Vísir - 21.12.1968, Síða 1

Vísir - 21.12.1968, Síða 1
Menntskælingar fara í hráskinnaleik Þaö verður margt á seyði á jólagleði Menntaskóians í Reykjavík þann þrítugasta. Nem endur vinna af kappi þessa dag ana við undirbúning gleðinn- ar. Yfirskrift hennar verður: „Lif- andi brunnur hins andlega seims“, en gleðin verður raunar helguð skemmtunum Islendinga að fomu og hnútukast kennaranna af ýmsu því, sem menn hafa haft að dægurgamni hér á landi. Þegar Vísir brá sér bak við tjöld- in í Laugardalshöllinni, þar sem skemmtunin verður, gat að líta myndir af ýmsum göfugum iþrótt- um fornmanna, svo sem hnútukasti og hráskinnaleik, glímu, kveðskap »->■ 10. síða. Þessir hafa, sýnist manni, brugðið sér í eina bröndótta. Myndin er eftir Jón Ásbergsson, en þeir sem gægjast þar hjá rammanum eru Ragnar Kvaran, Sigurður Guðmundsson, Snorri Zóphóníasson, Þor- lákur Helgason (inspector scholae) og Ingólfur Margeirsson. og nýju. Myndir hafa verið gerðar eftir áreiðanlegum heimildum Hvað á að gefa í jólagjöf? V'ISIR 1 DAG — 32 s'iður — aukablað um jólagjafainnkaup Það er vandi að velja jóla- | gjöfina, — og enn meiri vandi að gefa gjöf því það verður að gerast með hinu rétta hugar- fari og í hinum rétta og sanna anda jólanna. j í jólagjafahandbók Vísis, síð- ara hluta, sem fylgir blaðinu í dag, er að finna ýmsar smá- gjafir, sem sannarlega ættu ekki að koma við pyngjuna, þær kosta allar innan við 100 kr. Þá eru ráðleggingar um ýms- ar dýrarj gjafir, gjafir HANDA HENNI og HANDA HONUM, það eru gjafir, sem ættu að vera hentugar og koma að gagni í framtíðinni. Olíuhöfn í Geldinganesi ráðgerð — Lækkun oliuverðs vegna stærri oliuskipa. — Mikilvægt að losna v/ð jbau úr höfninni vegna hættunnar segir hafnarstjóri. Frumdrög að olíuhöfn við Geldinganes hafa verið unnin á vegum Reykjavíkurhafnar og var lokið við þau í sumar. Gert er ráð fyrir að sköpuð yrði að- staða fyrir öll olíufélögin á Geldinganesinu og er á- ætlað að um 70 þús. tonna oiíuflutningaskip geti lagzt þar að bryggju í upphafi, að því er Gunnar Guðmundsson, hafnarstjóri sagði Vísi í gær. Seinna er gert ráð fyrir aö höfnin yrði stækkuð þannig, að 100 þús. tonna olíuflutningaskip gætu Iandaö þar olíu. — Stærstu olíuflutningaskipin, sem nú koma til landsins eru um 20 þús. lestir. Aðstaðan er ekki fyrir hendi til að taka á móti stærri skipum. Hafnarstjóri sagði, að þessi höfn ætti eflaust langt i land, þó að nú væri byrjað aö vinna aö undirbúningi hennar. Þetta væri þó aðstaða, sem nauðsyn- legt væri að skapa olíufélögun- um, sem búa nú við mjög úrelt fyrirkomulag. — I olíuhöfninni í Geldinganesi yröi aðstaða fyr- ir olíuskipin, sem annast um dreifinguna innanlands, en það væri mikið nauðsynjamál að losna viö þau úr Reykjavíkur- höfn, þar sem þau valda hættu. Samkvæmt lauslegri kostnað- aráætlun um gerð hafnarinnar, mun hún kosta um 50 milljónir viö fyrsta áfanga, þ.e. gerð bryggju og athafnasvæðis fyrir olíufél. Þessi kostnaðartala er frá því í sumar, en hún mun að sjálfsögðu hækka við gengis- lækkunina og hækkanir á verð- lagi innanlands. 1 frumdrögun- um er einnig gert ráð fyrir svæði undir olíuhreinsunarstöð, en eins og kunnugt er hefur nokkuð verið rætt um að koma slíkri stöð upp hérlendis. Hallgrímur Hallgrímsson, for- stjóri Skeljungs sagði í viðtali viö Visi, aö það væri algjört nauðsynjamál fyrir olíufélögin og landið í heild, að olíuhöfn yrði byggð, sem fyrst. ÖH að- staöa olíufélaganna væri orðin löngu úrelt. Flest olíuskipin, sem kæmu með olíu hingað tfl m->- 10. síða. Bókasalan mikil og nokkuð jöfn Hnútukast ú Alþingi — sjá bls. 10 — Visir forvitnast um söluhæstu jólabækurnar — Bók Laxness jbó greinilega vinsælust Salan á jólabókunum er yfir- leitt mikil og jöfn var svarið hjá flestum bókaverzlununum, sem Vísir hafði samband við í gær til að forvitnast um jólabókasöluna. Erfitt er að gera upp á milli Það er mikið um afleysingar á skipunum jólin. Hér gengur nýr vélstjóri um borð í Laxá í Keflavík. Hann fær sér upplyftingu með ferð til Portúgals um leið og einn vélstjórinn getur notið jólanna heima til tilbreytingar. margra bókanna. Þó voru allar fimm verzlanirnar, sem Vísir hafði samband við sammála um að Kristnihald undir Jökli, eftir Halldór Laxness væri efst á blaði. Verulég hreyfing er nú komin á bóksöluna, þannig að útgefend- ur þurfa varla að sjá eftir því, þó að þeir hafi hvolft bókaflóðinu yfir þjóðina um þessi jól eins og áður. Þær bækur, sem helzt voru nefndar eru: Kristnihald undir Jökli, I striði og stórsjóum eftir Svein Sæmundsson, Svipir Reykja víkur (Ámi Óla), Reynistaðarbræð- ur (Guðm. Guðlaugsson), Séra Jónmundur (uppseld hjá forlaginu), Afreksmenn (Gunnar M. Magnúss), Séra Friðrik (eftir nokkra vini), Gróandi þjóðlíf (Þorsteinn Thorar ensen, en hún selst vel þó að hún sé með dýrari bókum á markaðn- »->- 10. síða. LAGT UPP I JÓLATÚRINN — Margir sjómenn fjarverandi um jólin Þeir verða margir sjómenn- irnir, sem verða fjarri heim- ilum sínum nú um jólin eins og önnu.- jól. Þeir eru þó ekki allir sjómenn að staðaldri, sem munu standa við stjóm- völinn á íslenzku skipunum á úthöfunum nú um jólin. Af- leysingar eru ávallt miklar um jólin. Sjómenn, sem hafa verið fjarri heimilum sínum á jólunum áður fá frí en land- krabbar og gamlir sjómenn bregða undir sig betri fætln- um og fara í eina ferð sér til upplyftingar. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér verða flest ir togararnir á veiöum um jól 10. sfða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.