Vísir - 07.12.1968, Blaðsíða 8
gtt>
VÍSIR
Útgefancli: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
f lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
„Hundska"
ÍJöfundur Austra-pistlanna í Þjóðviljanum var í
fyrradag að reyna að snúa út úr orðum Jónasar Har-
alz í þættinum. „Setið fyrir svörum“ á þriðjudags-
kvöldið. Segir Austri að Jónas og hagfræðiprófessor-
inn sem líka kom fram í þættinum, hafi báðir talið það
„þjóðarböl að óvenjulega mikið síldarmagn hefði bor-
izt á land í nokkur ár og að útflutningsverð hefði ver-
ið óeðlilega hátt á sama tíma“. Telur Austri, að niður-
staða hagfræðinganna hafi verið sú, að efnahags-
örðugleikarnir væru „síldinni að kenna, en hvorki ráð-
herrum né sérfræðingum“.
Þeir sem sáu og heyrðu þáttinn hljóta að vera sam-
mála um, að hér er um lúalegan útúrsnúning að ræða.
Líklega er þetta „hundskan“ í blaðamennsku, sem
þessi maður lofsöng svo mjög fyrir nokkrum árum
og virðist vilja tileinka sér af fremsta megni.
Það er einkenni á skrifum þessa manns, að hann
virðist aldrei geta farið rétt með nokkurt mál. Hann
er kunnur að því að gera mönnum upp hugsanir og
orð, sem þeir hafa aldrei talað. Við slíka menn er
ógerningur að rökræða, og raunar eru þeir ekki svara
verðir, þótt stundum verði ekki komizt hjá að vekja
athygli á innræti þeirra.
Engum hefur dottið í hug að halda því fram, að
efnahagsörðugleikarnir væru „síldinni að kenna“.
Hinu verður ekki neitað, að við höfum fyrr og síðar
treyst um of á síldina, þegar vel hefur veiðzt og hætt
til að gleyma því, að hún er viðsjál og getur brugðizt
fyrr en varir. Það hefði þótt ótrúleg spá fyrir aldar-
fjórðungi, að Siglufjörður ætti eftir að verða svo til
síldarlaus bær ár eftir ár. Við höfum reist síldarverk-
smiðjur hér og þar — allt of margar — í þeirri von,
að síldin mundi koma. Ýmsir hafa haldið því fram,
að þar hefði átt að sýna meiri gætni og íhaldssemi. Það
er auðvelt að vera vitur eftir á, og ætli sú ríkisstjórn
hefði ekki fengið orð í eyra frá sumum, sem lagzt
hefði gegn eða neitað stuðningi við slíkar fram-
kvæmdir í dreifbýlinu?
Efnahagsörðugleikarnir eru hvorki síldinni, sér-
fræðingunum né ráðherrunum að kenna. Að svo miklu
leyti sem þeir eru okkur ekki með öllu óviðráðanlegir,
þá eru þeir þjóðinni allri að kenna. Hún hefur látið
sér síldarhappdrættið vel lynda, spilað i því með
mikilli áfergju þegar vel hefur gengið, en ekki reynzt
að sama skapi fús til að taka áföllunum þegar þau
komu. Núverandi ríkisstjórn hefur öllum stjórnum
fremur sýnt viðleitni til að renna nýjum stoðum undir
atvinnuvegina, til þess að sveiflurnar í sjávarútveg-
inum sem alltaf má búast við, yrðu ekki eins örlaga-
ríkar og reynslan hefur sannað, þegar til hins verra
hefur brugðið. En hvemig hefur stjórnarandstaðan
bmgðizt við þeirri-viðleitni? Með algeru ábyrgðarleysi
og „hundsku".
'.„.fesaaB
V í S IR . Laugardagur 7. desember 1968.
/
Listir-Bækur-MenningarmáT
Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni:
Afmælishátíð
aö voru þétt setnar raðimar
í samkomusal Háskólans
sl. fimmtudagskvöld. Hvert sæti
var skipað og mörgum auka-
stólum hafði verið komið fyr-
ir.
Tónleikar þessir voru afmæl-
istónleikar, til að heiðra dr. Pál
ísólfsson, en eins og kunnugt
er varð hann 75 ára f október.
Ég ætla ekki að skrifa um dr.
Pál og það brautryðjendastarf,
sem hann hefur unnið fyrir ís-
íslenzkt tónlistarlíf. Það hafa
pennafærari menn gert betur
en ég get. Hér nægir sú einfalda
setning, aö þróun íslenzks tón-
listarlífs væri óhugsandi, ef ís-
lenzka þjóöin hefði ekki fengið
að njóta starfsorku hans.
Verkin á tónleikaskránni
voru öll eftir dr. Pál. Tónskáld
ið sjálft segir lítillátlega, að
hann hafi bara samið tónverk
af því aö þörf var á. Ég vil
leyfa mér aö segja, að þetta
sé „understatement" sanns lista
manns.
Yngsta verkið var hátíðar-
marsinn frá 1961, tækifærisverk
i fyllsta skilningi, helgað 50
ára afmæli Háskóla íslands og
vígslu Háskólabíós. Það vildi
ég, að dr. Páli endist þrek og
starfsorka til að semja nýjan
mars við það hátíðlega tæki-
færi, þegar við loks fáum að
njóta tónlistar í húsi, sem gæti
kallazt tónleikasalur. Þá væri
vissulega ástæða fyrir öll is-
lenzk tónskáld til að semja. há-
tíðarmars. Er nokkur von til,
að sú nýja tónlistarhöll, sem
Ragnar Jónsson tilkynnti að
yröi byggð einhvern tíma á
næstu árum í Laugardal, bætti
einnig úr þörf Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands fyrir ný húsa-
kynni? Guð gefi að svo verði.
Næst heyrðum við Inngang
og Passacaglia, upphaflega
samin fyrir orgel og síðar færð
í hljómsveitarbúning. Registur
hljómsveitarinnar eru önnur en
org'dsins, þó er ekki hægt að
segja annað en að þetta verk
hljómi mjög vel í hljómsveitar
búningi. Dr. Páll hefur hér
engan smákarl sem kollega,
sjálfan Brahms í lokakafla 4.
sinfóníu sinnar.
Eftir hlé kom að aðalverki
kvöldsins, Alþingishátíðarkant-
ötunni, sem er verðlaunuð tón-
smíð af tilefni 1000 ára afmæl-
is Alþingis íslendinga. Þessi
tónsmíð dr. Páls er fvrst og
fremst sannfærandi tónlist,
sönn tónlist. Hún á sér rætur
í hinni miklu hefð rómantískr-
ar tónlistar og má með sanni
kallast stórbrotiö verk í þeim
anda. Hin andlegu tengsl við
Brahms og Reger eru auðheyrð,
án þess að tónlist dr. Páls sé
á nokkurn hátt ,,epigonal.“
Síður en svo, — hún á rætur
i eamalgróinni hefð, en stend-
ur samt stöðug og sterk i brim-
róti tímans.
Margt smátt gerir eitt stórt,
og þrennt stórt gerir enn stærra.
Sinfóníuhliómsveitin, Söng
sveitin Fílharmónia og karla-
kórinn Fóstbræður lögðust all-
ir á eitt til að reisa dr. Páli
veröugan minnisvarða. Á svið-
inu voru 195 söngvarar, hljóð-
færaleikarar, einsöngvari (Guð-
mundur Jónsson) og framsögu-
maður (Þorsteinn Ö. Stephen-
'en), sem Ijáðu orðum Davíðs
Stefánssonar líf og kraft. mýkt
og reisn undir stjóm dr, Ró-
berts A. Ottóssonar. Dr. Róbert
hefur fært upp margt stórverk-
ið með kór sfnum og Sinfóníu-
hljómsveitinni, og er óneitan-
lega alltaf einhver sérstök
stemning í lofti, þegar hann
heldur á tónsprotanum. Hann
kann manna bezt að byggja upp
hinn stóra boga tónlistarinnar,
spenna og slaka á, á réttum
stööum og forma hið stóra
crescendo.
Allir aöilar unnu sitt verk
vel, og ánægjulegt er að vita,
að þrír sjálfstæðir aöilar geta
í samvinnu fært stórt verk upp,
án þess að deila um það, hver
á kórónuna.
í lokin hljómaði linnulaust
klapp flytjendum, stjómanda
og ekki sízt dr. Páli. Því lauk
ekki fyrr en menntamálaráð-
herra bað tónleikagesti að hylla
dr. Pál meö ferföldu húrrahrópi.
TTm leið og komiö er inn úr
dyrum Casa Nova sjáum
við elzta málverk sýningarinnar
— á vinstri hönd. Ég hugði það
vera samstillingu en bráðlega
kom í ljós, að verkið heitir:
Bryggjan. Þetta er semsé lítil
kyrrlát höfn, garðar, bryggjur
og bátar við festar, hið sígilda
viðfangsefni málaranna um ald-
ir.
En því nefni ég missýnina og
bögglast við að finna henni
raunhæf orð, að hún sannar
glöggt, að enn í dag stöndum
við að nokkru leyti í sömu
sporum og gestir Svavars
Guðnasonar urðu að láta sér
lynda fyrir þrem tugum ára.
Við hugsum nærri upphátt: —
Þetta er húsaþyrping, nei fjanda
komið: ávextir á borðj — eða
skip? En hvaöa máli skiptir allt
þetta í raun og sannleika? Breyt
ir mótífið nokkru mikilsverðu
í listaverkinu? Er ekki nóg,
að hljómsterkir litirnir (og
mjúkir að parti) stuðli að
mikilúðlegri heild, sem er skír
og leyndardómsfull eftir allan
þennan langa tíma? Þannig get-
um við læðzt á hæla málarans
og horft á þegar hann umtumar
gömlum sannreyndum í ríki lit
anna, séð hvernig hann færir
sig smámsaman upp á skaftið,
æsist og magnast við hverja
glufu, sem opnast út yfir slétt-
urnar og fjöllin handan múrs-
ins. Ekki er laust viö, að okkur
finnist höfundurinn innhverfari
en sá, er við þekkjum í dag, lík
legri til að dylja heitustu til-
finningar sínar. Allt er furðu
rótt í kringum hann. Með skipi
og hafi kemur hr^yfiaflið til sög
Að því loknu varð löng þögn,
hátíðleg og dálítið vandræða-
leg, þangað til dr. Róbert kall-
aði lausnarorðið út í sal: „Við
þökkum komuna.“
Við þökkum einnig.
unnar og verður alltaf síðan
fríöur knappur í garöi þeirra
Cobra-manna, reyndar tekið að
láni hjá súrrealistum... en
samt sem áöur sterkt einkenni
þessarar tegundar abstrakt-
mynda. En nú er rétt að staldra
við andartak og lýsa því yfir, að
það var ekki ætlan mín að rekja
söguþráð. Til þess er hvorki
stund né staður — enda og
mörg verk fjarverandi, málverk,
sem hljóta að teljast meðal
stólpanna í röðinni. Þó er varla
goögá að nefna sögu í viöur-
vist Svavars þvf að engan mál-
ara þekki ég á íslandi gleggri
og skilningsríkari andspænis
tímafjarlægðum í listum. Mér
þykir sennilegt, að hann sé til
viðtals um skoðun ýmissa góðra
manna: Að gömlu myndirnar og
miðverkin geti í sumum tilvik-
um að minnsta kosti staðizt
samanburð við þau síöustu og
nýstárlegustu. Ég nefní Gullfjöll
sem dæmi, þessa ægifögru
mynd, er hraut úr forðabúri
Svavars 1946. Þegar við göng-
um að rótum hennar og skoðum
yfirborðið gaumgæfilega,
finnst okkur sitthvað ruglings-
legt í verkinu. En ... fjarlægöin
og íhugunin, já, samverustund-
irnar, þótt þær séu ekki nerra
fáar og strjálar, benda til allt
annars viðhorfs. Þær Ieiða í ljós
ákaflega flókna og töfrandi að-
ferð, dýptir hafs eða himins,
þankaflug ævintýra, sterkt ris.
Ég veit, að það er vonlaust að
lýsa þessu með orðum. Gjörólík
ur heimur birtist okkur í kvöld
roðamálverkinu frá 1951: tregi
lítils Ijóðs. Slíkar myndir eru
kryddið í lífi fólks, sem er svo
heimtufrekt að ætlast til marg
slunginna lffshræringa að baka
fágaðs yfirborös. En nú gerist
vegurinn lengri og torsóttari á
köflum. Þegar viö stefnum á
Vetrarbraut, Bjargfugl og haf ..
og Rósafuglinn, vitum við gjörla
aö stjarna flatarfræðinnar lýsir
skært. Svavar komst ekki hjá
því fremur en margir starfs-
bræðra hans að sýna henni
nokkurn sóma. Fyrrnefndur
rósafugl er meðal beztu verk-
ánna, er tengjast að nokkru
Ieyti þessum marghataða þótta-
fulla stíl. Og þaö verður að
segjast fullum fetum —eftir
tólf, fimmtán ár — að árangur
málarans er hinn prýðilegastí
þegar þess er gætt, að rauöu,
gulu, blásvörtu, grænu. fjólu-
»-*■ 10. síða.
Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni:
Gullfjöllin
12.-