Vísir - 21.12.1968, Síða 8

Vísir - 21.12.1968, Síða 8
VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. í( Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson 1) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson (( Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson lj Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson (( Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson l) Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 \\ Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 jj Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) \ Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands / I lausasölu kr. 10.00 eintakið \ ■Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. / Jól og jólagjafir Nú er orðið stutt til jólanna. Þau hafa þegar sett svip \ sinn á borgina og víða um landið. Jólainnkaupin eru \ í fullum gangi, og þrátt fyrir erfiða tíma er að sögn ( ekki minna keypt nú en undanfarin ár. Það er þó ekki | ( einhlítur mælikvarði á kaupgetuna almennt, því að ) við vitum ekki hvernig kaupin skiptast. Eflaust kaupa ) sumir meira en í fyrra, aðrir eitthvað minna og sumir ) sáralítið. ( Við íslendingar höfum á síðari árum tamið okkur / mikla eyðslu í sambandi við jólin. Sumu útlendu fólki, ) sem hér dvelst, ofbýður sú eyðsla. Jólagjafirnar hafa ) hjá sumum farið út í svo miklar öfgar, að slíks munu \ vart finnanleg dæmi meðal almennings í öðrum lönd- \ um. Margir reyna þó, sem betur fer, að velja gjafirnar ( þannig, að þær komi þeim að gagni sem þiggur. En (/ hins eru líka of mörg dæmi, að miklu fé sé eytt í hrein- ) an óþarfa. Má þar t. d. nefna óhóflega margar og dýr- j ar leikfangagjafir til barna, sem þau sum hafa oft ekki \ nema stundar ánægju af, einkanlega þau, sem fá svo ( margar slíkar gjafir, að þau vita varla að hverju þau ( eiga að leika sér. Og margt af þessu lendir svo til strax / í ruslakistu með öðru dóti, sem börnin eru löngu hætt j að hafa gaman af. Hér gildir sama reglan og í ótal j mörgum öðrum tilvikum, að allsnægtirnar veita ekki \ alltaf mestu gleðina. Ýmsir hafa tekið eftir því, og ( talað um það nú á síðari árum, að það sé engu líkara / en að bömin fái æði á aðfangadagskvöld, þegar þau / fara að opna jólapakkana. Þau rífa þá upp hvern af ) öðrum og mega varla vera að því að líta á innihaldið, j því svo mikið liggur á að opna þann næsta. Og þegar \ þessu er lokið velja þau ef til vill ú'r einn eða tvo \\ hluti, sem þau virðast hafa gaman af, en hirða lítt um II afganginn. j Þetta kann að þykja öfgakennd lýsing, en hún er ) eigi að síður sönn. Hér hefur mikil breyting orðið j frá því fyrir nokkrum áratugum, þegar jólagjafir voru \ yfirleitt fáar og smáar, en munu þó í fleiri tilvikum (( hafa veitt börnunum meiri og varanlegri gleði en hin- / ar mörgu og stóru gera nú. Enn er það svo ótalið, að hin sanna merking jólanna, í minningu hvers þau eru . haldin, hverfur í skuggann af öllu þessu glysi og óhófi. i. Jólin eru orðin verzlunar- og gjafahátíð fyrst og V fremst, og í huga barnanna er eftirvæntingin bundin U við það eitt, hvað þau fái margar og stórar jólagjafir. i( Hér er ekki við börnin að sakast. Þau eru ekkert \ verr af guði gerð en við, sem nú erum orðin fullorðin, ( vorum á þeirra aldri. Við hefðum eflaust farið eins / að í öllu, ef skilyrðin hefðu verið hin sömu. Sé hér ) í óefni komið, er það okkar sök. Þeirrar skoðunar j gætir talsvert meðal málsmetandi útlendinga, sem hér j hafa dvalizt síðari árin, að við íslendingar kunnum ( ekki að ala upp böm. Væri ekki rétt af okkur að hug- { leiða, hvað hæft kunni að vera í þeirri skoðun? / iiiii iimwb1 UBeE&mmmmmmmmmKmmKMammmmmMmmmmmmam EZ®E V í S IR . Laugardagur 21. desember 1968. M i'iMmmmmmmmmmmaM* morgim ' útlötid í Horgun útlönd í morgun. Víetnam-ráðstefnan í París Afstaða stjórnar S.V. til þjóðfrelsishreyfingar- innar veldur mestum erfiðleikum TVTguyen Cao Ky flugmar- skálkur, varaforseti Suður- Víetnam, þykir orðhvass og opinskár, og hefir það vakið eigi litla furðu, að hann skuli ekki hafa haft betra taumhald á tungu sinni en reyndin hefir orðið, en hann hefir gagnrýnt aðra nær daglega og óvægilega, og einkum Bandaríkjastjóm. Það er þó vegna samkomulags- umleitana um frið, sem stjóm Suöur-Víetnam hefir látið til leiðast, aö senda nefnd þangað, þótt henni hafi verið það þvert um geð, og olli émkum afstaðan til Þjóðfrelsishreyfingarinnar (NLF), en hinn vopnaði armur hennar er Víetcongliðið. Þaö er Ky, sem hefir haft orö fyrir sendinefnd Suður-Víetnam í París. Hann er ráöunautur hennar, en ekki formaður — en í honum heyrist lítið eöa ekki, en Ky lætur eitthvaö eftir sér hafa daglega. Fyrir tveimur dögum sagöi hann hinum banda- rfsku gagnrýnendum á stefnu stjórnar S.V., aö þeir ættu að halda sér saman, og í gær bárust fréttir um, að hann hefði frá upphafi lagt áherzlu á (1965) að Bandaríkin hjálpuöu Suöur- Víetnam til þess að varðveita sjálfstæöi sitt og frelsi, — og furðulegt, ef nú yrðj stefnt aö því aö Bandaríkin hefðu liö í S.V. til þess aö neyða þjóðina til þess að gerast þrælar kommúnista. Ky lætur þó í það skína, að hann sé ekki mótfallinn sam- komulagsumleitunum, en vitan- lega er það samþykki bundið því, að skilyrðj S.V. fyrir að setzt verði að samningaboröi verði viðurkennd. Vegna af- stööunnar til Víetcong er þó ekki annað sjáanlegt, en sama þófið haldist áfram, meðan stjóm S.V. neitar að viður- kenna Víetcong sem samnings- aðila. Deilan um lögun samninga- borös eða borða, hvort þau skuli vera eitt, tvö eða jafnvel fjögur, er vitanlega annað og meira en deila um lögun borða og boröafjölda. Hún er i grund- vallaratriöum um rétt þeirra, sem gera kröfu til að taka þátt í samkomulagsviðræðum sem jafnréttháir aðilar, og þar er þá aftur komið það, sem mestum erfiðleikum veldur, neitun stjómar Suöur-Víetnam að viö- urkenna Vfetcong og þjóðfrels- ishreyfinguna. Háttsettur norður-víetnamsk- ur sendinefndarmaöur sagði snemma í þessari viku, að báðir aðilar (Bandaríkjanna og Norð- ur-Víetnam) hefðu f rauninni sagt allt, sem þeir gætu tekið fram um þetta mál — og mundi sendinefndin ekki hvika frá til- iögu sinnj um hringlaga borö, sem allir sendinefndarmenn allra sendinefndanna fjögurra gætu setið viö hvemig sem þeir vildu. Lam, ambassador Suður- Vfetnams í París, sem er form- lega formaöur sendinefndarinn- ar, sagöi fyrr í vikunni, að ekk- ert samkomulag kæmj til greina varðandi þjóðfrelsis- hreyfinguna og Víetcong, en S.V. gæti fallizt á tveggja aðila ráðstefnu. Suöur-Víetnam, sem beitt var ofbeldi, eins og hann kvaö aö orði, og Noröur-Víet- nam, sem hann lýsti sem árás- araðila, er gæti „innbyrt“ Víet- cong, og mun hann þá hafa gert ráö fyrir Bandaríkjunum sem meðaöila S.V. eða bakhjarli, en þaö fer ekki milli mála, — að ef setzt verður aö samninga- boröi, verða Bandaríkjamenn þar til að gegna aöalhlutverki, þar sem Suður-Víetnam á allt undir Bandaríkjunum til þess að geta haldið velli í landinu. Landið er fjárhagslega mátt- vana, spilling verið mikil og baráttuhugur lítill, þar til í seinni tíð, að Suður-Víetnamar hafa tekið sig á, þar sem þeir sjá fram á, aö þeir geta ekki Averill Harriman. látiö Bandaríkjamenn berjast fyrir sig til eilífðar nóns, því að Bandaríkjaþjóðin vill herinn burt úr landinu og gæti sú orð- ið reyndin, að það yröi. Aðeins tímaspursmál hvenær byrjaö verður aö fækka verulega f liöi Bandaríkjanna í S.V. — nema þá eitthvaö óvænt gerist, svo sem að það takist að þvæla svo málinu og spiila horfum, að barizt verði af hörku til úrslita. En frekar hallast menn að hinu fyrra, vegna þess að Ky og slíkir orðhákar verði neyddir til að strika yfir stóru orðin. Og enn bendir margt til, aö óvissa ríki um margt, svo sem oft hefir veriö spáð, þar til Nixon er búinn aö koma sér fyrir í Hvíta húsinu. — A. Th.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.