Alþýðublaðið - 04.01.1966, Síða 11
t=Ritsti6rTÖm Eitfssondí^T^
OOOOOOOÍ-O^ <OOOOOOOOOOO<OOO< OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO’
L
Kristinn Benediktsson sigraSi í karlaflokki.
✓
Anægjulegt skíða-
mót Skíðaskálans
Skálamót Skíðaskólans var hald-
ið 2. janúar við Skíðaskálann í
Hveradölum. Mótið hófst kl. 1,30,
og voru keppendur allmargir frá
skíðafélögunum í Reykjavík og
fleiri félögum. Veður var gott,
frost um 4 stig bjart veður og
logn. Jóakim Snæbjörnsson ræsti.
1. Kristinn Benediktsson, ísaf.
30.5 31,0 61,5
2—3 Guðni Sigfússon, ÍR
32.5 32,5 65,0
2—3. Þorbergur Eysteinsson, ÍR
32,0 33,0 65,0
4. Leifur Gíslason, KR
33,0 35,0 68
5. Sigurður Einarsson, ÍR
35,0 35,0 70,0
Drengjaflokkur:
1. Eyþór Haraldsson, ÍR
33.0 34,0 67,0
2. Tómas Jónsson, Ármanni
33,0 34,0 47,0
3. Hörður Harðarson, ÍR
50,0 47,0 97,5
4. Haraldur Haraldsson, ÍR
73,0 43,0 116,0
Eftir keppni afhenti formaður
skíðasambands íslands Stefán
«0
Kristjánsson verðlaun. í karlafl.
var keppt um þrjá bikara, sem
vinnast til eignar af þeim þrem,
sem höfðu beztan brautartíma sam
anlagt. Guðni Sigfússon og Þor-
bergur Eysteinsson höfðu sama
tíma samanlagt og komu í markið
sem annar og þriðji maður og var
varpað hlutkesti um, hvor þeirra
skildi verða nr. 2. í drengjafl.
var keppt um bikar og hlaut sá
drengur hann til eignar, er beztan
tíma hafði samanl. Eftir tvær um-
ferðir voru þeir Eyþór Haraldsson
og Tómas Jónsson jafnir, en þar
sem þeir eru svo ungir og sprækir,
eins og Stefán Kristjánsson komst
að orði við verðlaunaafhendingu,
létu þeir sig ekki muna um að fara
enn einu sinni í brautina, og hafði
Eyþór þá betri tíma, og vann hann
því bikarinn sem um var keppt.
Mótið fór vel fram og var kepp-
endum og gestum til ánægju. Marg
ir Reykvíkingar fóru í Skíðaskál-
ann eftir hádegi á sunnudag til
að fylgjast með skemmtilegri
keppni og fá sér kaffisopa í hin-
um vistlegu veitingasölum Skíða-
skálans og var hvert sæti skipað
þar allan síðari hluta dagsins.
Við áramót er gjarnan staldr-
að við, litið -yfir farinn veg og
hugleitt um framtíðina. Hvað
íþróttum viðvíkur hefur 1965
verið lélegt ár, árangur is-
lenzkra íþróttamanna er slakur
á alþjóðamælikvarða.Handknatt
leiksfólk okkar hefur að visu
staðið sig allvel í nokkrum leikj
um við erlenda aðila, en þó er
árangur þess einnig nokkuð
tilviljanakenndur, samanber
leiki íslenzku og dösku kvenna-
liðanna s.l. haust.
Hversvegna nær íslenzkt i-
þróttafólk ekki betri árangri?
Hversvegna erum við ekki einu
sinni samkeppnisfær við frænd-
ur okkar á Norðurlöndum?
Að okkar áliti er aðalorsök-
in, ónóg þjálfun. Til þess að
verða frambærilegur í keppni
á alþjóðavettvangi í dag, dugar
ekkert minna en dagleg þjálf-
un svo til allt árið. Og það er
ekki nóg að koma á æfinga•
staðinn, það verður að vinna
vel og svikalaust. íslendinga
skortir þolinmæði, stundum
þarf að æfa daglega í mörg ár
til þess að ná ÁRANGRl. Það
er heldur ekki nóg að mæta vel
á æfingar og halda sig að æf-
ingum. Reglusemi og heilbrigt
líferni, er einnig nauðsynlegt.
Til þess að ná árangri í íþrótt-
um á alþjóðamælikvarða i dag
er þrennt nauðsynlegt, ÁHUGI,
REGLULEG ÞJÁLFUN og
HEILBRIGT LÍFERNI.
Viss hluti af þjálfuninni verð
ur oftast útundan hjá íslenzku
iþróttafólki, þ.e. þrek og út-
haldsþjálfun. Flestum leiðist
þessi þáttur þjálfunarinnar, en
ef hann er vanræktur er liætt
við þvi að illa fari. Árangur-
inn verður lakari, íþróttafólkið
fær ekki hina sönnu ánægju af
keppninni og keppnin getur
beinlínis verið skaðleg fyrir í-
þróttamann, sem ekki er í þjálf
un.
Við skulum nú færa nokkur
rök fyrir fullyrðingum okkar
um ónóga þjálfun íselnzks í-
þróttafólks. Fyrst er að líta á
knattspyrnumennina. í lands-
leiknum við Dani í sumar dtti
landslið okkar ágætan fyrri
hálfleik þ.e. meðan úthaldið
var nægilegt, en síðari hálf-
leikur var aftur á móti afleit-
ur, leikmenn okkar gátu ekki
leikið af krafti nema i 45 mín-
útur, þeir vanræktu þýðingar-
mesta þátt þjálfunarinnar, þrek
og úthaldsæfingar. Handknatt-
leiksflokkar okkar liafa oftast
brugðizt þegar líða tók á leik-
ina, hverjir muna ekki eftir
kvennaleikjunum við Dani,
Rússaleikjunum i desember,
leiknum við Ungverja í síðustu
heimsmeistarakeppni o.fl. leikj-
um.
Snemma í haust ætlaði Hand-
knattleikssambandið að efna til
þrek- og úthaldsæfinga, en þær
voru illa sóttar og fljótlega
lagðar niður Hliðstæðar æfing-
ar knattspyrnumanna eru einn-
ig illa sóttar það verður alltaf
að hafa knött nálægan, skipta
liði og leika sér Munið að fyrst
þarf að hugsa um þrek og út-
hald, síðan að æfa knattmeð-
ferð og leikskipulag.
í einstaklingsgreinum, frjáls-
um íþróttum, sundi o.fl. slíkum
greinum, er ástandið einnig
slæmt. Að vísu er einn og einn
maður, sem æfir vel í þessum
greinum, en heildarástandið er
slæmt.
Menn geta sannfærst um þetta
með því að fylgjast með æfing ■
um frjálsíþróttamanna út <fc)
Melavelli á sumrin, það er að-
eins brot af þeim, sem virðist:
taka æfingarnar alvarlega, það
vantar ekki, að ýmsir fórna
miklum tíma í æfingarnar, en
þær eru framkvæmdar með
hangandi hendi af alltof mörg-
Ýinsir hálda því fram, að hin ,
mikla vinna komi í veg fyrir
nægilega þjálfun, en þetta er
ekki aðalástæðan Að vísu er
mikið unnið, en hægt er að hafg,
reglu á hlutunum fyrir þvi,
þeir sem æfa íþróttir með
keppni i huga, eiga að æfa réif
og ekki vanrækja nauðsi/nieg-
asta þátt þjálfunarinnar. Knatt-
leiksmenn eiga stundum að
skilja knöttinn eftir og liugsa
um þrek og úthald. Frjálsí-
þróttamenn og sundmenn og
aðrir, sem iðka einstaklings
greinar, eiga að nota. æfinga-
tímann vel, það er betra að æfa
stutt en vel, heldur en lengi’Vg
með hangandi hendi.
Við skulum vona að á þessu
verði breyting til bóta. íslenzk-
ir áhorfendur eiga kröfur til
iþróttamanna, þúsundir áhuga-
manna kaupa aðgöngumiða ár-
lega fyrir milljónir og íþrótta-
fólkið verður að sýna það bezta
í staðinn. Hin mörgu íþrótta-
mannvirki, sem hér eru reist,
verður að nota rétt og vel, það
er skylda íþróttafólks að það
sé gert.
Það er vonadi að á þessu
verði breyting til bóta á þessu
nýja ári — með þá von í huga
óskar Íþróttasíðan íþróttafólld
og öðrum lesendum farsæls
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOKOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^OO
FH sigraði
landsliðið
Næstkomandi föstudag og sunnu
dag leika FH og Fredensborg frá
Osló í Evrópubikarkeppninni í
handknattleik. Báðir leikirnir fara
fram í íþróttahöllinni í Laugar-
dal. Lið FH hefur æft vel undan-
farið og m.a. hefur liðið leikið
tvo leiki við landsliðið núna um
jólin og sigrað í báðum.
Glímufélagið Ármann gaf út
smekklegt felagsblað fyrir jólin.
í blaðinu er' m.a. ávarp formanns-
ins, Gunnars Eggertssonar og rak-
in starfsemi hinna ýmsu deilda
félagsins. Margar myndir prýða
ritið, en ábyrgðarmaður þess er
Eysteinn Þorvaldsson.
Fimmtudaginn 30. desember var
haldið innanfélagsmót í Sundhöll-
inni. Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
ÍR, setti íslandsmet í 100 m. bak-
sundi, 1:17,6 mín Nánar á morgun.
MWWMMHMMWWWWWW
Tapleíknum við |
ísland gleymi
ég aldrei
Nýlega birtist viðtal við
sænska varnarl eikmanninn
Orvar Bergmark í Sænska
íþróttabalðinu, en hann er
einn traustasti leikmaður
sænska landsliðsins. Margt
bar á góma í viðtalinu og
ma. leikurinn við ísland
1951. „Þeim leik gleymi ýg
aldrei, segir Bergmark. lÆ-
herji íslendinga, Ríkharðhr
Jónsson er einn bezti knUTt-
spyrnumaður, sem ég hefi
nokkru sinni séð”.
MWMWWMWWWWWHMI1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. jan. 1966 1*