Vísir - 19.12.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 19. desember 1968.
3
■
Stórar stíur, sem fyrir nokkírum dögum voru sneisafullar, voru nú nálega tómar.
Æfðum höndum þjappaöi pakkhúsmaðurinn (Magnús Magnús-
son) jólatrjánum saman til pökkunar og síðar sendingar eitt-
hvað út á land.
VERZLAÐ MEÐ JÓLATRÉ
Úg ætla að fá tveggja metra
hátt i 'atré! — Gjörið svo
vel! — M‘ig vantar hins vegar
1,75 (metra hátt)! — Gjörið svo
vel! —
Jólatrjáaverzlunin hefur géngið
fjörlega að undanförnu. Þaö
voru komin stór skörð 1 birgðir
Landgræðslusjóðs I Skógræktar
stöðinni í Kópavogi, þegar
Myndsjáin lagði þangað leið
sína í fyrradag, og enn voru
viðskiptavinir á ferðinni.
— Svo vantar mig nokkrar
greinar til að skreyta með. Já,
einmitt svona. —
Útundan sér heyrði Myndsjá-
in fólkið gera verzlun sína, með
an hún naut leiðsagnar Einars
Sæmundssens, gjaldkera Land-
græðslusjóðs, um Skógrækt-
arstöðina og hlýddi á útskýr-
ingar hans.
„Fólk er snemma í tíðinni i
ár“, sagði Einar. „Mér viröist
það. Svo það er ekki svo gott
að sjá fvrir um það hvort sala
á jólatrjám verður meiri í ár,
heldur en i fyrra. Auk þess hef
ur veður verið hlýtt undanfar-
ið, en um þann tíma í fyrra var
mjög kalt. Svo þessi öra sala í
byrjun, þarf ekki að þýða mikla
söluaukningu."
Landgræðslusjóður hefur ann
azt innflutning jólatrjáa frá þvi
1950, sagði Einar Myndsjánni.
Jólatrén, sem viö íslendingar fá
um, eru öll dönsk.
„Öll af józku heiðunum,
kept af Heiðafélaginu danska,
sem er einhver stærsti seljandi
jólatrjáa og selur jólatré um
alla Vestur-Evrópu. Þeirra jóla-
tré þykja einhver þau beztu“,
sagði Einar um leiö og viö geng
um inn í gróðurhús eitt, þar
sem afgreiðsla fór fram.
„Við eru að verða búnir með
trén.“ Einar benti inn í hálf-
tóma og aðra galtóma bása.
„Þessir voru um daginn sneisa-
fullir."
„Hvaða tegundir seljiö þiö?"
spurði Myndsjáin og reyndi að
setja upp fagmannslegan svip.
„Þaö er rauðgreni — þetta
eiginlega jólatré, sem gefur
þennan dásamlega ilm. Svo eru
aðrar tegundir, sem ekki fella
barr sitt eins fljótt og rauð-
grenið. Þ.á.m. er Normans-þin-
ur, sem er éin bezta tegundin
af þeirri ætt.
— Viö íslendingar erum nokk
uð frábrugönir öðrum þjóðum
að því leyti, aö við höfum okk
ar jólatré uppi í einar tvær vik
ur. Danir t.d. fleygja sínu jóla
tré út á þriðja degi.
Ca. 90% af greinunum, sem
fólk kaupir hjá okkur til skreyt
inga, eru af Normans-þini.“
Hérna pökkum við inn send-
ingunum út á land“, sagöi Ein
ar um leið og við gengum inn í
stóra lagerbyggingu, sem reist
var fyrir tveimur árum í .Skóg
ræktarstöðinni. „Við önnumst
allar sendingar út á land. Það
er búið að afgreiða allar pant-
anir, stórar og smáar (allt nið
ur í kannski 4 tré á einn stað),
og búnir að senda þær. Á
hverja einustu smáhöfn fer jóla
trjáasending."
„Hvað eruð þið búnir að
selja miktiö?‘‘
„Það skiptir þúsundum."
„Hvað eru stærstu trén stór,
sem þið hafið selt í ár?“
„10 til 12 metra há, sem við
sendum til Akureyrar, Vest-
mannaevja, Akraness og víðar.
Það eru torgtré, ætluð til að
standa utan við samkomuhús,
eða á einhverjum slíkum stað.“
„Þú minntist á, að þið vær-
uð að verða búnir meö trén.
Heldurðu að svo geti farið, að
einhver veröi að halda sfn jól
hátíðleg, án þess að hafa fengið
jólatré?“
„Nei, nei. Ég reikna með því
að allir fái sítt jólatré. Við eig-
um ennþá nokkuö eftir, og svo
er einnig nokkuð eftir hjá sölu
mönnum okkar. AHir eiga að
geta haft jólatré til þess að
gleöjast yfir um jólin.“
Slangur var af fólki, sem var aö leita sér að trjám og greinum.
g* ^^/ 'jp^******' "V'/'J" y
Réttu trén fundin og kaupendumir búa sig un dir að fara meö þau, en ekki voru þau gefin.
Gengisbreytingin hafði sett sin mörk á kaupverð jólatrjáa, eins og aðra innflutta vöru.