Alþýðublaðið - 07.01.1966, Side 8
EMIL JÓNSSON, RÁÐHERRA
í TÍMANUM 15. des. sl. voru
birtar tvær greinar um það, sem
blaðið kallar „Þyrilshneykslið11 —
Blettur á stjórnarfarinu.” Upplýs-
ingar sínar telur blaðið sig hafa
úr ræðu, sem Helgi Bergs, al-
þingismaður, hafi flutt við 2. um-
ræðu fjárlaga, en líklegra þykir
mér þó, að þessar upplýsingar
séu frá Guðjóni Teitssyni, for-
stjóra Skípaútgerðarinnar, komn-
ar. Til þess bendir allt orðalag og
efni greinanna, hvort sem hann
'í sjálfur hefur ritað þessar grein-
í ar eða ekki. Eru þær mjög í
j sama anda og bréf þau, er hann
skrifaði fjárveitinganefnd um
i sama efni. Mun það fátítt, ef ekki
eins dæmi, að embættismaður
' skrifi um stjórnarathafnir síns
; ráðherra eins og fram kemur í
þessum bréfum og Tímagreinum
og með jafn haldlitlum rökum.
Höfuðádeilan á mig er, að ég
hafi selt olíuflutningaskipið Þyril
fyrir óhæfilega lágt verð, og hafi
' það verið gert til að þóknast í-
haldsgæðingi, eins og það er svo
smekklega orðað í Tímagreininni,
en með því skaðað Skipaútgerð
ríkisins um stórfé. Þyrill hefði
skilað Skipaútgerðinni nærri 11
milljón króna hagnaði á undan-
förnum árum, og góðar horfur
hafi verið um áframhaldand?
rekstur skipsins. Hér við er ým-
islegt að athuga. Þessi „nærri 11
miiljón krónu hagnaður,” sem
svo er nefndur, er brúttóreksturs-
hagnaður, og mun þó oftalinn um
ca. 1 milljón króna. En það,
sem mestu máli skiptir, er þó
hitt, að þá er ekkert reiknað
fyrir vöxtum, ekkert fyrir af-
skriftum og ekkert fyrir hlutdeild
! í sameiginlegum kostnaði. Séu
| þessi þrjú atriði tekin með og
! farið varlega í sakirnar, kemur í
i Ijós, að brúttóhagnaðumn nægir
. ekki til greiðslu þessara gjalda.
Hvað því viðvíkur, að góðar
[ reksturshorfur hafi verið fyrir
skipið, skal eftirfarandi tekið
fram. Framan af var rekstur
: skipsins frekar hagstæður, a.m.k.
ef litið er á brúttóhagnaðinn ein-
an. Eftir að hin nýju tankskip
i 8 7- J'ari. 1966 — . ALÞÝÐUBLAÐIí)
olíufélaganna komu til sögunnar
fór þó að koma annað hljóð í
strokkinn, og nú er bezt að gefa
Guðjóni Teitssyni sjálfum orðið.
í bréfi Skipaútgerðarinnar, dags.
21. ágúst 1957, segir svo m. a.:
-„Vegna mikils reksturskostnað-
ar íslenzkra skipa af umræddri
stærð hefur nokkuð skort á að
skipið beri sig á árunum 1955—■
1956, ef reiknað er með skrif-
stofukostnaði og eðlilegri vara-
sjóðssöfnun til endurnýjunar.
Sígur þó ört á ógæfuhlið í þessu
efni.”
(Þess má geta innan sviga, að
brúttóhagnaður á þessum árum
nam:
1955 kr. 63.535,95
1956 kr. 172,31
Þetta hefði hrokkið skammt ef
reiknað hefði verið með:
1. Vöxtum kr. 108,000
2. Afskriftum kr. 376.000
3. Sameiginl.
kostnaði kr. 143.000
eða alls kr............. 627.000
hvort þessara ára.).
Enda er svo komið í ársbyrj
un 1958, að forstjórinn segir í
bréfi, dags. 12. febrúar þ. áfs:
„Vér höfum minnzt á umrætt
vandamál við Eystein Jónsson,
samgöngu- og fjármálaráðherra,
og bendir hann á, að engin fjár-
veiting sé til þess að gera tank-
skipið lit með tapi, hvorki á
strandferðum né millilandasigl-
ingum.
Virðist því helzt liggja fyrir að
leggja skipinu upp eða selja það.”
Og í bréfi dagsettu 28. okt. 1961,
lýsir forstjórinn því, að skipið
liggi um þær mundir verkefna-
laust. „Vér viljum taka það fram,
að eft.ir komu hins umrædda nýja
tankskips S.Í.S., teljum vér engar
líkur til þess að hægt verði að
gera Þyril út fyrst um sinn nema
með stórtapi, því að lýsisflutn-
ingar til útlanda eru mjög tæki-
færisbundnir og geta varla skap-
að nægjanleg samhangandi verk-
efni fyrir Þyril. Skip S.Í.S. myndu
auk þess að einhverju leyti taka
að keppa við Þyril um iýsisflutn-
ingana.”
Og ennfremur:
„Vér teljum því líklegt, að Þyr-
ill verði dæmdur úr leik og til
sölu seint á næsta ári, en ekki
mun fást fyrir skipið nema brot
af því. verði, sem það mun raun-
verulega standa í, eftir gott við-
hald, tll nota samanborið við nýtt
£
skip keypt á fyllsta verði.”
Og þálfu öðru ári síðar, hinn
8. maúz 1963, segir forstjórinn í
bréfi til ráðuneytisins, þar sem
rætt er um strandferðareksturinn
1963:
„Viljum vér því halda því fram,
að umrædd rekstrarútkoma á
síðastliðnu ári hafi orðið mun betri
en búast mátti við. Er augljóst af
hverju það stafar. Þar bjargaði
tankskipið Þyrill nærri 2.4 millj.,
þannig að án hans hefði rekstrar-
hallinn væntanlega orðið 20 millj.
kr., með hinum áður nefndu stór-
tjónum að upphæð ca. 3.7 millj.
kr.
Vér teljum sérstaka ástæðu til
þess að vekja athygli á síðast-
nefndu atriði varðandi Þyril, því
að framvegis ’fyrst um sinn er
varla von um, að það skip geti
skilað hagnaði eða jafnvel borið
sig. En ástæðan er sú, að Olíu-
félagið h.f. fékk 2 ný tankskip
seint á árinu 1962, og ber annað
um 200 tonn en hitt 1000 tonn.
Mun ganghraði stærra skipsins
vera um 12 mílur, en ganghraði
Þyrils er kringum 8 mílur og
burðarþol 870—900 tonn.” Og
síðar: „Eru af nefndum ástæðum
þegar byrjaðir rekstrarerfiðleikar
í sambandi við Þyril, þar eð skipið
varð nú að liggja verkefnalaust í
höfn heilan mánuð frá jan. til
febr. sl.
Um áramótin 1961 — 1962 barst
ráðuneytinu tilboð í skipið frá
Sigurði Markússyni, stýrimanni
hjá Skipaútgerðinni, o. fl. Um til-
boð þetta segir forstjórinn í bréfi
til ráðuneytisins, dags. 10. marz
1962:
„Litlu síðar en S. M. skrifaði
nefnt bréf, átti hann samtal við
undirritaðan, og kom þá í ljós,
að S. M. hafði ekki hugsað sér
hærra verð á skipinu en ca. 2
milljónir og bundið því skilyrði,
að kaupin gætu farið fram þegar
um áramótin 1961/1962, þannig, að
kaupendur gætu átt von á rekstr-
arhagnaði í ca. eitt ár, áður en hið
nýja skip S.Í.S. spillti aðstöð-
unni.
Ekki taldi undirritaður, að rík-
ið myndi selja Þyril fyrr en
næsta haust eða næsta vetur og
þá varla fyrir svo lágt verð, sem
nefnt var.”
Síðar í bréfinu segir:
„Ekki er hægt að segja að skip-
ið sé afgangs, a.m.k. ekki fyrr en
hið nýja skip S.Í.S. kemur, en
á tímabilinu þangað til gæti eitt-
hvert af núverandi strandferða-
tankskipum farizt, og vrði því eftir
atvikum að líta á það sem alltof
mikið bráðræði af ríkinu að selja
Þyril fyrr en nánar verður séð,
hvað framtíðin ber í skauti sínu.
Undirritaður hug'-ar sér að
kanna, livað reynast muni hæsta
fáanlegt markaðsverð fvrir Þyril
og tilkynna ráðunevtinu um það
áður en nokkrar bindandi ákvarð-
anir verða teknar í málinu.”
Rúmu ári síðar og eftir tiltölu-
lega hagstætt rekstursár Þyrils
árið 1962 ritar forstjórinn ráðu-
neytinu bréf hinn 2. apríl 1963, en
í því segir m.a.:
„Svo sem vér höfum tjáð ráðu-
neytinu, bæði skrifleea og munn-
lega, getur verið miög vafasamt,
að tankskip vort, Þyrill. hafi nægt
verkefni og verði starfrækt án
rekstrarhalla á þessu ári, og staf-
ar það af því, að eitt olíufélag-
anna, Olíufélagið h.f.. fékk tvö ný
tankskip til strandferða seint á
sl. ári.
Af þessum ástæðum höfum vér
viliað halda opnum beim mögu-
leika, að selja Þyril, ef bað virðist
nauðsvnlegt, og höfum vér því lát-
ið innlenda og erlenda aðila vita,
að skipið kynni e.t.v. að vera til
sölu......
Nú reynist það svo, að rekstrar-
hagnaður á Þyrli á sl. ári varð ca.
2.4 millj., án ski-ifstofukostnaðar,
vaxta eða afskrifta, en skrifstofu-
kostnaður er tiltölulega mjög lít-
ill við þetta skip, og það var þeg-
ar við árslok 1961 afskrifað niður
í kr. 558,900.
Nú barst oss hinn 28. f. m. svo-
hljóðandi símskeyti frá norsku
firma, sem vér höfum haft við-
skipti við: (Efni símskeytisins er
að boðin eru ca. £50.000.— fyrir
skipið). Áttum vér hinn 29. f. m.
viðtal um símskeyti þetta við hæst-
virtan samgöngumálaráðherra og
tjáðum honum, að oss væri a8
ýmsu leyti mikil eftirsjón að Þyrli
úr flota Skipaútgerðarinnar, en
hins vegar gætum vér ekki ábyrgzt
að ekki yrði halli á rekstri skíps-
ins fyrst um sinn, enda hefði það
orðið að liggja í heilan mánuð,
frá því seint í jan. og þar til seint
í febrúar á þessu ári, vegna
skorts verkefna. Ráðherrann á-
kvað samt, að ekki skyldi sinna
áður greindu kauptilboði, og höf
um vér bví tilkvnnt hinu erlenda
firma, að ákveðið hafi verið að
fresta sölu í bili, þar til nánar
verður séð, hvort skipið hefði næg
verkefni á vegum íslendinga.”
Af þessu bréfi forstjórans virð-
ist meea draga þá ályktun, að hon-
um hafi fundizt mjög koma til
greina að selia skipið fyrir ca. 6
milljónir. eftir liið tiltölulega hag-
stæða rekstrarár 1962. Enn skýrar
kemur betta í ljós í bréfi, sem
hann ritar ráðuneytinu sex vikum
síðar, eða hinn 20. maí 1963:
„í framhaldi af bréfi voru 2.
f. m. levfum vér oss að tilkynna
ráðuneytinu, að oss hefur nu bor-
ízt tilboð í tankskipið Þyril að
upphæð £52.500 í indverskrl
mynt, og er spurt hvort afstaða
íslenzkra valdhafa sé enn óbreytt,
að vilja ekki leyfa sölu skipsins.
Hið nýja tilboð er svo lítið
hærra en það, sem greint var frá
í áðurnefndu bréfi, að vér gerum
ekki ráð f.vrir, að sá mismunur
breyti fyrri afstöðu hæstvirts ráð-
herra. Hins vegar verðum vér að
árétta það, sem augljóst er, að Þyr-
ill mun fá erfiðan rekstrartíma
a.m.k. í bili vegna fjölgunar tank-