl. 10 í kvöid. Raftækjabúðin, Snorrabraut 22, á horni Snorrabr. og Hverfisgötu. Raftækjabúðin auglýsir Jólaseríur úti og inni, jólatré, jólaskraut. Raftækjabúðin, Snorrabraut 22, á horni Snorrabr. og Hverfisgötu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.