Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 7
Dómsniðurstöður í meiðyrðamáli ÁR 1965, þriðjudaginn 23. nóv ember, var á bæjarþingi Reykja- víkur í málinu nr. 2251/1965 Sig urgeir Jónsson gegn Gvlfa Grön- dal kveðinn upp svohljóðandi dóm ur: Mál ’þetta, sem tekið var til dóms hinn 4. þ.m., hefur Sig-ur ■geir Jónsson, bæjarfógeti. Skjól toraut 20, Kópavcgi, höfðað fyrir (bæjarþinginu með stefnu útgef inni hinn 30. apríl 1965 á hend- ur Gylfa Gröndal, Flókagötu 58, ihér í borg, ritstjóra og ábyrgðar ouanni Alþýðublaðsins, út af um mælum, sem birtust í 89. ttol. • 45. árgangs blaðsins, er út kom toinn 21. apríl 1965. Hin um- stefndu ummæli liirtust i frétta- grein tá 1. tols. undir fyrirsögn- inni „Blómastríð í Kópavogi“ Með skammstöfuninni ,,G.O.“ á undan greininni mun ætlað að auð Ikenna þann fréttamann blaðsins. er ritað hefur fréttina, en að öðru leyti er höifundar greinar- innar ekki getið. í greininni er fjailað um þann atburð, að stefn andi, sem er bæjarfógeti í Kópa vogi, lét á föstudaginn langa og páskadag í ár stöðva blómasöiu í Blómaskálanum í Kópavogi, sem Þórður Þorsteinsson rekur. með íþyí að loka húsakynnum tolóma- sölunnar. ICvaddi Þórður Þor- steinsson stuttu síðar blaðamenn á sinn fund og skýrði þeirn ffá aðgerðum þessum og skoðunum sínum á þeim. Munu flest dag- folöðin í Reykjavík 'hafa birt frétt af þessum fundi og m.a. toirt skoðanir Þórðar Þorsteinssonar. Hin umstefndu ummæli eru þessi: 1. „Þórður telur eindregið, að Ihér sé um að ræða persónulega óvild fógetans í sinn garð . . 2...... og hefði sjálfur átt ítrek uð skipti við Þórð á páskum jafnt sem aðra daga“. 3. „Þórður þakk ar sínum sæla fyrir að ákvæðin <um dauðarefsingu eru nú fallin úr gildi, ella hefði ekki verið nokkur vafi á, að fógeti hefði foeitt þeim gegn sér“ 4. „Þórður telur, að framin toafi verið á sér íólskuleg valdníðsla af fógetans hálfu“. ‘ Stefnandi telur ásakanir þær, sem fram koma ummælum þess um mjög móðgandi fyrir sig énda tilhæfulausar með öllu. Sumar á- sakanirnar séu það alvarlegar. að varða mundi embættismissi, ef sannar væru. Telur stefnandi slík- ar árnsir til þess fallnar að draiga úr trausti hans sem lögreglustjóra og héraðsdómara og líklegar til að auka á erfiðleika hans í um fangsmiklu og erfiðu embættis- starfi. Stefnandi telur ummælin birt á ábyrgð stefnda sem ábyrgðar- manns Alþýðublaðsins, Telur toann ummælin varða við 234. og 236. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 235. gr. sömu laga. Gerir stefnandi þær dómkröf- ur, að hin tilteknu ummæii verði dæmd dauð og ómerk samkvæmt ákvæði 241. gr. almennra hegn ingarlaga, að stefndi verði dæmd- ur í þyngstu refsingu, sem lög leyfa fyrir toirtingu ummælanna, að stefndi verði dæmdur til að greiða toonum miskatoætur sam- kvæmt 'ákvæði 264. gr. almennra toegningarlaga, er nemi kr. 100. 000.00, að stefndi verði með dómi skyldaður til að toirta forsendur og niðurstöðu dóms í máli þessu í fyrsta eða öðru tölublaði Al- þýðutolaðsins, sem út kemur eft ir birtingu dómsins fyrir stefnda. skv ákvæði 22. gr. 2. mgr, laga nr. 27/1956 og að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati dómarans. Af toálfu stefnda eru þær dóm kröfur gerðar, að hann verði sýkn- aður af öllum kröfum st.efnanda og honum jafnframt dæmdur máls kostnaður úr liendi stefnanda að mati dómarans. Kröfur stefnda eru á því byggð- ar, að állt það, sem sagt er í um ræddri grein, þar á meðal hin um stefndu ummæli sé haft eftir Þórði Þorsteinssyni og beri Þórð ur því einn ábyrgð á ummæl unum. Fari svo, að stefndi verði talinn bera áfoyrgð á ummæiun um, er því haldið fram, að sýkná beri af refsikröfu stefnanda og 'kröfu hans um miskabætur, þar sem toér sé ekki um skoðanir blaðsins að ræða. foeldur skoðan ir Þórðar Þorsteinssonar eins og þær hafi komið fram á umrædd- um blaðamannafundi. Höfundur fréttagreinar þeirrar, sem hin umstefndu ummæli birt ust í, er ek'ki nafngreindur. Sam kvæmt á'kvæði 2. mgr. 15. gr. stor. 16. gr. laga nr. 57/1756 ber því stefndi' sem áfoyrgðarmaður Alþýðublaðsins refsi- og fébóta- ábyrgð á efni greinarinnar Þykir það ekki firra stefnda ábyrgð þótt ummælin séu höfð eftir Þórði Þorsteinssyni á almennum blaða mannafundi, sem hann boðaði til. Verða nú hin umstefndu um- mæli athuguð: Um 1. í ummæl- um þessum felst aðdróttun um. aS stefnandi hafi gerzt sekur um valdníðslu. Ummæli þessi hafa elkki vierið réttlætt. Ummælin eru meiðandi fyrir stefnanda. Þyk ir birting þeirra varða við 235. gr. almennra hegningarlaga. Sam kvæmt 1. mgr. 241. gr. sömu laga ber að ómerkja ummælin. Um 2. Með ummælum þessum er gefið í skyn, að stefnandi hafi átt viðskipti við Þórð Þorsteins son í umræddri folómaverzlun þá daga, er stefnandi telur starf- rækslu verzlunarinnar varða við lög. Ummæli þessi hafa ekki >ooooooooooooooooooooooo«x>oooooooooooooooooooooo* verið réttlætt. Þegar ummæli þessi eru virt með hliðsjón af öðrum ummælum í greininni verður að telja þau meiðandi' fyr ir stefnanda. Þykir birting þeirra varða við 235. gr. almennra hegn ingarlaga. Samkvæm.t 1. misr. 241. gr. sömu laga ber að ómerkja um mælin. Um 3. Ummæli þessi ein út af fyrir sig verða vart tekiii' alvarlega, en þegar þau eru virt með öðrum ummælum í um ræddri grein, er Ijóst, að með þeim er ætlað að leggja áherzlu á þá valdníðslu, sem Þórður Þor steinsson telur sig hafa orðið fyrir af hendi stefnanda. Verð ur því að telja ummælin meið andi fyrir stefnanda. Þykir birt ing þeirra varða við 235. gr. al mennra hegningarlaga. Samkvæmt 1. mgr. 241. gr. sömu laga ber að ómerkja ummælin. Um 4 I um mælum þessum felst aðdráttun um, að stefnandi hafa gerzt sekur um valdníðslu. Ummæli þessi toafa ekki' verið réttlætt. Fru þau meiðandi fyrir stefnanda. Þykir birting þeirra varða við 235, gr. almennra hegningarlaga. Sam- kvæmt 1. mgr. 241. gr sömu laga ber að ómerkja ummælin. Refsing stefnda þykir hæfilega ákveðin 1500 króna sekt í ríkis- sjóð, en sæta skal stefndi varð- haldi í þrjá daga verði sektin eigi greidd innan aðfararfrests í máli þessu. Þá verður stefnda |gert að greiða stefnanda bætur samkvæmt ákvæði 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga Þykja bætur þessar hæfilega ákveðnar kr. 10:000,00. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 22. gr. laga nr, 57/1956 verður stefnda gert að birta for sendur og niðurstöðu dóms > máli þessu í fyrsta eða öðru tölublaði Alþýðublaðins, sem út kemur eft ir birtingu dómsins. Eftir þessum úrslitum máls- ins verður stefndi dæmdiir til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst kr. 3.500.00. Guð- mundur Jónsson, borgardómar’, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Framangreind uns-j mæli skulu vera ómerk. Stefndi, Gylfi Gröndal, greiði' 1500 króna sekt í ríkissióð. enj sæti ella varðhaldi í þrjá dagaj verði sektin eigi greidd innan aðfararfrests í máli þessu. Stefnda skal skylt að oirta fo.-i sendur og niðurstöðu dóm« þessa) í fyrsta eða öðru tölublaði Al-i þýð’-folaðsins. sem út. kemnr eítirí ir lögbirtingu dómsins. Stefndi greiði stefnanda, Sigu,- geiri Jónssyni. kr. 10.000 00 og kr. 3.5000,00 i málskostnað innan 15 daga frá lö'gfoirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögj um. Guðmundur Jónsson. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. janúar 1%6 J > EKKI Af LAKARA 1AGINU BANDARÍSKI leikarinn Sammy Davis jr. er fyrsti biökkumaðitrinn sem hefur eigið sjónvarps- þátt til umráða í heimalandi sínu. Skemmtikraftarnir sem hann valdi í fyrstu útsendinguna eru ekki af verri eða ódýrari endanum. Elizabeth Tavlor s.vngur nokkur lög með Sammy og einn- ig tekur maður hennar Richard Burton þátt í sjónvarpsþættinum og af því hann er gamall vin- ur Sammys tekur hann ekki nema 10 þúsund dollara fyrir vikið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.