Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.01.1966, Blaðsíða 15
Fiskverð Framhald af 1. síðu. að á fundi yfirnefndar þann 6. þ.m. var samþykkt tillaga frá ódda- manni nefndarinnar, er felur það í sér. að meðalverð á ferskfiski á árinu 1966 hækkar um 17% frá því sem var á síðastliðnu ári. Er þessi hækkun þó háð því skilyrði, að breyting verði á útflutnings- g.ialdi þannig, að það miðist ekki lengur við verðmæti, heldur við ákveðna krónuupphæð á magnein- ingu, er verði yfirleitt sú sama fyrir allar afurðir. Útflutnings- gialdinu sé ennfremur breytt þann ig, að jafnvirði framlags til Fisk- veiðisjóðs er greitt hefur verið af þorskafurðum, greiðist framvegis af síldarlýsi og síldarmjöli. Áætlað er, að þessar breytingar á útflutn- ingsgjaldi svari til um 4% fisk- verðhækkunar. Þá hefur ríkis- stjórnin heitið að 'beita sér fyrir því, að framlag til framleiðsluaukn ingar er greitt var á árinu 1965. verði einnig greitt á árinu 1966 og liækki jafnframt um 17 m. kr. Tillaga oddamanns var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn nefndarmanna, Tryggvi Helgason, greiddi ekki atkvæði og gerði þá grein fyrir afstöðu sinni, að liann teldi yfirnefndina ekki vera réttan aðila til að gera sam- komulag eða tillögur um tilfærslu á útfiutningsgjöldum og vildi ekki eiga hlut að þeim þætti málsins. Hins vegar teldi hann sig geta verið sammála verðákvörðuninni að öðru leyti. Þá samþylckti yfirnefndin enn fr.emur með öllum samhljóða at- kvæðum ,að innan marka meðal- verðhækkunarinnar skyldu fisk- kaupendur greiða 25 aura verðupp bót á allan línufisk, er kæmi til viðbótar 25 aura uppbót ríkissjóðs á þennan fisk, sem gert er ráð fyr- ir, að haldizt óbreytt. Verð á smá- íiski mun einnig breytast þannig, að það verði 15% lægra á öðrum fiski á tímabilinu 1. júní til 15. september. Þessar sérstöku verð breytingar línufisks og smáfisks eru taldar jafngilda 2% verðhækk un á öllum fiski, þannig að al- menn verðhækkun verður 15%. t>á ákvað yfirnefnd, að verð á ýsu skuli vera 11% hærra en á þorski í stað 7% áður. Sérstök verðhækk- pn verður á steinbít og ufsa um 3% og á karfa veiddum við ísland og Austur-Grænland um 5%, hvort tveggja umfram almennu verð hækkunina. í yfirnefndinni áttu sæti þeir Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason, fulltrúar fiskseljenda, Bjarni V. Magnú'-son og Helgi G. Þórðarson, fulltrúar fiskkaupenda, og Jónas I-Iaralz, er var oddamað- ur nefndarinnar. Framkv.á a&t | y n Frh. af 1. síðu. um heildarfjárfestingu næstu ára með möguleikum á tilfærsluin milli framkvæmdaþáttanna og ára. Jafnframt leggur borgarstjórn áherzlu á. að framkvæmdaáætlun in nái til lengri tíma, þegar um er að ræða framkvæmdir og mála þætti, sem til þess gefa tilefni. Órkar Hallgrímsson kvaddj sér hJjóðs, þegar borgarstjóri hafði gert grein fyrir breytingartillögu sinni. Kvaðst Óskar fagna þeim málefnalegu sinnaskiptum, sem meirihlutinn hefði tekið, þar sem tillaga sín væri nú tekin upp nær óbreytt, aðeins í stað fjögurra ára yrði gerð áætlun til tveggja ára og kvaðst hann ekki sjá, að það skipti meginmáli hvort byrjað yrði á tveim árum eða fjórum, þegar á annað borð búið væri að taka þá ákvörðun, að borgin tæki upp áætlanagerð. Þegar tillagan svo var borin und ir atkvæði var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum. Sá kafli úr ræðu Óskars, þar sem hann ræddi um nauðsyn þess, að borgin tæki upp gerð heildaráætlunar verður birtur hér í blaðinu eftir helgina Á fundi borga'rstjórnar á fimmtu dagskvöldið, höfðu fulltrúar minni hlutaflokkanna lokið við að gera grein fyrir tillögum sínum um miðnættið og hófust þá almennar umræðnr. Kvaddi sér þar fyr=-tur hljóðs Einar Ágústsson. Einnig töluðu beir Guðmundur Vigfús son. Kristián Benediktsron, Ósk ar Haúsrímsson. Geir Hallgríms són. Birgir ísl. Gunnarsson og Gislí Halldórsson, flestir oftar en einu sinni. Umræðum á fundinum lauk um fimm leyfið um morguninn og hófst bá atkvæðagreið=la um fiár haesáætlunina oe breytingartillöa ur við hana og stóð hún í um það bil tvær klukkustundir. Vo,ru felidar allar tillögur minni hlutafiokkanna um aukin framlög til íhúðabvgeinga, skólabygginga. leikvalla og barnaheimila. Sem fyrr segir voru einu tillögurnar sem '■ambvkkfa- voru frá minni hlutanum tvær af tillögum Ósk- ars Halfgrímssnnar, borgarfull- trúa Albvðuflokksins. Fundá lauk um jsjö lejytið í gærmorgun. íþróttir Framhald af 11. síðu. usson, Breiðabliki, Árdís Þórðar- dóttir, ÍBS, Hermann Gunnarsson, Val, Erlendur Valdimarsson, ÍR, Davíð Valgarðsson, ÍBK, Sigríður Sigurðardóttir, Val, Höröur Krist- insson, Ármanni, Ríkharður Jóns- son, ÍA, Þorsteinn Björnsson, Fram, Matthías Hallgrímsson, ÍA, Björk Ingimundardóttir, UMSB, Guðni Sigfússon, ÍR, Jón Árna- son, TBR og Kolbeinn Pálsson, KR. Valbjörn Þorláksson er Siglfirð- ingur að ætt og uppruna, sonur hjónanna Þorláks skipstjóra Þor- kelssonar og Ástu Jónsdóttur, konu lians. íþróttaferill Valbjarnar hófst þar nyr#5ra. Þar lagði hann aðal- lega stund á knattspyrnu og hélt því áfram, þegar hann fluttist til Ketlavíkur 16 ára gamall. Af til- viljun hóf Valbjörn iðkun frjáls- íþrótta. Hann var valinn sem vara- skeifa í bæjarkeppni Keflvíkinga og Selfyssinga og tók upp úr því að æ£a spretthlaup og stökk. Þegar Valbjörn fluttist til Reykjavíkur fór hann að æfa af krafti. Aírekin voru ekki mikil í upphafi, en mjór er mikils vísir. Hann stökk hæst 4,50 m. á stál- stöngina. Hann sneri sér því að tugþrautinni og tók íslandsmetið fræga af Erni Clausen. Sl. sumar varð hann svo Norðurlandameist- ari í þeirri grein. ! I Enn öngþveiti í New York New York 7. 1. (NTB-Reuter.) Enn í dag urðu New York búar að fara hjólandi eða gang andi i vinnuna Bílar stóðu í þéttum röðum á götunum og komust ekkert áfram. Ekki er búizt við skjótri lausn á verk fallinu og John Lindsay borg arstjóri varaði við of mikilli bjartsýni. Lindsay sagðj eftir að hafa rætt við verkamálaráðherra Johnsons forseta, W. Willard Wirtz, að þó hefði nokkuð mið að áfram í samningaviðræðum. Ástandið væri skárra en í gær, en þá rigndi. Fulltrúi umferð aryfirvalda borgarinnar sagði að umferðaröngþveitið í * gær hefði verið hið mesta í sögu borgarinnar. Viðræður Wirtz og Lindsays hafa orðið til þess að menn velta því fyrir sér hvort leið togar félags flutningaverka- manna verði látnir lausir úr fangelsi. Þeir voru handtekn ir fyrir að sýna dómstólunum ' lítilsvirðingu með því að hafa að engu bann þeirra við verk fallinu sem stríddi gegn hags...Y munum ríkisins. Happdr. háskóSans Framhald af 3. síðu. miði í HHÍ kosta 90 krónur á mánuði, en hálfmiði 45 krónur. var furðulegt að dómarinn skildi Sem fyrr segir hækka vinningar um 30,2 milljónir, en aðrar breyt ingar verða helztar þessar: Hæsti vinningurinn í öllum flokk um, nema 12. flokki, verður 500, 000 krónur í stað 200.000 kr. í 12. flokki verður hæsti vinning urinn áfram ein milljón króna. 10.000 króna vinningarnir meira en tvöfaldast, verða 1,876 í stað 854. ^ 5.000 króna vinningum fjölgar úr 3,212 í 4,072. Lægsti vinning urinn hækkar úr 1.000 kr. í 1500 krónur. í bréfi, sem Iíappdrættið sendi umboðsmönnum sínum fyrir nokkru, segir m.a., að fyrirsjáan legt. sé að mikili hörgull verði á miðum á þessu ári. FH vann Framhald af 11. síSn. sínu bezta þrátt fyrir góðan leik Taugaspenna háði leikmönnum sýnilega í fyrri hálfleik, en þegar þeir höfðu jafnað sig á henni þá tókst þeim oft vel upp sérstak lega í síðari hálfleik. Hraði liðs ins og kantttækni er einstök og vörnin var mjög góð í síðari hálf leik, en það er ekki á færi hvers liðs að fá aðeins á sig sex mörk á 30 mín. Áberandi galli á lið inu er hversu lítið það notar breidd vallarins en það er galli sem auðvelt er að laga. Beztu menn liðsins voru Hjalti í mark inu, sem oft varði óbrúlegust skot og með hann í essinu sínu þarf hvorki FH né landsliðið að kvíða neinu. Ragnar var einnig mjög góður og sýndi nú sinn bezta leik í vetur. Örn og Geir voru góðir og létt leikandi, einnig Guðlaug ur. Eins og fyrri daginn bar Birg ir hita og þunga varnarinnar og skoraði einnig mörk, þegar mikið við lá. Lið Fredensborg er mjög gott, en leikur kannski full gróft og ekki sjá ástæðu til að vísa ein hverjum þeirra af leikvelli og sér staklega þá miðverði þeirra, sem oft lék FH-ingana mjög illa. Bezt ur í liðinu var hinn ungi Reinert' sen, sem hefur feikna skot- og stökkkraft. Þá var Roy Yssen, einnig mjög góður og skoraði fall eg mörk. Inge Hansen er mjög snöggur og markheppinn einnig Ingar Engum. Dómari leiksins var danskur og heitir Poul Ovdal. Hann byrjaði leikinn mjög vel, en þegar harka fór að færast f liðsmenn, var eins og hahn missti tökin á leiknum og víst leyfði hann Norðmönnum of mikið. Mörk FH skoruðu: Ragnar, Birg ir og Örn 4 hver. Geir, Páll og Jón Gestur 2 hver og Guðlaugur 1. Mörk Fredensborg skoruðu: Inge Hansen, Ingar Engum og Roy Yssen 4 hver og Jon Reinertsen 3. Vikið af leikvelli í 2 mín. Birg ir og Geir. Lesið Alþýðublaðið ÁskrHIastminn er 14900 Auglýsingasíminn 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. janúar 1966 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.