Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 2
★ MOSKVU: — Sovézkri sendinefnd undir forsæti Alex- anders Sjelepins var ákaft fagnað í gær við komuna til Hanoi í-ftir kuldalegar móttökur í Peking á leiðinni. Með í förinni eru hermála- og eldílaugasérfræðingar. Mikið er hollalagt um tilgang ferðarinnar og halda sumir að Selepin muni kanna mögu- leika á friði í Vietnam en aðrir að heimsóknin standi í sam- bandi við aukna sovézka hernaðaraðstoð. í Moskvu er heimsókn- in ekki talin standa í sambandi við friðarsókn USA í Vietnam- deilunni. MOSKVU: — Sovézk sendinefnd undir forsæti Leonid Bresj- nevs flokksritara fór í gær í lest frá Moskvu til Mongólíu, þar f-am rætt verður um stjórnmál, varnarmál og efnahagsmál við leiðtoga i Ulan Bator. Með í förinni verða Gromyko utanríkis- l'áðherra og Malinovsky landvarnarmálaráðherra, sem tekið hafa bátt i viðræðunum í Tasjkent. Fréttir liafa borizt um liðsafnað Kínverja á landamærum Sinkiang, Sovétríkjanna og Mongóliu. ★ TASJKENT: — Ayub Khan, forseti Pakistans, og Shastri, íorsætisráðiierrn Indlands, tókst i gær að sneiða hjá ágreiningi (im dagskrá Tasjkentráðstefnunnar, en minnstu hefur munað Ivo síðustu daga að ráðstefnan færi út um þúfur vegna ágrein- mgsins. Leiðtogarnir ræddust tvivegis við í gær um sambúð Jandanna. Þeir ræddu Kasmírmálið án þess að það væri á dagskrá. ★ TOKYO: — Sérlegur sendimaður Johnsons forseta, Av- t'rell Harriman var í gær fullvissaður um það af japönskum í áðamönnum, að Japanir mundu gera allt sem í þeirra valdi .stæði til að fá Norður-Vietnammenn til þess að setjast að samn- ingaborði. Harriman heldur áleiðis til Ástralíu á morgun. Harri- «nun fullvissaði Japani um, að Bandaríkjamenn mundu ekki ráð- ast á Ifanoi eða sækja inn i Kína og taldi óliklegt að styrjöld brvtist út milli USA og Kína, en allt væri komið undir afstöðu Kínverja ★ WASHINGTON: — Mike Mansfield, leiðtogi demokrata í öldungadeildinni, sagði í gær, að enginn tímafrestur hefði ver- *ð settur fyrir hléinu á loftárásunum á Norður-Vietnam. Mans- íiold, sem nýlega heimsótti Saigon, kvaðst ekki telja að árás- imsx yrðu hafnar á ný á næstunni. ★ SAIGON: — Lögreglan í Saigon braut í gær aftur sam- {.æri Vietcong um að sprengja í loft upp byggingu bandarískra ixermanna i Saigon. Vietcong hefur liert mjög á hryðjuverkum í Saigon. Fréttir berast um mikinn liðssafnað Vietcong í Quang Æígai-héraði. ★ SANTO DOMINGO: Herforingjar hafa gert uppreisn ííegn stjórn Garcia-Godoy forseta í Domingo-lýðveldinu. í gær- 4<yöldi hcyrðist skothríð í liöfuðborginni og efnt var til mót- nxælaaðgerða gegn herforingjunum, sem hafa neitað að hlýða skipun forsetans um að fara úr landi og taka við diplómata- slörfum. Hér er um að ræða alvarlegasta ástand í lýðveldinu síðan í sumar þcgar byltingin lciddi til fjögurra mánaða borgara- ítyrjaldar. Banaslys á Akureyri Akureyri GS, GO. í fyrrakvöld varð banaslys hér á Akureyri, er planki fauk í höf uðið á manni, sem var að vinna ásamt fleirum við timburgeymslu KEA í Glerárþorpi. Síðaxú hluta ■dags í gær gerði hér afspyrnu rok á suðvestan og um það leyti, sem slysið varð var veðrið hvað verst. Ekki er vitað um fleiri slys eða óhöpp á Akureyri af völdum þessa veðurs. Maðurinn mun hafa látizt sam- stundis, en hann hét Karl Njáls son Hvoli Glerárhverfi. Hann var rúmlega fertugur að ald"i og kvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Þetta er þriðja banasl.ydð hér á Akureyri á skömmum tíma. Löngumýrarmálið Akureyri GS, GO, Undanfarið hafa staðið yfir á Akureyri yfirheyrzlur vegna máls Skipasmíðastöðvar KEA á hend ur Birni Jónssyni alþingismanni á Löngumýri vegna smíðinnar á báti hans, Húna II. Að því er bezt verður vitað reis málið vegna þess, að þegar smíði bátsins var ekkj lokið á umsömd um tíma, var unnið við hann í eftirvinnu og nætui'vinnu, sem Björn neitar að greiða og segir að sér komi ekki við. Fundu 9 þúsund litra af spíritus Það eru fleiri en íslenzkir sjómenn sem eru stórtækir í á fengiskaupum og sölu. í gær hófust réttarhöld yfir tveim sjómönnum í Grená á Jótlandi og mun sækjandinn krefjast fangelsisvistar og að þeir borgf 600 þúsund danskar ki-ón ur í toll og sekt. Sjómennirn ir eru skipverjar á litlu finnsku fíutningaskipi sem var á leið frá Hollandi til Finnlands með viðkomu í Danmörku, en þar fundust níu þúsund lítrar af hreinsuðum spíritus í skipinu í byi-jun desembermánaðar sl. Tveir skipverjar voru hand teknir og hefur annar þeirra sem er háseti viðurkennt að eiga hlutdeild í áfenginu. Hann segir að það hafi verið keypt í Hollandi og hafi átt að selja það í Finnlandi^ en hvar og hverjum segist hann ekki vita. Skipstjórinn sem er þýzkur er einnig í gæzluvarðhaldi og neit ar hann að hafa vitað um á fengið um borð í skipinu. Tveir skipverjar hurfu áður en toll verðir fundu birgðirnar og hafa ekki fundist síðan. Tollur inn hefur lagt hald á skipið og farminn sem tryggingu fyrir að tollur og sekt verði borguð, en upphæðin nemur um á,7 milljónum króna. oooooooooooooooooooooooooooooooo ÞÓR LOKS KOM- INN Á FL Þór kominn á flot og lagstur við bryggju. — Mynd: JV. Stai-fsmönnum Slippsins tókst að koma varðskipinu Þór á flot kl. fimm í gærmorgun, en þá var stór straumur og háflæði. Björgunartil raunir voru ekki reyndar áður þar sem beðið var eftir fctór- straumi. Eins og sagt hefur ver ið frá fór Þór á hliðina í dráttar sleða, þegar verið var að taka skipið upp, sleðinn skemmdist mik ið og fór útaf sporunum og var ekki hægt að renna skipinu í sjó Ekkert gahb á Akureyri Akureyri GS, GO. í fyrrinótt kviknaði í sæti á bíl á götu hér á Akureyri. Slökkviliðið ið var kvatt til og siökkti eldinn þegar, án þess að teljandi tjón yrði af. • Alls var slökkviliðið á Akureyri kvatt út 61 sinni á árinu 1965, þar af tvisvar í sveitirnar í kring. Eng | in slys urðu í sambandi við elds voða þessa, en eitt gamalt timbur : hús gereyðilagðist. , j Slökkviliðið á Akureyri var aldr- ei gabbað á árinu og er það önnur j saga en slökkviliðsmenn í Reykja vík hafa að segja. inn aftur, því menn þorðu ekki að hreyfa sleðann af ótta við að skemma skipið meira en orðið var. Var því beðið með að lxreyfa skip ið fyrr en í stórstraumnum í gær morgun, og gekk verkið að óskumt Því var hagað þannig að tveim stórum bílum með spilum var kom ið fyrir handan við vörugeymslu Eimskips á Gi'andagai'ði og voru vírar úr spilunum festar í sleðann en jarðýta ýtti á eftir og tókst að koma sleðanum í sjó án þess að skipið haggaðist í honum. Ekk[ er vitað með vissu hve miklar skemmdir liafa orðið á Þór og þarf að taka skipið upp aftur tii að ganga úr skugga um það. Emil talar á Varðbergsfundi VARÐBERG og samtök um ves{ ræna samvinnu efna til hádegis verðar fundar í Þjóðleikhúrkjallar anum í dag, laugardaginn 8. jan. Er þetta fyrsti fundur félaganna á þessu ári. Á fundinum mun Emil Jónsson utanríkisráðherra flytja stutt er indi, sem hann nefnir: Á ráðlu rra fundi Atlantshafcbandalagsins. imsfréttir ....sidastliána nótt l 2 8. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.