Vísir - 19.12.1968, Síða 4
JóScagetraunin
1968
Jólasveinninn hjá Grýlu
Ethel Kennedy, ekkja Roberts,
hefur fætt ellefta bam þeirra
hjóna. Hún á nú sjö drengi og
fjórar stúlkur. Kathleen, sautján
ára, er þeirra elzt. Á myndinni
sést allur hópurinn stuttu fyrir
morðiö á Robert. Nú hefur ein
stúlka bætzt við þau, er myndin
sýnir. '
Meðgöngutíminn var hinni fer-.
tugu Ethel erfiður. Eftir morðið
varð hún að eyða miklum tíma í
rúminu.
ELLEFTA
BARNIÐ
Sýknaður af morði
9. þraut
□ 1. Hann virðir að vettugi á götu, þar sem innakstur
reglur um takmörkun öku er bannaður.
hraðans. □ 3. Hann tekur ekki krókinn
□ 2. Hann ekur sleðanum inn fram hjá vegavinnumönn-
unum. i
I dag erum við stödd á næst-
síðasta áfanga jólasveinsins í
Ævintýralandi. Jafnt þeir yngri
sem eldri, þeir betri sem verri fá
jólagjöf. Ekki einu sinni Grýla
og Leppalúði em skilin út undan.
Jólasveinninn á eitthvað til í poka
hominu sinu handa þeim.
En hann Sveinki heldur upptekn
um hætti og blæs á allar um-
ferðarreglur. í þetta sinn brýtur
hann gróflega af sér, en spum-
ingin er: Hvað er það, sem jóla-
sveinninn okkar gerir af sér
núna? Þegar þið hafið fundið
rétta svarið, krossið þið við rétt-
an tölulið, klippið út seðilinn (og
myndina, ef þið viljiö líka) og
geymið ásamt hinum úrlausnun-
um, sem sendist svo allar í einu.
Á morgun segjum við ykkur,
hvert þið eigiö að senda þær.
fyrri konu sinnar
— Ógnaði hinni seinni með byssu, öxi og hnif
„Ég er dauðskelkuð við hann
núna“ sagði síðari kona hins
heimsfræga dr. Sam Sheppard,
sem árið 1954 hlaut fangelsisdóm
fyrir morð á eiginkonu sinni.
Hann sat í fangelsi í tíu ár, og
mál hans vakti mikla athygli.
Frægur lögfræðingur tók það að
sér, og fór fólk brátt að efast
um sekt doktorsins.
Eftir náðun árið 1964 kvænt-
ist hann fráskilinni, þýzkri stúlku
sem hafði skrifað honum hugg-
unarbréf í fangelsið. Við síðari
réttarhöld árið 1966 var dr.
Sheppard sýknaður með öllu.
Hann hóf læknisstörf sín aö nýju,
en varö fyrir nokkrum áföllum
fyrir skömmu, er hann var ákærð
ur fyrir vanrækslu í starfi, eftir.
að ýmsir sjúklingar hans höfðu
látizt eftir uppskurð.
Nú bætist það við, að Ariane
Tebbenjoh. Sheppard, eiginkon-^
an, hefur fengið meira en nóg
af honum. Hún fer fram á skiln-'
að og hefur fengið dómsúrskurð1
fyrir því, að eiginmaöurinn megi'
ekki snerta hana. Ariane sagði.
blaðamönnum, að dr. Sheppard^
ætti það til að hafa hnífa og exi
með sér í rúmið. Ennfremur hef-'
ur hann ógnaö henni með skamm1
byssu, er þau hjónin rifust. Þá
faldi Ariane sig í skáp og flýði úr
húsinu fyrir fullt og allt.
(
Neytendasamtök
Oft bryddir á óánægjurödd-
um vegna Mjólkursamsölunnar,
en hún virðist hafa lag á að
gera mönnum gramt í geöi, en
flestum er kunnugt um hið
marg-rædda mjólkurhyrnu-stríð,
sem neytendur hafa átt í við
Mjólkursamsöluna. Nú virðast
hafa átt sér stað einhverjar
væringar við neytendur suður i
Garðahreppi, en þeir voru svo
heppnir að geta náð sér í mjólk
á sunnudögum. En slík þægindl
eru hin mestu snell, sérstaklega
ef þeirra er notið á helgum dög-
um, eins og sunnudögum.
Það er alveg furðulegt, að
hin eiginlegu Neytendasamtök
skuli ekki láta þessi almennu
neytendamál til sín taka, þar
eð öðru hverju er okkur talin
trú um, að neytendasamtök séu
til. Virðist bó vera tími til kom
inn, að sameinaðir neytendur
láti þessi marg-umtöluðu mSI
til sín taka, og myndi sér skoð-
un í þessu máli. Ennfremur er
ýmislegt annað varðandi neyt-
endur, sem neytendasamtök
þurfa að láta til sín taka, eins
og verðlagsmál og afgreiðslu-
hættir, en slíku er mjög ábóta-
vant víða.
Vegna þess að í fljótu bragði
virðist vera mikii þörf fyrir öfl-
ug neytendasamtök, bæði til
þess að koma fram sameigin-
legri skoðun neytenda gagnvart
seljendum vara og þjónustu, og
einnig til þess að vera ráðgef-
andi bæði neytendum og selj-
endum, ef það þjónar hagsmun-
um neytenda þá er furðulegt,
hversu erfitt slík starfsemi virð
ist eiga uppdráttar. Nú er flest-
um ljóst, að vettvangur slíkrar
starfsemi er mjög umfangsmik-
ill, og möguleikar neytendum í
hag mjög miklir.
Líklega yrði það ákjósanleg-
asta lausnin, ef neytendafélög
yrðu stofnuð i hinum einstöku
byggðarlögum og bæjum, sem
svo mynduðu landssamtök, en
þá væri hægt að efna til einnar
ráðstefnunnar enn, þegar full-
trúar allra deilda kæmu sam-
an og bæru saman bækur sín-
ar og kysu sér stjórn. Eitt ráð-
stefnufyrirbærið enn ætti sízt
að lasta, því ráðstefnur eru eitt
vinsælasta samkvæmisfyrirbæri
á íslandi og þó víðar væri leit-
að.
En í alvöru eru allar líkur á
að slík neytendasamtök gætu
ýmsu góðu til leiðar komið. Til
dæmis eru meiri líkur á að ó-
ánægðir Garðahreppsbúar
kæmu málum sínum betur áleið
is gagnvart Mjólkursamsölunni
í krafti öflugs neytendafélags,
heldur en þó fáir einstaklingar
vilji koma réttlætismálum sín-
um og nábúa sinna heilum í
höfn.
Ef neytendafélag elns byggð-
arlags ekki áorkar að koma á
lagfæringum á einföldustu ósk-
um um þjónustu, eins og það
h'tur út fyrir að vera þarna i i
Garöahreppi, þá þyrftu að vera
fyrir hendi neytendafélög í öðr-
um byggðarlögum, sem tækju >
upp baráttuna samhliða, ef á
þyrfti að halda. Auðvitað verð- !
ur barátta neytendanna að vera
í viðræðuforminu og með því j
að skiptast á skoðunum og
möguleikum, eins og önnur bar- i
átta á að vera innan menningar
þjóðfélags.
Neytendafélög eru ekki síður
nauðsynleg en dýravemdunar-
félög, því þau munu hafa með
höndum þiónustu við fólkið og
almenna meðferð á því í við-
skiptalífinu. — Neytendafélag
mundi taka upp hanzkann fyrir
þann sem minna má sín gagn-
vart þeim síéru, sem meira
mega sín, og leyfa sér því ó-
trúlega mikið.
Þrándur í Götu.