Vísir - 10.12.1968, Side 8
s
flM——
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aöstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands
í lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiöja Vísis — Edda h.f.
Röng hlutföll
Áhyggjuleysi gagnvart kommúnismanum er orðið
töluvert útbreitt hér á landi eins og annars staðar á
Vesturlöndum. Þetta er út af fyrir sig skiljanlegt.
Þeir, sem eru andsnúnir stjórnarfarinu í kommúnista-
ríkjunum, hafa um langan aldur notað sterk orð um
það. Margir eru orðnir leiðir á þessu umtali og finnst
það óraunverulegt, því að þeir hafa sjálfir ekki enn
orðið fyrir barðinu á þessu stjórnarfari.
Ef einhver gagnrýnir stjórnarhætti í kommúnista-
ríkjunum, segja menn, að hann hafi ekki enn læknazt
af kalda stríðinu, og þar fram efti'r götunum. Innrásin
í Tékkóslóvakíu hefur dregið nokkuð, en samt furð-
anlega lítið, úr þessum hugsunarhætti. Menn freistast
til að draga fjöður yfir stjórnarfarið í Sovétríkjunum
og fylgiríkjum þeirra eða skoða það mildum augum
gegnum gleraugu fjarlægðarinnar.
Margir vilja ekki eða nenna ekki að trúa því, að
Stalin'hafi á ferli sínum látið útrýma 15—20 milljón-
um manna, sem þó er margsannað mál. Og það er
raunar staðfest, að útrýmingarherferðir nazista gegn
Gyðingum og öðrum voru barnaleikur í samanburði
við aðgerðir Sovétstjórnarinnar gagnvart villuráfandi
kommúnistum og endurskoðunarsinnum og fjölskyld-
um þeirra.
En hvaða máli skipta nútímamenn atburðir, sem
gerðust á Stalinstímanum í Sovétríkjunum? Þeir
skipta máli, því að margir núverandi valdhafar þar
eystra, þar á meðal Kosygin og Brezhnev, urðu ein-
mitt áhrifamenn í hreinsununum miklu fyrir síðustu
heimsstyrjöld. Þeir lifðu og hrærðust í ógnaröldinni
og mótuðust af henni. Innrásin í Tékkóslóvakíu sýnir,
að Stalinisminn lifir enn góðu lífi. Það er enn grunnt
á hinum tilfinningalausa ruddaskap.
Þessi mál eru íslendingum fjarlæg. Stjórnskipulag
okkar hvílir á öðrum og mannlegum grunni. En það
er að sjálfsögðu ekki fullkomið. Við verðum oft áþreif-
anlega varir við það. Alþingismenn okkar eru sagðir
ekki nógu góðir og duglegir. Við erum sagðir vera
of afturúr í skólamálum, vísindum og mörgu öðru.
Ótal vankantar eru harðlega gagnrýndir eins og vera
ber. '
En sá galli fylgir, að með gagnrýninni síast inn
fyrirlitning á lýðræðinu. Fjölmennir hópar manna,
ekki síður meðal yngri kynslóðanna, magna fyri'r sér
vapkanta lýðræðisins en smækka galla alræðisins.
Hinir tiltölulega smávægilegu blettir á lýðræðinu
verða þyngri á metunum en öll óhæfa alræðisins.
Þannig geta hlutföllin raskazt. Mörgum andans mönn-
um, sem hafa mikil áhrif í þjóðfélaginu, sést yfir þessi
röngu hlutföll. Þeir grafá þannig óafvitandi undan
lýðræðinu.
Við skulum gagnrýna lýðræðið okkar eftir efnum
og ástæðum. En samt skulum við aldrei slaka á vöku
okkar og vörnum gagnvart alræðiskerfum.
vrsiR . Þriðjudagur 10. desember 1968.
Vestur-þýzk skriðdrekasveit á æfingu.
Vestur-Þjóðverjar efla iand-
her sinn, flugher
— vegna nýrra viðhorfa eftir innrásina
i Tékkóslóvakiu
□ Landvamaráöherra Vestur-
Þýzkalands Gerhard Schröd
er, flutti ræðu nýlega í sam-
bandsþinginu og bar fram til-
lögur, sem miöa að því aö efla
og búa nútímatækjum her Vest-
ur-Þýzkalands, — .vegna út-
þenslu- og ágengnisstefnu Sovét
rikjanna, sem í ljós hafi komið
með innrásinni í Tékkóslóvakíu.
Samkvæmt tillögunum veröa
útgjöldin til landvarnanna aukin
Gerhard Schröder.
um 2,5 milljaröa marka og fer
hluti fjárins til nýrra herflugvéla
og kafbáta, en einnig er gert ráð
fyrir hærri þóknun fyrir störf
innan vébanda landvamanna.
Fénu verður variö á næstu 4 ár-
um sem að ofan segir.
Líta má á þessar tillögur sem
undirtektir Bonn-stjórnarinnar
vegna vibhorfsins á ráðherra-
fundi Norður-Atlantshafsbanda-
lagsins vegna innrásarinnar í
Tékkóslóvakíu og ákvörðunar-
innar Um, að efla varnir banda-
lagsins vegna hættunnar.
Miðað er við að fullskipa —
og hafa jafnan fullskipaöar þær
hersveitir Noröur-Atlantshafs-
bandalagsins, sem ávallt eiga að
vera reiðubúnar til varna, verði
á eitthvert land bandalagsins
ráðizt.
Gerhard Schröder sagði er
þann lagði fram tillögurnar, að
með inrásinni i Tékkóslóvakíu
hefði raskazt jafnvægið á megin
landinu Varsjárbandaiaginu i
hag, og einnig vegna ihlut-
unar Sovétmanna í deilunum
og átökunum í Austurlöndum
nær milli ísraels og Arabaríkj-
anna, og loks vegna þess að
Sovétríkin hefðu aukið stórkost
lega flota- og flugvélastyrk sinn
á Miðjarðarhafi. Allt þetta væru
stoðir undir útþenslustefnu
Sovétríkjanna, þ.e. að þenja út
yfirráða- og áhrifasvæöi sín.
Schröder kvaö unnt að greina
í þessu öllu heimsveldisáform og
hann hélt því fram, að hér
kynnu Rússar að vera aö leggja
grundvöll að því að geta hafið
sókn þessum áformum til fram
dráttar, og má í því sambandi
minna á að mikið hefir verið
rætt um þá hættu sem Rúmenía
og Júgóslavía kynnu aö komast
í ef framkoma Sovétríkjanna og
fylgiríkja þeirra yrði’ víöar eins
og hún var í Tékkóslóvakíu.
Willy Brandt studdi einnig
tillöigurnar um aukin fjárframlög
til varna og minnti á niðurstöö-
ur þær, sem ráðherrar. Norður-
Atlantshafsbandalagsins hefðu
komizt að á fundi sínum í
Brussel, en þær hvildu á þeim
stoðum, að Sovétríkin sjálf teldu
heimsveldisáformum sínum
hættu búna vegna varna NATO
að þaö talaöi sínu máli, að nú
væri farið að tala um hið „social
istiska samveldi“ austan tjalds
og að með herflutningunum vest
ur á bóginn væri brotiö í bág
við stefnuna um aö i austri og
vestri yrði gagnkv. dregið úr víg
feúnaði og fækkað mönnum und
ir vopnum.
Willy Brandt, varakanzlari
stjórnarinnar og utanríkisráö-
herra, sagði ennfremur að engin
breyting væri á þeirri stefnu
stjórnarinnar, að draga úr við-
sjám milli þjóðanna í austri og
vestri.
og flota
Willy Brandt.
Schröder neitaði, að áformaö
væri aö fækka í her V-Þýzka-
lands, en í honum eru nú 400*000
hérmenn og yrði það að haldast,
en vegna áformanna um eflingu
vama, kynni að verða um fjölg-
un í hernum að ræða. Hann kvað '
og svo að oröi að þótt Vestur- *
Þýzkalandi væri öryggi í á-
byrgðarvemd Bandaríkjanna
sem kjarnorkuveldis hefðu land
herir N-Atlantshafsbandalags- •
ríkjanna aukið gildi vegna þeirr- :
ar nauðsynjar að geta flutt mikið
Iið til í skyndi ef til innrásar
kæmi.
Hann kvað þörf vera á næsta •
ári fyrir 240.000 þjálfaða liðsfor
ingja, undir- og yfirforingja, en
innan við 200.000 um að ræða '
nú, sem til mála kæmu.
Til þess að ráða bót á þessu
yrði kaup undirforingja aukið
og von um að það leiddi til fjölg '
unar þeirra og að margir undir
foringjar sem áður vora f hem
um gangi í hann aftur af eigin
hvötum.
Schröder sagði, að keyptar ’
yrðu 2000 loftvarnabyssur með
20 mm hlaupvídd til viðbójar.
220 fallbyssur, sem ekið er
undir eigin afli stað úr stað, 88
Phantomþotur og að 50 Star-
fightpr-þotur verði smfðaðar í
V-Þýzkalapdi meö sérstakri
bandarískri heimili. Loks yrðu
smíðaðir 12 kafbátar til strand-
gæzlu.