Vísir


Vísir - 19.12.1968, Qupperneq 7

Vísir - 19.12.1968, Qupperneq 7
V í SIR . Fimmtudagur 19. desember 1968. 7 útlöiid £ inorgun útlönd í morgun morgun MIKIL VERÐHÆKKUN Á FRJÁLSUM GULLMARKAÐI ■ Vegna óvissunnar um stefnu Bandarikjanna varðandi gull Forvaxfahækkanir i Bandaríkjunam og Kanada Forvextir hafa verið hækkaðir í Bandaríkjunum og Kanada, i Bandaríkjunum úr 5% af hundraði í 5y2 og í Kanada úr 6 í 6 og hálfan af hundraði. Tilgangurinn er að draga úr verðbólguhættu. hækkaði verð á gulli í gær á frjálsum markaði, svo að það komst í hærra verð en það hefur komizt í frá í júní. Fyrir hönd Nixons, veröandi for- seta Bandaríkjanna, var sagt £ gær að hann heföi ekki breytt afstöðu sinni frá í kosningabaráttunni, en þá sagöist hann búast við óbreyttu, opinberu verði á gulli, þ. e. 35 doll- arar únzan. Það munu einkum hafa verið um- mæli Davids Kennedys, sem leiddu til hækkunarinnar. New York í gær: David Kennedy, sem verður fjár- málaráðherra £ stjóm Nixons, sagði í gær, að hann skuldbyndi sig ekki til þess að halda gullverði dollars óbreyttu, og þegar um efnahags- og peningamál væri að ræða myndi hann halda opnum öllum möguleik- um, eins og hann kvað að orði. Paris i gær: Viðræður um menningarleg sam- skipti Frakklands og Sovétrikjanna eru í þann veginn að byrja, en áttu upphaflega að byrja í marz. Það er vegna óska sovétstjórnar- innar, aö viðræðunum verður flýtt. í óstaðfestum fregnum segir, að Sovétríkin hafi boðið Frakklandi aðstoð vegna gjaldeyriserfiðleik- anna. Laos-lið hrekur N-Víetnama úr landamærabæ Laos-herlið, sem naut stuðnings flugvéla, hefir hrakið Norður-Víet- nama frá bæ £ Laos skammt fr: landamærum Suður-Víetnam. Bær þessi er mikilvæg samgöngumiðstöð Strauss varar við afleiðingum víg- búnaðar Sovéf- ríkjanna Strauss fjármálaráðherra Vestur- Þýzkalands hefir i tímaritsgrein varað við þeirri hættu, sem stafar af auknum viðbúnaði Sovétrikj- anna á Miðjaröarhafi, og til áhrifa í nálægðum Austurlöndum, og gagnrýndi hann, að þessari hættu hefði ekki verið sinnt sem skyldi í Vestur-Evrópu. og hafa Norður-Víetnamar flutt um hana lið og birgðir síöan er þeir hertóku hana í fyrri viku. Barizt var enn í nágrenni bæjarins, er síð- ast fréttist í gærkvöldi. N.V. hefir mikið lið i Suður-Víetnam. Nýútkomið NEWEWEEK birtir grein um herstyrk Norður-Víetnam, samkvæmt seinustu könnunum, sem gerðar hafa verið af Banda- ríkjunum, og er niðurstaða þeirra, að rangar séu og fjarstæðukenndar fréttir um, að Norður-Víetnam sé mun veikara hernaðarlega en áður. Áðurnefnd athugun ieiðir í ljós, að Norður-Víetnam hafi 140 — 160.000 manna lið i Suður-Víetnam eða grennd, og Víetcong 40.000 og þetta sé nægiiegur liðsafli til þess að hefja sókn þá til Saigon, sem svo mjög hefir verið um rætt. Velfum islenzkt tll jólagjafa Tékkneskir málmiðjumenn hóta oð hefja verkföll Prag í morgun: Málmiðjuverka- menn í Tékkóslóvakíu hafa hótað verkfalli ef stefnan í umbótamál- um leiðir til stöðusviptinga, jafnt hvort sem um þjóðarleiðtoga er að ræða eða aðra. Prag í gær: Tveggja daga um- ræða hófst í dag á þjóðþingi Tékka til þess að ræða skiptingu landsins í tvö sambandslýðveldi undir einni sambandsstjórn. Dr. Húsak, leiðtogj Kommúnista- flokks Slóvakíu segist ekki taka við flokksforystu Kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu af Alexander Dub- cek. Ky og Harríman á fundi i gær Ky, varaforseti Suður-Víetnam, ráðunautur sendinefndar lands síns, sem kominn er til Parísar til þess aö sitja Víetnam-ráðstefnuna á breiðara grundvelli, sagðj í París í gær, að Bandaríkjastjóm legði nú fast að stjórn Suöur-Víetnam, aö vera samkomulagsliprari. Ky sagði þetta eftir að hann kom af fundi með Averil Harri- mann, aðalsamningamanni Banda- ríkjanna. — Ky endurtók við frétta menn gagnrýni á Clark Clifford, landvarnaráöherra Bandaríkjanna. Frönskum stúdent- um hótað svipt- inqu námsstyrkja Lögreglan í París var í gær kvödd frá heimspeki-háskóladeildinni í Nanterre við París, í von um að það leiddi til þess að stúdentar hættu mótmælaaðgerðum. Jafnframt varaði innanríkisráð- herrann stúdenta við afleiðingum þess, aö ókyrrö héldist áfram, og gæti það leitt til þess, að stúdentar yrðu sviptir námsstyrkjum og yrðu ekki lengur aönjótandi þeirra frið- inda, að vera undanþegnir her- þjónustu. ÓTRÚLEGT m SATT Hin margeftirspurðu svefnherbergis- sett eru komin aftur. Nú geta allir eignazt svefnherbergissett Við bjóðum yður svefnherbergissett gegn skilmálum og verði í sérflokki. Hjónarúm með dýnum á aðeins kr. 12.900,00 með okkar viðurkenndu greiðsluskilmálum. Ennfremur höfum við á boðstólum góðar springdýnur, verð frá kr. 3.000,00. ■ Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Hvar gerið þér betri kaup? TRÉSMIÐJAN VÍÐIR LAUGAVEGI 166 . SÍMAR: 2 22 22 OG 2 2229

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.