Vísir - 19.12.1968, Side 13

Vísir - 19.12.1968, Side 13
V1SIR . Fimmtudagur 19. desember 1968. Verða kosningar í vor? IJm þessar mundir hugleiða margir möguleika á kosn- ingum til Alþingis næsta vor. Nýjasta tilefnið er yfiriýsing Eggerts G. Þorsteinssonar, sjávarútvegsmáiaráðherra á aðalfundi Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna fyrir nokkrum dögum. Þá lét ráð- herrann þau orð falla, að kosningar yrðu óhjákvæmiieg ar á næsta ári, ef efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar yrðu gerðar að engu. Svipuð ummæE hafa heyrzt frá forsætisráðherra Bjama BenediktssynL Hins vegar hef- ur engm formleg samþykkt ver ið gerö um þetta atriði í stjóm arflokkunum, og leíiðtogum stjórnarflokkanna var ókunnugt um aö sjávarútvegsmálaráð- herra hygðist gefa fyrmefnda yfirlýsingu á LÍÚ-fundinum. — Hún var meira bindandi en önn ur ummæli, sem komiö hafa frá forystumönnmn stjómárflokk- anna um þessi efni. Hins vegar sáu stjómarblöðin ekki ástæöu til að hampa yfiriýsingu sjávar- útvegsmálaráðherra, og bendir það ásamt öðru til þess að aðr- ir áhrifamenn, en Eggert G. Þor steinsson vilji vera óbundnir varðandi bosningar á næsta ári. Jjá hefur margur borgarinn sagt sem svo: Era alþýöu- flokksmenn ekki að búast til kosninga með yfirlýsingum Gylfa Þ. Gíslasonar, formanns Alþýðuflokksins um landbúnaö- armálin? Eru framsóknarmenn ekki að búast við kosningum úr því aö þeir era byrjaðir að færa „hina leiðina” I framvarpsform t-d. með framvarpinu um At- vinnumálastofnun? Enn hafa menn sagt: Er stjórn arandstaðan ekki aö reyna að knýja stjómina frá völdum meö því að hvetja sjómannastéttina tii harðvítugra átaka við ríkis- valdið? Ekkert af þessu bendir út af fyrir sig til þess aö kosningar muni fara fram á næsta ári. At- burðarás er gæti leitt til kosn- inga næsta vor er öll eftir. Tvö augnablik era þýðingarmest og geta ráðið úrslitum. Annars veg ar í janúar þegar samningar sjó manna koma til endurskoðunar. Hins vegar 1. marz, þegar vísi- töluuppbót verkamanna fellur niður. A tökin sem væntanlega ná há- marki á þessum tveimur augnablikum, eru þegar hafin. Og það merkilega hefur gerzt að stjómarandstæðingar hafa wíðhöbF EFTIR ÁSMUND EINARSSON; sennilega leikið af sér í fyrstu lotu. Stjómarandstæðingar hafa lagt mikla áherzlu á það að hindra viðræður launþegasam- taka og stjómvalda um atvinnu- mál meðan sjávarútvegsfram- varpið er óafgreitt á Alþingi. 1 kröfum stjómarandstæðinga felst, að sjómenn fái mun hærri kjarabætur strax en verkafólk í landi getur gert sér vonir um að fá. Þetta skilja verkamenn ekki og hafa enga eða litla sam úð með sjómönnum i þessu máli Þess vegna er afstaða Eð- varðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar til viðræðna ASÍ við ríkisstjómina án efa í ósam- rær/ni við vilja verkamanna i Reykjavík. 'C’nginn veit ennþá, hvort sjó- menn fara í verkfall í jan- úar. Svo mikið er víst að út- gerðarmenn og stjórnvöld era reiðubúin til að koma eins langt til móts við kröfur þeirra og slíkt samræmist afstöðunni til kröfugerðar annarra stétta. — Hins vegar eru engar líkur á verkföllum verkafólks í landi fyrstu mánuði ársins og ef að veikum líkum lætur eru verk- föll ekki fyrirsjáanleg fyrr en seinna á árinu, ef þau verða einhver. Viðhorf verkafólks mun mjög mótast af atvinnuástandinu. At vinnuástandið mun hins vegar mikið komiö undir því hvort rekstrarlán til atvinnuveganna verða aukin fljótlega eða ekki. Það er nú til athugunar hjá Seðla banka Islands og bankastjóm- um viðskiptabankanna og stjóm völdum hvemig rekstrarfjár- aðstaða atvinnuveganna verði helzt bætt og fullur skilningur er ríkjandi hjá öllum aðilum á þörf atvinnuveganna fyrir rekstrarfé. Nokkum veginn full atvinna I landinu mundi sennl- lega nægja til að hindra verk- föll. Ábyrgir aðilar innan laun þegahreyfingarinnar gera sér ljóst að um kauphækkanir er naumast að ræða á næstu mán uðum. Fyrstu átökin innan ASl eftir sambandsþingið benda til þess að hinir ábyrgari geti ráð ið stefnu ASl. Og eitt er víst: Allsherjarsamstarf um stefnu kommúnista og framsóknar næst ekki innan launþegahreyf- ingarinnar. Jþað má vera að kosningar hefðu verið æskilegar sl. haust til þess að þjóðin hefði fengið tækifæri til að velja um úrræði í efnahagsörðugleikunT um En kosningar í vor, þótt fyrstu efnahagsaðgerðir ríkis- stjómarinnar mistakist eru ekki æskilegar. Það er af þeim á- stæðum aðallega að þær gætu valdið slíku raski á stjórn lands ins á tímum þegar nauðsynlegt er að haldið sé sem fastast um stjómartaumana, að efnahags- lífið biði þess seint bætur. Þá er betra að tiltölulega samhent ríkisstjórn haldi áfram leit nýrra úrræða í samstarfi við for ystumenn atvinnuveganna og launþega. Þetta kann þó að vera óframkvæmanlegt. JÓLAGJAFIR Handavinna í fallegum umbúðum er tilvalin jólagjöf. Hannyrðaverzlun Þuríðar Sigurgeirsdóttur Aðalstræti 12 . Sími 14082 Svissnesk úr. Þórður Kristófersson úrsm. Sala og viðgerðaþjónusta Hrfsateig 14 (Hornið við Snndlangavcg.) Sími 83616 Pósthólf 558 - Reykjavflc. Blómahúsið Álftamýrí 7 Simi 83070 Fögur skreyting er góð jólagjöf. Sendum um alla borgina — um allt land. — Ath. að panta í tíma. Bila hreinsibón JET WAX - AND CLEANER Er fljótandi hreinsi- og gljábón með svipuðum eiginleikum og PRESTONE JET CAR WAX nema hvað það hreinsar enn auSveldar tjörubletti og annaS slíkt af bílum, og gefur sérstak- lega varanlega húS. FÆST Á ÖLLUM HELSTU BENSÍNSTÖÐVUM V ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SIMI 23955 John le Carré: LAUNRAÐ um LAGNÆTTI JOHN LE CARRÉ sýnir enn einu sinni í þessari bók, að hann er snillingur, og George Smiley mun sannfœra lesendur um það enn einu sinni, að hann er með slyngustu söguhetjum, sem unnt er að kynnast. JOHN LE CARRÉ er höfundur metsölubókanna: NJÓSNARINN, SEM KOM INN ÚR KULDANUM og NJÓSNARINN í ÞOKUNNI. Bókaútgáfan VÖRÐUFELL

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.