Vísir - 19.12.1968, Síða 2

Vísir - 19.12.1968, Síða 2
V í S I R . Fimmtudagur 19. desember 1968. A ðstaðan / Hlíðarfjalli aýtt til ttámskeiðahaltls Sú stórkostlega aðstaða, sem skíðaunnendur hafa fengið í Hlíðarfjalli, mun verða nýtt enn betur en fyrr í vetur af Skíða- sambandi íslands. Fjögur nám- skeið eru fyrirhuguð í vetrar- 'íþróttamiðstöðinni og fara þau fram í marzmánuði og standa í 'viku hvert. Sambandsaðilum gefst kostur á að senda 1—2 skíðamenn á hvert námskeið. Þessi námskeið fara fram: *2.—7. marz er námskeið £ alpa- greinum fyrir drengi 15—16 ára. .8.—13. marz alpagreinar fyrir drengi 17 ára og eldri. 17,—22. marz námskeiö í sömu •greinum fyrir konur og loks 23.— 28. marz í norrænum greinum karla. ÍSÍ veitir nokkurn styrk til nám skeiðshaldsins eins og fyrirhugað ‘er að gert verði þegar sumar- íþróttamiöstöðin að Laugarvatni tekur til starfa. Heldur þetta öll- um kostnaði við uppihald í skíða- skálanum í Hlíðarfjalli mjög niðri. Meðal þess sem er að gerast í .skíðaheiminum er það, að tveir ung ir Norðlendingar, Ámi Óöinsson, 'Akureyri og Björn Haraldsson, Húsavik eru á förum til Bandaríkj anna þar sem þeir munu stunda skíðaiökun og nám I vetur í Sun Valley. Þá munu 3 akureyrskirskíöa menn vera að undirbúa ferð til Svíþjóðar í sama skyni. Mörg ný nöfn munu skjóta upp kollinum í a-flokki alpagreinanna í vetur, en samkvæmt árangri móta sl. vetrar verða 22 skíöamenn flutt ir upp úr b-flokki í a-flokk. ^fy^//////jy///.y//y/.'.'//'.'.''''.'.’/.'.'.'.'.'/..'.:'''''. Guðni og Hreinn koaa íiandsliðið Guðni Kjartansson kemur beint frá London, þar sem hann hefur æft með Arsenal í vetur — Keppt á grasvelli við KR á sunnudaginn Ei Á sunnudaginn Ieikur A- landsliðið viö KR. Leikur- inn fer fram á grasvelli(i) KR, enda fátt til fyrirstöðu að nota grasið eins og skil- yrðin eru. Tvær breytingar hafa verið gerðar á liðinu. Hreinn Elliðason kemur inn sem hægri útherji, en Guðni Kjartansson kemur inn sem tengiliður. Guöni hefur undanfarið dvaliö hjá Arsenal í London og æft meö þvi þekkta félagi og ætti því að vera í beztu þjálfun* Unglingalandsliöið leikur hins vegar á Selfossi um helgina á sama tíma og A-Iandsliöið, þ.e. kl. 14 á sunnudag. I kvöld verður haldinn fundur með liðunum. Rætt verður um leikina, sem Ieiknir hafa verið il þessa, það sem framundan er og annað varðandi knattspyrnu- íþróttina. Frá fyrsta leik landsliðsins fyrir skömmu, Eyleifur Hafsteinsson og Keflvíkingur berjast um boltann. Við ryðverjum allur tegundir bifreiðu — FIAT-verkstæðið Látiö okkur gufuþvo mótor bifreiðarinnar! Látið okkur gufubotnþvo bifreiðina! Látið okkur botnryðverja bifreiðina! Látið okkur alryðverja bifreiðina! Við ryðverjum með því efni sem þér sjálfir óskið Hringið og spyrjið hvað það kostar, áður en þér ákveðið yður. FIAT-umboðið Laugavegi 178. Sími 3-12-40. Opið til kl. 10 á hveriu kvöldi Allar vörur okkar eru enn á gamla verðinu «^sejciejrya í-»öí !ík-> Sími-22900 Laugaveg 26 TRÉSMIÐJAN VÍOIR H F AUGLÝSIR KUBA-sjónvörpin komin aftur. — Munið: ‘ija ára ábyrgð tylgir hverju sjónvarpi. Trésmiðjan Víðir hf. Laugavegi 166. Sími — 22222 —22229

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.