Alþýðublaðið - 04.01.1966, Side 8
j
>i
I
j
í
i
i
I
i
i
}-
i
i
i
I
í
!
Höldum átökum innan skefja
Nýársávarp forseta íslands
Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson.
GÓÐIR íslendingar, nær og
fjær!
Ég þakka öllum gamla árið, sem
nú er liðið í skaut aldanna, — og
óska yður öllum góðs og farsæls
nýs árs! Gleðilega hátíð! Ég á þar
við, að nýársdagurinn, sem nú er
talinn, var raunar áður um mið
bik jólanna, sem náðu frá aðfanga
dagskvöldi til þrettánda.
Jólin eru upphaflega ævaforn
miðsvetrarhátíð, sem kristin
kirkja hefur helgað frá ki-istnitöku.
Enn eru um jólin sagðar sögur
frá forneskju, og rifjuð upp göm-
ul minni frá heiðni, án þess að
nokkur amist við.
Hinn mikli fagnaðarboðskapur
jólanna er þó engu að síður jóla-
guðspjallið, María og Jósep, jat-
an og Jesúbarnið, jólastjarnan,
friður á jörðu og velþóknun með
mönnunum. Þrettándinn var og
áður haldinn heilagur, ýmist í
minningu vitringanna frá Austur-
löndum eða skírnar Jesú og opin-
berunar Heilags Anda í dúfulíki.
Jólaguðspjallið er oss í blóð
borið, og það skiptir ekki öllu
máli, hvort menn líti á það sem
sannsögulega frásögn eða tákn- og
helgisögu að einhverju leyti. Um
slíkt er varla lengur deilt, og sízt
á jólum. Helgisögur geta verið
sannar á sinn hátt eins og allur
hinn hæsti skáldskapur.
Upp úr jólum fer sólin aftur að
hækka á lofti, daginn að lengja.
„Hið sanna ljós, sem upplýsir
hvern mann, var að koma í heim-
inn.” „Orðið varð hold, og hann
bjó með oss, fullur náðar og sann-
leika.” Það er því meiri helgi
yfir jólunum en öllum öðrum há-
tíðum, nema vera skyldi páskun-
um, hátíð upprisunnar.
Það er skammt á milli jóla-
trésins og krosstrésins, og þó er
það hin helgasta og háleitasta
saga, sem gerzt hefur hér á jörð.
Hún fyllir hug vorn friði og vel-
þóknun enn þann dag í dag, þó
stutt vilji á stundum verða í
vopnahléum, eins og dæmin sýna.
Jólaboðskapurinn ætti þó að taka
til alls ársins.
Á áttundadag jóla, eins og nýj-
ársdagurinn var áður nefndur, er
venjan að minnast sérstaklega
sögu hins nýliðna árs og framtíð-
arvona. Það gerum vér öll í
hjörtum vorum. Áramótagreinar
og ræður svo margra annarra hafa
það aðalviðfangsefni, svo ég mun
á fátt minnast í þessu stutta á-
varpi.
- Gamla árið var góðæri, ein-
munatíð og afli, nema helzt gras-
brestur á Austurlandi. Metafli var
á sjó og verðlag á útflutningsaf-
urðum hagstætt. í sliku góðæri
má ekki gleyma hörðu árunum. í
vorri sögu hafa jafnan skipzt á
góðæri og hallæristímabil. Og þó
hallæri sé máske fullsterkt orð á
vorri tækniöld, þá mun svo enn
verða, að árferði og aflasæld
gangi í öldum. Ekki hefur síldin
reynzt árviss, síðaii þær veiðar
hófust að nokkru ráði. Hátekjur
þjóðarinnar verður að nota til að
brúa yfir lágtekjukaflana, bæði
með því að safna sjóðum og skapa
fjölbreyttari og vaxandi afkomu-
möguleika. Gildir það jafnt um
þegna sem þjóð. Til þjóðfélagsins
eru gerðar miklar og vaxandi kröf-
ur, og gott að heyra úr ýmsum
áttum viðurkenning á því, að ekki
sé unnt að gera allt í senn. Þarf-
irnar eru miklar, og vart hægt að
fullnægja á hverjum tíma nema
forgangskröfum.
En áróðurinn er áleitinn, og
flokkskapp fer oft fram úr hófi.
Áróðurstækni hefur ekki síður
færst í aukana en önnur tækni,
vaxandi blaðakostur, útvarp o. s.
frv. Flokkaskipting er að vísu
nauðsynleg og samvaxin lýðræð-
isskipulagi. Flokkur er sjaldan
betri en meðaltal þeirra, sem
flokkinn fylla. Og þó hver flokk-
ur sé góður fyrir sinn hatt, þá
eiga allir að baki og fyrir hönd-
um samstarf við aðra, enda sjálfir
samsteypa ólíkra hagsmuna og
sjónarmiða. Fullkomið eða svo-
kallað „vísindalegt” skipulag, sem
sé óháð mannlegu eðli, kostum
þess og göllum, fyrirfinnst ekki.
Það er enginn kolsvartur né drif-
hvítur eins og í riddarasögum,
heldur allt líkara mannlýsingum
íslendingasagna, þar sem ágætum
mönnum getur yfirsést og engum
þó alls varnað.
Þó jólafriðurinn sé skammær,
þá er það engin nauðsyn, að á-
róðurinn sé daglegur og árlangur.
Skylt er þó að játa, að minni
beiskja og fjandskapur virðist nú
manna á meðal en stundum hefur
áður verið í íslenzkum stjórnmál-
um. Og innan skefja þarf að halda
öllum átökum, ef lýðræði og þjóð-
areining á að varðveitast.
Ég læt ekki undir höfuð leggj-
ast að minnast eins höfuðatburðar
frá íslenzku sjónarmiði á liðnu
ári, en það er samþykki Þjóð-
þings Dana á afhending íslenzkra
handrita til vor, sem eigum þar
geymda mikla sögu og mestu bók-
menntaafrek forfeðranna. Þau eru
kjörgripir og helgir dómar þess-
arar þjóðar. Það verður aldrei of-
metið, hvern þátt hinar einstöku
og heimskunnu fornbókmenntir
vorar eiga í endurreisn og full-
veldi vorrar fámennu þjóðar.
„Norðurlandaþjóðir eru náskyldar
og um margt áþekkar,” segir einn
af þekktustu sagnfræðingum
vorra tíma, Arnold Toynbee, „en
það var fámennasta þjóðin, ís-
lendingar, sem um langt skeið
ortu ljóðin og rituðu söguna. Þetta
fæ ég hvorki skýrt né skilið.” Vér
getum sjálfir rakið ýmis rök, og
fært fram ástæður, en þó hygg
ég, að ekki verði hjá því komizt
að telja, að íslendingar hafi að
eðlisfari verið öðrum hneigðari
til skáldskapar og bóklegrar iðju,
enda hefur þráðurinn ekki slitn-
að til þessa dags. En slíkt þjóðar-
eðli verður erfitt „að skýra og
skilja,” eins og Toynbee kemst að
orði.
Það er mikið drengskaparbragð
af Dana hálfu að gera slíka sam-
þykkt,. og binda þannig endahnút
á langa viðureign. í þeirri sjálf-
stæðisþaráttu á öllum sviðum, sem
nú ef lokið, hafa íslendingar
þroskast til sjálfsstjórnar og full-
veldis.
Það er aðdáunarvert, að Jón
Sigurðsson setur í upphafi markið
svo hátt, að það þurfti meira en
mannsaldur umfram hans eigin
ævi til að ná því marki. Það ber
allt að sama brunni um hans stór-
hug og réttdæmi um sögu þjóð-
arinnar frá upphafi og framtíðar-
stefnu. Það er vissulega samband
milli sögu og samtíðar, og nú er
það vort að sýna og sanna, að ís-
lenzk þjóð sé enn, og verði áfram
samboðin fornu þjóðveldi og
trausti Jóns Sigurðssonar.
Siðan sagt var frá stofnun
klúbbsins „Öruggur akstur“ á
Akranesi í byrjun desember —
en hann var sá 4. í röðinni —
hafa Samvinnutryggingar gengizt
fyrir stofnun fjögurra slíkra
klúbba, eins og hér skal nú vikið
að.
Laugardaginn 11. des. var fund
ur haldinn að Hótel Borgarnes.
Fundarstjóri var Jón Einarsson
fulltrúi hjá Kaupfélaginu þar en
fundarritari Guðmundur Sverris
dal. Þarna var stofnaður klúbb
urinn Öruggur akstur í Borgar
nesi, fyrir Mýra— og Borgarfjarð
arsýslu norðan Skarðsheiðar, og
pKsta nágrenni i veEtujráltt. í
Og víkjum nú sögunni hingað
tii Bessastaða. Það er langur fer
ill, og heldur óskemmtilegur, frá
því að Bessastaðir komust í kon
ungseign eftir víg Snorra Sturlu
sonar og þar til fyrsti íslendingur
inn hlýtur amtmannsembætti. En
með Magnúsi Gíslasyni amtmanni
hækkar hagur staðarins. Hann á
frumkvæði að bygging Bessa-
staðastofu, sem enn stendur að
kalla óbreytt, nema hvað tréverk
hefur verið endurnýjað að miklu
leyti, og þó í sama stíl. Teikn-
ing hússins hefur verið gerð af
stórhug og öruggri smekkvísi, og
framkvæmd af ágætum meistur-
um, sem þó voru svo ókunnugir
hér á landi, að þeir fluttu með
stjórn klúbbsins voru kosnir:
Karl Hjálmarsson póst— og sím
stjóri, Borgarnesi, formaður, Dið
rik Jóhannesson, ráðunautur,
Hvanneyri. ritari, og Sveinn
Bjamason, bóndi, Eskiholti, með
stjórnandi. Varastjórn skipa: Odd
ur Búason, bifreiðastjóri, Borgar
nesi, Jón Þórisson, kennari Reyk
holti, og Daníel Kristján'-son, skóg
arvörður Hreðavatni.
Sunudaginn 12. desember var
fundur haldinn. í Hljómskálanum
Gunnar Jónatansson ráðunauti/.*
en fundarritari Jónas Hólmsteins
son kaupfélagsstjóri. Stofnaður var
klúbburinn Öruggur akstur í Stykk
ishólmi, fyrir Snæfellsnes— og
sér danskan sand til öryggis múr-
verkinu.
Viðbætur eru móttökusalurinn,
sem gerður var í tíð Sveins
Björnssonar og Bókhlaðan reist á
nýliðnu ári, hvort tveggja í þeim
stíl og á þeim stað, sem fellur
inn i heildina og svip Stofunnar
gömlu, sem nú á tveggja alda af-
mæli á þessu ári. í Bókhlöðuna
vantar ennþá skápa að hálfu leyti
og steindar rúður í stóran glugga
á austurgafli. Fyrirmyndir að
þeim glugga æt.ti að taka úr forn-
um handritum, og má vera að
hvort tveggja komi í sama mund.
Bókhlöðu mátti ekki vanta á for-
setasetri slíkrar bókmennta og
söguþjóðar. Og það hygg ég, að
húsaþörf staðarins sé nú fullnægt,
að minnsta kosti í minni tíð.
Skreytingu Bessastaðakirkju er
nú að mestu lokið, og hefur hún
verið framkvæmd að hálfu fyrir
ríkisfé, og öðrum lielming með
gjöfum einstakra manna og fé-
laga. Þar eru sex steindir glugg-
ar úr íslenzkri kristnisögu og
tveir í kór með guðspjallamynd-
um, altaristaflan íslenzk og grát-
ur með táknum guðspjallamanna,
sem svara til og eru sömu ættar
og landvættirnir í voru eigin
skjaldarmerki. En merkastí kirkju-
gripurinn mun þó vera skírnar-
fontur úr norsku graníti frá kaþ-
ólskum sið, og má vera að hann sé
einna elztur kirkjugripur hér á
landi. Hann er að vísu kallaðar
marmarafontur í gömlum vísitas-
íum, en íslendingar hafa löngum
verið óglöggir á tré og stein, sem
ekki fyrirfinnst í landinu sjálfu.
Það mætti margt telja af góð-
um gripum, sem kirkjunni hafa
áskotnast, en síðast hefur nu bor-
ízt frá norskum vinum þykk og
þung eikarhurð, sem samsvarar
veggþykktinni í þessu veglega
guðshúsi. Járnin eru mikil og í
akkerisstíl til minningar um heil-
agan Nikulás, sjófaradýrlinginn,
sem kirkjan var helguð í kaþólsk-
um sið. Þar vantar aðeins skrána,
sem smíðuð verður og gefin af
islenzkum sveinum og meisturum
til minningar um járnsmíðalærl-
Hnappadals'-ýslu, nema fcuðaust
asta hlutann. í stjórn klúbbsins
voru kosnir:
Gunnar Jónatansson ráðunaut
ur, Stykkishólmi, formaður, Ágúst
Sigurjónsson bif,,eiðastjóri, Grafar'
nesi, ritari, og Jón Gunnarsson
bóndi Þverá Eyjahreppi, með
stjórnandi. Varastjórn skipa:
Bjarni Sigurðs'on bóndi, Berserks
eyri, Eyrarsveit, Njáll Gunnars
son bóndi. Suður—Bár, Eyrarsveit
og Illugi Hallsson bóndi, Gríshóli
Helgafellssveit.
Fimmtudaginn 16. des. var fund
ur haldinn í Aðalveri, Keflavík.
Fundarstióri var Hilmar Pétura
son forstjóri, en fundarritari Magn
ús Haraldsson tryggingafulltrúi'.
Framhald á 10 síðu.
Klilbbarnir „Öruggur al
son, bóndi í Hvammi í Norðurár í Stykkishólmi. Fundarstjóri var
v 8 4- J'an- 19.66 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ