Alþýðublaðið - 08.01.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 08.01.1966, Síða 9
ASÍA er alvarlegasta óróahorn heimsins og Evrópa hefur horfið í skuggann af atburðunum austur þar.Stríðið í Asíu og deilan við Kínverja eru að ná hámarki, hálfgerð borgarastyrjöld ríkir í Indónesíu og ófriðar- ástand ríkir milli Indlands og Pakistans. Áhrifanna af hinum alvarlegu vandamálum, sem við er að glíma í Asíu, mun einnig gæta í Evrópu. Um þessi vandamál fjallar eftirfarandi grein. Félagsheimili Kópavogs auglýsir Höfum 2 sali', annan fyrir 100 manns og hinn fyrir 120 manns. Tökum að olfkur hverskyns mannfagnaði, svo sem: árshátíðir. brúðkaup, hádegis- og eftirmið- dagsboð, kvöldverðarsamkvæmi. Fjölbreylt úrval veitinga. Njótið hins fajra útsýnis. — Sími 41391. Félagsheimili Kópavogs. Símanúmer okkar er heimsliluta, deilunni á Indlands skaga, eru gagnkvæmar ásakan- ir Peking og Moskvu á traustum grunni, því að Kínverjar eru harð vítugir fjandmenn Indverja, en Rússar eru beztu vinir Indverja í svipinn. I svipinn er alvarlegasta spenn an í Asíu tengd Vietnamstríðinu, sem einnig nær inn í grannríkið Laos. í Vietnam hefur átt sér stað gífurlegur liðssafnaður. Banda ríkjamenn hafa fjölgað hermönn um sínum í Vietnam um allan helming og þeir líta meir og meir á Vietnamstríðið sem stríð við staðgengil, þar eð Kínverja, og Bandaríkjamenn telja að heimin um stafi meiri og meiri hætta af Kínverjum. Þróun mála í Vietnam hefur og leitt til þess, að tilraun ir til að draga úr spennunni í sam búðinni milli Washington og Moskvu eru hættar í bili. ★ INDVERJAR STERKARI. Þegar fram i sækir kann sam búð Indlands og Pahistans, og landakröfur Kinverja gegn Ind- verjum að verða alvarlegra alþjóða vandmál en Vietnam. Fjandskap Vr hinna Btólm ríkja Indlands skaga, þar sem tæplega 600 millj ónir manna búa, hefur aldrei ver Suhanto við jarðarför. ið meiri. Á árinu sem leið áttu þau í fyrsta sinn í styrjöld sín á milli. Styrjöldin stóð í nokkrar vik ur í ágúst og september og hófst með því að Pakistanar sendu vopn aða árásarmenn inn í hinn ind verska hluta Kasmírs í misheppn aðri tilraun til að fá ibúana til þess að gera uppreisn. Minnstu munaði að hersveitum Pakistana tækist að loka veginum, sem teng ir Indland við norðausturhluta Kasmírs, þar sem Kínverjar hafa hreiðrað um sig og Indverjar hafa búizt rammlega til varnar. Þegar svo var komið gripu Indverjar til gagnráðstafana og færðu stríðið inn í sjálft Vestur-Pakistan á breiðri víglínu. Fyrir áhrif Örygg isráðsins, Bandaríkjanna og Sov étríkjanna, sem aldrei þessu vant stóöu saman, komst á vopnahlé að nokk'um vikum liðnum. í hernaðarlegu tilliti er eng um vafa undirorpið, að Indverjar rtanda sterkar að vígi eftir við ureignina og sennilegt er, að Pak ist.anar hafi orðið að gefa upp alla von um að knýja Indverja með valdi til þess að láta undan í Kasmírmálinu. Vopnahléð kom sér sennilega illa fyrir Kinverja sem tóku ekki einvörðungu af stöðu með Pakistönum í stríðinu heldur hótuðu Indverjum styrj öld. Átyilan var meintur viðbún- aður Indverja Kínamegin landa mæra Tíbets og Sikkims, hins litla verndarrikis Indverja í Himalaya fjöllum. Skömmu fyrir vopnahléð heyktust Kinverjar á úrslitakost um þeim, sem þeir settu Indverj um og enginn hefur fundið grund völl fyrir. Forsætisráðherrá Indlands, Lal Bahadur Shastri, og forseti Pak istans, Ayub Khan, eru komnir til viðræðna í höfuðborg Uzbekistans, Ta'jkent, fyrir tilstilli Rússa, en það kæmi mjög á óvart ef þeim tækist að finna grundvöll fyrir sáttum. ★ TOGSTREITA í Indónesíu vofir einnig yfir hætta á styrjöld, í þessu tilviki borgarastyrjöld. í þessu stóra ey 'ríki, sem hefur um hundrað millj ónir íbúa, á við gífurlega mikla erfiðleika að stríða í efnahagsmál um en ræður yfir geysimiklum náttúruauðlegðum og er hernaðar lega mjög mikilvægt vegna legu sinnar, á sér nú stað hö”ð tog - streita um völdin. Atburðir síð ustu þriggja mánaða hafa verið mjög óljósir, en ljóst er að komm Framhald á 10. síðu. Flugvirkjanemar LOFTLEIÐIR HF. hafa í hyggju að aðstoða nokkra pilta til flugvirkjanáms í Banda- ríkjunum á sumri komandi. Nauðsynlegt er, að umsækjendur séu fullra 18 ára, hafi gagnfræðapróf, landspróf eða hliðstæða menntun. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félags- ins, Lækjargötu 2, Reykjavík og hjá um- ’boðsmönnum félagsins úti á landi. Umsóknir ásamt afriti af prófskírteinum skulu hafa borizt ráðningardeild félagsins fyrir 25. janúar 1966. OniEIDIR Áskriftðsíminn er 14900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. janúar 1966 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.