Alþýðublaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 9
LIMRULAG
Þorsteinn Valdimarsson:
LIMRUR
Kjartan Guðjónsson teikn-
aði myndirnar.
Heimskringla, Reykjavík
1965. III bls.
Þorsteinn Valdimarsson er mik-
ill liagleiksmaður á mál og brag
svo sem alkunna er af kvæðum
hans. í þessu kveri finnur hann
íþrótt sinni dálítið skemmtilegan
farveg, leikur sér að því að snúa
enskum fimmtarhætti, limerick,
upp á íslenzku. Vísur sínar nefnir
Þorsteinn limrur, og gæti háttur-
inn þá kallast limrulag á íslenzku;
virðist engin fyrirstaða fyrir því
af náttúrunnar hendi að ortar
verði boðlegar vísur undir þeim
hætti á íslenzku. Samt kunna ís-
lenzkar bragreglur og rímrými að
gera limrunni þrengra um vik en
enskunnar, þyngja henni flugið
sem á allt undir léttleika sínum,
umsvifalausri en fjarstæðufullri
markvísi. Það væri sjálfsagt fróð-
legt um möguleika háttarins að
bera saman enskar limrur og limr-
ur Þorsteins. En hið eina saman-
burðardæmi sem hann tilfærir
sjálfur reynist honum ekki mjög
hagstætt:
There was a young lady named
Bright
Who travelled much faster than
light.
She set out one day
In a relative way
And returned on the previous
Eftir þessari vísu yrkir Þor-
steinn Hugð 1001, svona:
Mín fiaug er léttari, en ljósgeisl-
inn.
Hún leið í dag út um gluggann
minn,
fjær en afstæðið nær,
fjær og fjær —
og flutti mig aftur heim í gær.
„Það sem varla mátti hvísla varð
hljóðbært í limrunni; það sem eng-
ístur“
Stofnaður var klúbburinn Örugg
ur akstur í Keflavík, fyrir kaup
staðinn og næsta nágrenni. í
stjórn klúbbsins voru kosnir:
Hilmar Pétursson forstjóri, formað
ur Hjálmtýr Jónsson símaverk
stjóri, ritari og Stefán Egilsson,
kaupmaður meðstjórnandi. Vara
stjóm skipa: Árni Guðmundsson
vigtarmaður, Guðmundur Gunn
laugsson fulltrúi, og Kristján
Odds^on vélsmiður.
Föstudaginn IV. des. var fund
ur haldinn á skrifstofu Samvinnu
trygginga í Kópavogi — gamla
pósthúsinu. Fundarstjóri var S/1
ómon Einarsson, umboðsmaður
Sámvinnutrygginga á staðnum, en
Framh.: á 15! slðu.
inn mátti hugsa hló þar undir rós;
það sem ekki mátti prenta, nema
þá í Frakklandi, fann þar veg und-
ir og veg yfir boð og bönn,” segir
Þorsteinn Valdimarsson. Það er
nú svo: limran hefur löngum verið
farvegur fyrir klám og keskni, háð
og spott og spé. Sem ádeiluvopn
brestur hana beinskeytni íslenzku
ferskeytlunnar sem fer eins og
ör af bogastreng; limran hæfir í
staðinn eftir krókaleiðum, í krafti
fjarstæðunnar. Þeim sem limrur
Þorsteinn Valdimarsson
kveður er betra að hafa næma
sjón á áþreifanlega hluti, fyrir-
bæri, hversdagsatvik, skynja furð-
ur hversdagsins; það er háttur
hennar að snúa hlutunum við, rang
hverfa þeim; einatt sýnir hún okk-
ur í spéspegli:
There was a young man of Whee-
ling
V/ho was so extremely polite
That when he read on the
door.
Don’t spit on the floor!
He jumped up and spat on the
ceiling
Og margt hið bezta undir limru-
lagi er einskær græskulaus rugl-
andi, frjáls leikur hugsunar og
ímyndunar, rím- og háttfestar
furðusýnir. Lífæð limrunnar slær
í samspili hins rígbundna, staðn-
aða háttar við óvæntar sýnir, hug-
myndir, skoðanir skáldsins sem
kveður; manni býður í grun að
enska sé svigrýmra mál til
þessara hluta en íslenzkan. Óyf-
irstíganlegur meistari limrunnar
var Edward Lear, grafalvarlegur
heldrimaður sem gerði sér heilan
innar hefði ekki komið það miður.
rangheim í vísum sínum, þar sem
allir hlutir horfa öfugt við, yfir-
máta náttúrlegir í krafti ríms-
ins og kveðandinnar. Því fer fjarri
að Þorsteinn Valdimarsson sé
neinn íslenzkur Hlér. En þar virð-
ist mér hann beztur þar sem hann
lætur eftir ruglandi limrulagsins,
leyfir ríminu að yrkja sjálfu án
yfirlagðrár stefnu eða markmiðs;
orðunum að leika sér að hugsun-
inni: '
Gróssér Ó. Glerson & Plast
fékk í gær nokkuð merkilegt kast:
allir, hvert sem hann sneri,
voru úr gegnsæju gleri —
nema gleraugun, í þeim var plast.
Þess verður getið sem gert er,
sagði Goethe og skrifaði Werther.
lét liann ganga út á hlað
og gera það
sem gert er oftar en vert er.
Grauturinn brann,
gimbillinn rann,
prestur stóð í stólnum
í stóra svarta kjólnum,
og þá jarmaði hann.
Þar sem þessu máli er snúið við,
hugsuninni ætlað að leika að orðun
um verður fyndni Þorsteins ein-
att í þungfærara lagi, kveðandin
klúðruð; hæðni hans er yfirleitt
ekki markverð né ýkja markvís.
Og það er sjaldnast eitur á skeyt-
unum þó einnig beri það við svo
sem þessari vísu um Rýni:
Hann glottir á tölti um tréð
við tönn sem hann rótnagar með.
En þó það sé skrýtið,
þá skaðar hún lítið. —
Það er slefan sem tekur á tréð.
Eftir þessa sendingu væri rýni
víst sæmst að þagna. Auðvitað
er það að í hundrað vísna kveri
séu margar vísur misjafnar, ekki
sízt þar sem margir strengir eru
slegnir. Þorsteinn Valdimarsson
má eftir atvikum una vel við sinn
hlut, hann sýnir skemmtilega fram
á hagvirkni sína í þeim limrum
sem lánast bezt, og sumstaðar dá-
lítið skemmtilega skopgáfu;
það má hafa þónokkra ánægju
af bók hans þó ólíklega
festist margt úr henni í minni til
lengdar. Skopgáfa Þorsteins er
því miður ekki mjög frjó eða frum
leg; alvörugefni er honum náttúr-
leg, skopið virðist oftast kosta
áreynslu. Það er sjálfsagt hagsmíði
limrunnar sem freistar hans. En á
stöku stað í þessum vísum nýtur
sín hin næma ljóðræna málgáfa
Þorsteins sem alla daga skín í
skáldskap hans, gullið í grjótinu,
upprunaleg skynjunargáfa hans:
Græn er blæjan sem ber við loft —
engið bleikt er við gengum oft.
vatnar hæsta hlíð.
— Haf og liðin tíð —
Græn var blæjan sem brá á loft.
Það er ruglandi annars vegar, ljóð-
ræna hins vegar sem ber uppi
beztu vísurnar, hvort öðru ná-
skylt:
Það er lílegt að einhverjir verði
til þess að fordæmi Þorsteins að
reyna að kveða undir limrulagi
á íslenzku. Bók hans er, þó ekki
væri annað, skemmtileg kynn-
ing þessa háttar. Hinu verður ekki
neitað að hún hefði að skaðlausu
mátt vera allmiklu minni, hér fer
of mikið fyrir vísum sem ekki eru
Framhald á 10. síðu.
Verkafólk
Viljnm ráða fólk-konur og karla, — til
frystihússvinnu o. fl., einnig beitingamenn. ;
Upplýsingar hjá verkstjórunum í Sandgerði ■
og í Reykjavík í síma 1 1673.
H/F MIÐNES, Sandgerði.
Framkvæmdastjóri
Vörubílstjórafélagið Þróttur óskar að ráða
framkvæmdastjóra. (Góð laun). —Umsókn-
ir ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu blaðs-
ins merkt: „Fram'kvæmdastjóri“ fyrir 12.
janúar 1966.
Beitingamenn óskast
Jón Gíslason sf.
Hafnarfirði. Sími 50865.
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur vantar í eldhús Kleppsspítal-
ans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma
38160 frá kl'. 9 til 15.
Reykjvík, 3. janúar 1966.
Skrifstofa ríkisspítaíanna.
Starfsstúlka óskast
Starfsstúlku vantar 1 Kópavogshælið.
Upplýsingar gefnar í símurn 41504 og
41505 og á staðnum.
Reykjvík, 3. janúar 1966.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
ji
Jólatrésskemmtun
verður haldin í Sigtúni laugardaginn 8. jan-
úar 1966 og hefst kl. 3 s.d'. Sala aðgöngu-
miða er í skrifstofu V.R., Austurstræti 17
5. h. Tekið á móti pöntunum í síma 15-293.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. jan. 1966 $