Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 9
•V>J
V1SIR . Laugardagur 7. desember 1968.
IJtgáfan skipulögð langt fram í tlmann
'Tjað er 1 nógu að snúast hjá
Gunnari Einarssyni í Leiftri
eins og fieirum í stétt útgef-
enda og prentsmiðjustjóra
þessa daga. Hann stendur yfir
prentvél og bíður þess að bóka-
skrá útgáfunnar sé rennt í
gegn.
— Hjá hverjum er ekki erfitt
núna? segir hann, þegar við
spyrjum hann í næöi uppi í
skrifstofunni, hvernig honum
lítist á afdrif útgáfunnar í ár.
— Það lítur ekkert illa út með
sölu, að því er mér viröist. Og
það er vegna þess að bækur eru
það eina, sem heldur sama verði
og undangengin tvö ár. Við
þessir útgefendur reynum með
því að halda verðinu niðri, að
halda í við erlent lestrarefni,
sem hefur ekki orðið fyrir neinni
verðröskun vegna gengisfell-
inganna.
Svo er það líka athugunar-
vert, að fólk hérna í Reykjavík.
og nágrenni, sem er nú aðal-
sölusvæði okkar, það er farið
að venjast sjónvarpinu og hallar
sér að bókinni, eins og áður.
Því við finnum það, að minnsta
kosti þeir fullorönu, að meö
henni njótum við mestrar á-
nægju — og næðis.
— Nú skilst mér að þú slakir
síður en svo á í útgáfunni.
— Það má mikið vera, ef
ég gef ekki út svipaða bókatölu
næsta ár og núna. Það þýðir
ekki að gefast upp þótt móti
blási. Lítið dugir að skríða
segir Gunnar i Leiftri, sem gefur út 30 bækur i ár
i afí sntiast hiá u
Gunnar Einarsson í Leiftri.
segir Sig. O. B/örnsson hjá BOB á Akureyri
Vfið hringdum í Sigurð O.
Björnsson hjá Bókaforlagi
Odds Björnssonar á Akureyri,
langstærstu bókaútgáfu þar
nyrðra og einu elzta starfandi
bókaforlagi hér á landi.
— Viö gefum heldur minna út
en í fyrra, tíu bækur, sagði
hann. Ekki var það nú kannski
beint vegna þess að við álitum
bókamarkaðinn svo ótryggan.
— Þó er það sjálfsagt víst, aö
minna verður keypt af bókum
í ár. Það eru takmörk fyrir því,
hvað fólk getur leyft sér að
kaupa.
— En bækur hafa hreint ekk-
ert hækkað?
— Nei, það er satt þær eru
tiltölulega ódýrar miðað við það
sem var. Útgáfurnar hafa ekki
séð sér fært að hækka verðið.
— Reynið þið ekki að miða
ykkar útgáfu nokkuð við Norð-
urlandið. Gefið mikið út eftir
norðlenzka höfunda?
— Ekki er það neitt frekar.
■ Við erum jú að vísu núna
með Eyfirðingabók og Vestur-
íslenzkar æviskrár eftir séra
Benjamín Kristjánsson, annars
eru höfundar okkar alls staðar
að og efnið ekkert bundið við
Norðurland, sérstaklega. Við
„uppgötvum“ ekki neina nýja
höfunda hér á Akureyri. Ekki
minnsta kosti á þessu ári.
— Þið hljótið að hafa svolítiö
aðra aðstöðu með dreifingu á
ykkar bökum en útgefendur
hér syf>a.
— Við dreifum miklu af
okkar Sókum í gegnum tíma-
ritið „Heima er bezt“, gefum
árlega út bókalista með tíma-
ritinu og fólk getur svo pantað
eftir honum. — Tímaritið er
talsvert útbreitt og kemur lík-
lega á þrjú af hverjum fjórum
sveitaheimilum í landinu þann-
ig, að þetta er mjög' þægilegt
fyrir þá, sem ekki komast dag-
lega í bókaverzlanir, að geta
þannig látið senda sér bækurn-
ar.
Ég hef oröið var við það ein-
mitt í þessu sambandi, að fólk
hefur pantað eldri bækurnar
miklu meira en áður, bækur,
sem yfirleitt ekki seljast í
bókabúðum. — Það vill fá ó-
dýrari bækur sem sagt, því þær
eru það þessar eldri útgáfur
bóka, ef eitthvert upplag er
annars til af þeim,
— Velur sveitafólk öðruvisi
bækur en bæjarfólk, eða reynið
þið að stíla ykkar bækur fyrir
sveitina?
— Nei. það held ég ekki.
Fólk er ekkert öðruvísi í sveit-
inni og við höfum ekki hugsað
svo mikið um það að vera með
efni, sem sérstaklega væri
sniðið fyrir sveitina.
Við höfum gefið út verk eins
og til dæmis Búfjárfræði, sem
kom út fyrir nokkrum árum,
umfangsmikið og dýrt verk.
Við höfðum þá þann hátt á að
safna áskrifendum að bókinni,
enda hefði ekki verið hægt að
gefa hana út öðruvísi en að
tryggja kaupendur að henni.
-- Eruð þið með einhver
stócvirkí á döfinni?
undir stein og bíða eftir að
hríðinni sloti. Það er bara eins
aö pissa í skólinn sinn,
skammgóður vermir, eins og
þar stendur.
En það verður að segja hverja
sögu eins og hún er. Útgáfu-
starfsemi hér á landi er happ-
drætti. Og það hafa fáir fitnað
á þeirri starfsemi. En ég vona
samt ,að hægt veröi að halda í
horfinu, ef þetta fer ekki allt
á annan endann,
— Ertu meö einhver meiri-
háttar rit i útgáfunni í ár?
— Ég er ekkert að grobba
af neinni menningarstarfsemi.
Ég verð að láta öðrum það eftir.
En ég verð að segja að ég er
lítið hrifinn af mörgu því, sem
látið hefur veriö á þrykk út
ganga seinustu árin. Þar á
meðal mörgu því, sem menning-
arpostularnir hafa hvað mest
dásamað. — En ef ég ætti að
geta þess helzta, sem út kemur
hjá mér, þá mætti nefna rit-
saín Einars Kvaran. Fyrstu tvo
bindin eru þegar komin ’-U .h'
svo er ég meö dálítiö nýstár-
lega bók. sem heitir „Garöai
og Náttfari“ eftir Jón í Yzta-
felli. Hann setur þar fram nýjar
hugmyndir um landnám ís-
Iands. — Ég gæti trúaS að sú
bók ætti eftir að vekja umtal
og jafnvel deilur. Svo er það
bókin um Jónmund gamla Hall-
dórsson. — Ég gætj raunar
trúaö að það hefði mátt segja
ýmislegt fleira um karlinn.
Bók er ég með, sem heitir
„Að heiman og heim“ um
Friðgeir Berg, sem lengi var
blaðamaður á Akureyrj og vann
ýmis merkileg verk. — Litla
ljóðabók máttu til með að geta
um eftir Kristján Jóhannsson
kennara úr Svarfaðardal, „Ljóö
m-y 10. síða
Fólk velur sér eldri út-
gáfur bóka—og ódýrari
— Ég býst við, að við höldum
áfram meö Eyfirðingaþætti, ef
þessi bók gengur vei. Það eru
ýmsir þættir sem allir eru á
emhvem hátt tengdir Eyfirð-
ingum.
Svo er verið að vinna aö
miklu riti, sem kemur út næsta
vor. Það er „Ættbók og saga
hestsins" sem Gunnar Bjarna-
son á Hvanneyrj tekur saman.
Það verður taisvert viðamikið
verk með mörgum myndum og
við höfum hugsaö okkur að
safna áskrifendum að því.
— Skipuleggið þiö útgáfur
langt fram í tímann? Nú hefur
þaö viljað verða svo að öll verk-
efni i prentsmiðjum hrúgast
upp seinustu mánuöina fyrir jól.
— Við reynum að skipuleggja
þetta, já, minnsta kosti ár fram
í tímann. En það er nú svo, að
flestar bækurnar koma úr fyrir
jólin, einfaldlega vegna þess,
að bækur seljast sáralítið á
öðrum tíma. Annars viröist
manni, sem verkefnin hafi
dreifzt meira á allt árið í seinni
tíð.
— Er ekki snöggtum minna
að gera í prentverki en áður?
— Þessi bókaútgáfa okkar
er nú svona hálfgerð atvinnu-
bótavinna fyrir prentverkið. ef
svo mætti segja. Þetta er í nán-
um tengslum. En því er ekki að
neita að vinna hefur minnkað
mikið hjá prentsmiöjum, sér-
staklega miðað við það sem ver-
ið hefur fyrir jólin endranær.
— Og að lokum — ekki annað
en það, að fólk geri sér grein
fyrir því að bókin er eftir sem
áður vænlegasta og bezta gjöf-
in, sem bað getur fengið.
□ Nýjai bækur fylla nú sem óöast hillur bókabúðanna.
Bækur, nýkomnar úr prentsmiðjunni, ilmandi af prentsvertu.
Þeir, sem ,ið bókaútgáfu fást, standa með uppbrettar ermar
á kafi í önnum og vinna langan dag. Mill þess aö þeir standa
í stappi um prentun og bókband, útkomu og dreifingu bók-
anna, leitar sú spurning í hvort þessar bækur muni nokkuð
seljast í ár. Það er ótryggt. Fólk veröur skiljanlega spart á
jólagjafir. Það er nú einu sinni svo, að mikill hluti þeirra
bóka, sem keyptur er, fer f jólapappír til eigendanna. Þannig
er fæstum fyllilega sjálfrátt um bókaeign sína. Það er kannski
þess vegna að útgefendur freistast til þess að gefa út fburðar-
miklar gjafabækur „bókina handa henni“, „bókina hans“,
„tilvaldar bækur til jólagjafa", valið verður handahófskennt,
þar sem hver þarf aö velja tíu bækur handa vinum og frænd-
um og þá ræður kannski útlitið miklu, oft að minnsta kosti.
□ Eigi að síður sinna flestir bókaútgefendur æruveröugri
útgáfum inn á milli, sem oft á -íðum éta upp gróðann á
metsölubókunum. Nú er þaö áhyggja útgefenda, að þessi
grundvöllur hrynji um þessi jól. Sumir draga saman seglin.
Aðrir óttast, að þetta ríði þeim að fullu. En flestir klóra
í bakkann og skella skollaeyrum við áieitnum spurningum
um ótryggan markað og litla kaupgetu til jólagjafa.
□ Vísir spjallar i dag stuttlega við tvo gamalreynda út-
gefendur, sem hafa um áraraðir staðið fyrir öflugum útgáfu-
fyrirtækjum, til þess ao heyra í þeim hijóðið.
Sigurður O. Björnsson hjá BOB.