Vísir - 19.12.1968, Side 6
STíTÍTíl * jj »■»]
V1SIR . Fimmtudagur 19. desember 19G3.
lslenzkur texti.
fV
Djóflaveiran
|—-Listir-Bækur-Menningarmál-
Víðfræg og snilldarvel gerð
amerísk kvikmvnd í Iitum og
panavision. Myndin er gerð eft
ir samnefndri sögu Alistair
MacLean.
Richard Basehard
George Maharis
Endursýnd kl. 5 og 9. — Bönn
uð bömum.
Ormur raubi
islenzkur texti. Richard Wid
mark, Sidney Poitier. Endur-
sýnd kl. 5 og 9.
Mogambo
með Clark Gable
Ava Gardner
Grace Kelly
Endursýnd kl. 5 og 9.
LAUGARÁSBIO
Táp og fjör
Sérlega skemmtileg ný amer-
ísk músík-gamanmynd 1 litum
og Cinemascope.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
Brostin framtið
Áhrifamikil amerísk stórmynd
með fsl. texta. Aðalhlutverk:
Tom Bell
Bernhard Lee
Leslie Cafon
Sýnd kl. 9.
Aðgöngumiöasalan opnar kl. 7.
I AUSTURBÆiARBIO
Vaxmyndasafnið
Vincent Price. — Bönnuð böm
um innan 16 ára. — Endur-
sýnd kl. 5 og 9.
KOPAVOGSBIO
Viva Maria
íslenzkur texti. Brigitte Bar-
dot. Jeanne Morian. Endur-
sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð böm
um innan 12 ára.
NYJA BIO
Tveggja mvnda sýning
Höll Satans
Hrollvekjumynd.
Heimsendir?
Ævintýramynd.
Bannaðar yngri en 16 ára.
Sýndar kl. 5 og 9.
HAFNARBIO
Hér var hamingja min
Sarah Miles, Cyril Cusack.
tslenzkur texti. Sýnd kl. 9.
Maöurinn fyrir utan
Van Heflin. íslenzkur texti. —
Bönnuð innan 16 ára sýnd kl.
5 og 7.
HASKOLABIO
Byltingarforkólfarnir
(What happened at Campo
Grande)
Islenzkur texti, Aðalhlutverk:
Eric Morecambe, Ernie Wisa.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Jón Hjartarson skrifar um barnabækur:
Lesefni hinna yngstu
u Það er undarlega hljótt
um barnabókaútgáfu hér
á landi. Barnabækur eru þó
ekki svo Iítill hluti af því,
sem út kemur. Einhverra
hluta vegna hafa þær horfið
í skuggann fyrir lesefni hinna
fullorðnu. Er þó ekki minna
um vert, að þeim sé gaumur
gefinn, þar sem hér er um
mikilvægt uppeldisatriði að
ræða. Barnabækur eiga til
dæmis sinn þátt í málþroska
fólks og hver veit, nema þær
móti að veruiegu leyti bók-
smekk þjóðarinnar.
■Oarnabækur eru trúlega ekki
minna lesnar en bækur
fulloröinna ef á heildina er lit-
ið. Flesta krakka grípur óstjórn-
leg lestrarfikn á ákveðnu
skeiði, og margur les þá á fá-
um árum meira en nokkurn
annan tíma ævinnar. — Barna-
bækur eru tiltölulega öruggari
söluvarningur, en aðrar, enda
munu þær sumar gefnar út í
æði stórum upplögum. Það er
ekki svo lítið fé, sem almenn-
ingur leggur í barnabókakaup,
— ekki sízt fyrir jólin. Þaö er
um þær sem aðrar bækur, að
mestur hlutinn er keyptur til
jólagjafa. — Foreldrar ráöa oft
litlu um bókaeign barna sinna,
hvað þá bömin sjálf. — Þetta
kemur frá frændum, frænkum
og vinum, héðan og þaðan aö,
systkinum, ömmum og öfum.
— Bókavaliö er þá aö sjálf-
sögðu tilviljanakennt ekki sízt
vegna þess, að um barnabækur
er litlar sem engar upplýsingar
að hafa, aðrar en auglýsingar
útgefenda.
Hér veröur reynt í tveimur
stuttum greinum að gefa laus-
legt yfirlit yfir þær barnabæk-
ur, sem út koma í haust. Það
(fþ
ÞJÓÐLEIKHÖSID
Delerium Búbónis
eftir Jónas og Jón Múla Áma-
syni. — Leikstjóri: Benedikt
Árnason. — Ballettmeistari:
Colin Russeli. — Hljómsveitar
stjóri: Carl Billich.
Frumsýning annan jólad kl. 20
Önnur sýning laugard. 28. des
kl. 20.
Fastir frumsýningargestir vitji
aögöngumiða fyrir föstudags-
kvöld.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20. — Sími 1-1200.
Munið jólagjafakort Þjóðleik-
hússins.
yfirlit getur því miður ekki
orðiö tæmandi, en ætti að gefa
hugmynd um, hvað nýjast er
af lesefni fyrir böm. Nær ein-
göngu verður þó fjallað um
bækur íslenzkra höfunda, en
meira en helmingur þeirra
bamabóka, sem út koma, er
þýddur.
Jþað er mikill vandi að skrifa
sögur fyrir yngstu lesend-
urna, ekki sízt þá allra yngstu.
Auðvitaö verður að taka tillit
til lestrargetunnar, orðaforðans
og skilnings barnanna. — En
einhvem veginn finnst manni
höfundar einblína allt of mikið
á þessi atriði við samningu
bamabóka, ekki sízt hvað orða-
forðann áhrærir. Það er eins og
þurfj að tala eitthvert „bama-
mál“ við börn. Með því Iagi
verða börnin seint læs á æðri
bókmenntir. Barnabókahöfund-
ar vilja sumir detta um sömu
þúfu og foreldrar, sem sífellt
tala tæpitungu við bömin sín,
svo að þau verða smámælt fram
eftir öllum aldri og bíða þess
kannski aldrei bætur. Þetta
finnst mér höfuðgalli á lesefni
barna. Hann er þó ekki gegn-
umgangandi, það er af og frá,
en allt of algengur. Annars er
erfitt að gera sér heildarmynd
af bókaútgáfunni fyrir yngstu
börnin, það er svo að segja ó-
mögulegt að komast að tilveru
margra þessara bóka öðruvísi
en maður rekist á þær í búö.
— Sumar þeirra eru þá jafnvel
nafnlausar og útgáfurnar, sem
gefa þær út flestum ókunn fyrir-
tæki.
Margt er þó vel um bækur
yngstu höfundanna. Sem betur
fer hafa allmargir sæmilega rit-
færir menn helgað sig skrifum
fyrir yngstu krakkana. í hópi
þeirra eru margir kennarar,
sem setzt hafa niður við skriftir,
til þess að bæta úr skorti á hæfu
lesefni fyrir yngstu böm skól-
anna. — Em bækur þeirra yfir-
leitt vandaðar aö öllum frágangi,
þótt misjafn sé skáldskapurinn.
Það er kannski ein sönnun
fyrir skorti á smábarnabókum,
að margt það, sem skást hefur
verið gert af slíkum bókum, er
sífellt að koma út aftur og aftur.
Þannig kemur til dæmis út í ár
hin ágæta saga Stefáns Júlíus-
sonar „Kári lltli og Lappi“,
sem Setberg gefur út, „Smala-
stúlkan og fleiri sögur“ eftir
Axel Thorsteinson kemur einnig
út í endurútgáfu, hugljúf ævin-
týri og gott lesefni fyrir krakka.
— Rökkur gefur út. — Einnig
kemur út ljóöabókin hans Jó-
hannesar úr Kötlum „Jólin
koma“ — eitthvað það skemmti
legasta, sem samið hefur verið
við barna hæfi um íslenzka jóla-
hjátrú.
Allar eru þessar bækur marg-
kunnar og skal ekki fjölyrt um
þær frekar hér.
^f nýjum sögum fyrir yngstu
bömin staldrar maður lík-
lega helzt við einn höfund,
Bjöm Daníelsson. — Saga hans
„Krummahöllin“ er hin ágæt-
asta bamasaga. Höfundurinn
ber ömmu fyrir þessari sögu
um hrafnana, sem einu sinni
vora hvítir og höfðu þann starfa
af guöum að flytja látna anda
til himins. — Sagan lýsir ágæta
vel spillingu yngri kynslóðar-
innar í ætt hrafna, hvernig þeir
yngri gleyma skyldum sínum,
þegar hinir eldri eru búnir að
skapa hröfnum veg og viröingu
af guðum og mönnum. — Það
er gömul saga og ung. Fyrir
bragðið urðu hrafnarnir svartir.
— Æskan gefur þessa litlu bók
út. Hún er prýdd myndum eftir
Garðar Loftsson.
Strandið í ánni — eftir sama
höfund er ekki að sama skapi
mikill skáldskapur, en eigi að
síður ágætt lesefni fyrir böm.
Sagan er hæfilega viðburðarík
og frásögnin kímin. Höfundur-
inn gæðir vélknúnu farartæk-
in skemmtilegu lífi með þvi
að láta söguhetjumar sjá þau
fyrir sér eins og æruverðug dýr.
— Textinn er allur settur upp
í stuttar linur, þannig aö naum-
ast er sögð nema ein hugsun í
hverri línu. Kann að vera bót
að því við lestrarkennslu. Ver
kann ég við skiptingu samsettu
orðanna, en þau era öll slitin
sundur með bandstrikí „sunnu-
dögum, Ieik-sys"tir“, ó-happið.
— Er þetta bara ekki hrein-
asti óþarfi og frekar til þess
að villa um? — Fáeinir hor-
tittir eru í orðalagi sögunnar.
Illa kann ég til dæmis við sögn-
ina „ske“, þótt það kunni aö
þykja ótímabær sparðatíningur.
Iðunn gefur þessa bók út í
vönduðu bandi og frágangur
hennar er yfirleitt til sóma.
Teikningar eftir Sigrid Valtinoj-
er falla vel að efninu.
Mús og kisa heitir athyglis-
verð barnasaga eftir Örn Snorra-
son. Þar segir frá músafjöl-
skyldu í holu sinni og ógnvætti
hennar, kisu, sem sífellt bíður
yfir holunni, svo að mýslumar
komast ekki út að fá sér I svang-
inn. Fjölskylduvandamálunum í
músaheimi er skemmtilega
lýst. „Mömmur þurfa ekki aö
hugsa,“ segir músamamma. —
Pabbi hugsar. — Og raunar ger-
ir hann hreint ekkert annað en
hugsa. Hann liggur allan daginn
í moðhrúgu og hugsar. Sagan
fær skemmtilegan endi, þar sem
kisa er rekin burt og mýslurnar
flytjast búferlum. Ungamir
mæna á tunglið, sem pabbinn
segir að sé einn heljarstór ost-
ur og þangað fari mýs, þegar
þær deyja. Stundum hættir höf-
undi til þess að endurtaka setn-
ingar hvað eftir annað, sennilega
til þess að framfylgja einhverju
fáránlegu lögmáli um lesæfingar
fyrir börn. Þessu gleymir hann
þó jafna í beztu sprettum sög-
unnar. I heild er hún lifandi og
skemmtileg. Árni Gunnarsson
hefur gert teikningar í þessa
bók og kann lítið til verka.
Teikningar hans eru þó barna-
legar og á sinn há-tt einfa-ldar
og falla kannski ekki avo illa að
efninu. Leiftur gefur bókina út
og vandar til þess að öðru leyti
en því, að pappírinn er óttaleg-
ur groddi.
Ævintýri Olbjössa, Sápuruna
og Sveins í sementinu heitir
furðuleg bók eftir Halldór Pét-
ursson. Þetta eru eins konar
sendibréf frá föður til sona i
sveitinni. Söguhetjumar eru leik
brúður, æði skoplegar. Ævintýr-
in, sem þær lenda í eru næsta
sundurleit. Þar vantar höfund-
inn ekki hugmyndaflugið. Hins
vegar er málfarið á bókinni allri
hroðalegt. Þar renna saman í
eina óskiljanlega vitleysu ýms-
ar máltiktúrur höfundar og frá-
leitustu málvillur. Sóðaorðbragði
bregður fyrir á stundum, ekki
þó beinlínis skaðlegu, en mörg-
um kynni að finnast það á tak-
mörkum velsæmis, þar sem börn
eiga í hlut. Ekki þar fyrir, að
höfundur kunni ekki að segja
sögur. Hann hefði kannski bara
mátt vanda frásögnina betur og
hemja hugann meira við jörðina.
Börn eru nógu rökhyggin til
þess að fúlsa við svona
„skröki“. — ísafold gefur bók-
ina út. Bandið er gott, en teikn-
ingar eftir Halldór Pétursson
listmálara bera höifundi sínum
ekki það vitni, sem við hefði
mátt búast. Prófarkalestur er
hreint ekki upp á það bezta og
kalla útgefendur þó ekki allt
ömmu sína í þeim efnum.
Pési prakkari heitir bók eftir
samnefndu leikriti. Höfundurinn
er Einar Logi Einarsson. Fremur
er sagan af Pésa ófrumleg smíð.
Höfundurinn reynir sýnilega mik
ið á sig til þess að gera hana
skemmtilega, en tekst misjafn-
lega. Bærinn „Litlibær" ber dá-
lítinn keim af „Kardimommu-
bæ“, sýnist mér. Grunar mig,
að persónumar séu margar eins
konar skuggar kollega sinna í
Kardimommubænum fræga,
löggumenn, þrír „sniðugir“
krakkar, sem stofna sirkus í
bænum, góðmenni, sem leiðast
út í að stela fyrir góðan mál-
stað. Ekki veit ég hversu mikið
sagan fylgir leikritsgeröinni, en
naumast er hún spennandi sem
leikritsverk, eins og hún birtist
núna. Höfundurinn er eigi að
síður sæmilega ritfær og margt
gott f frásögn hans, lifandi og
stundum skemmtilegt. Verstur
er hanri' þegar hann yrkir. Ann-
an eins leirburð hef ég sjaldan
séö á prenti. Bókamiðstöðin
gefur „Pésa“ út, snyrtilega.
Teikningar eftir Ellen Birgis eru
ekki sem verstar, auðsýnilega
teiknaðar eftir sviðsetningu
leiksins.
Bókamiðstöðin gefur einnig út
tvö ævintvri, Ævintvrið um Ant-
on dreka og Snjókarlinn og
bömin.
Vel hefði mátt geta höfunda
aö þessum sögum, sem maður
veit ekki einu sinni hvers lenzk-
ar eru. Þetta eru þokkaleg æv-
intýr, ekki ýkja frumleg. Snjó-
karlinn og börnin eru til dæmis
keimlík barnaleikriti Leikfélags-
ins „Snjókarlinn okkar".