Alþýðublaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 16
*■ tl Svaka var rokið geggjað á laugardaginn. Kennarblókin fauk upp í loftið — en kom því miður <niður aftur. Loksins hefur lægt svo, að maður getur skotizt milli húsa, án þess að eiga á hættu ' að thefjást upp í loftið í bé uðu rokinu. Ég hitti vin minn og hann var þrútinn , af reiði og ætlaði að fara í mál. Hann hafði nýverið keypt sér risíbúð — foklielda Og samt fauk þakið af henni TJÓNIÐ HJÁ HEKLU EINS LÍTIÐ OG ÞAÐ GAT ORÐ- IÐ. . jjívítfk-vv.' ; - ," •-■ Fyrfirsögn i Yisl. . ; Öll él styttir upp um síðir, •sagði karlinn þegar kerling hans gaf upp öndina. Sama er að segja um norðangarðinn, :sem dunið hef (ur á okkur hvíldarlaust í tvo sólarhringa og hefur skilið við bj'ggðir landsins flakandi í sárum Þök fokin af húsum, brotnar rúð ur gamlir og illmissandi skúrar foknir út í veður og vind, vinnu pallar ónýtir og bátar ýmist sokkn ir eða upp í fjörum. Allt er þetta bamaleikur lijá þeim ósköpum að flest sjónvarpsnet á Suð-vestur landi fóru úr skorðum Bonanza var sjónvarpað á sunnudags kvöld. Gátu því sjónvarpseigend- ur ekki krækt sér í þennan ómiss andi sjónvarpsþátt og lieyrst hefur að þeir hafi farið fram á að hon um verði sjónvarpað á nýjan leik Eitthvað virðast veðurguðirnir vera á móti Meistarasambandi byggingariðnaðarmanna. Skömmu eftir að þeir gáfu út yfirlýsingu þess efnis, að þeir byggðu betri og vandaðri hús en tíðkast að koll egar þeirra reisi í öðrum heims hornum, fauk þak af nýsmíðuðu og væntanlega afbragðsvönduðu stórhýsi í einu lagi og víðar var vönduðum húsum hætt. Meðal ann ars urðu eigendur nýrrar íbúðar blokkar að skríða upp á þak á húsi sínu til að negla það niður áður en það tæki af en þeir höfðu ekki við að negla og misstu nokkrar járnplötur út úr höndunum á sér í veður ofsanum. Ekki hefur verið slælegur frágangur á því hús. í Mogga lesum við um fræki lega framgöngu eins af frétta- mönnum blaðsins, þegar hann bauð höfuðskepnunum byrginn og óð sjó upp ;• ökla á Ingólfsgarði til að ná í þýðingarmikið bréf um borð í varðskipið Óðinn, þegar veðrið lét hv'að vex-st á laugardagsmorgun. Skýrir hann fjálglega frá tiiraun um sínum við að ná í leigubíi og þegar það loks tókst skorti bílstjór ann kjarka til að aka manninum á ákvörðunarstað. Tók þá blaða maður sig saman í andlitinu og labbaði sér út á Ingólfsgai'ð og náði í bréfið. Er þetta eina hetju sagan sem við höfum heyrt að skeð hafi í veður hamnum, en hún er heldur ekki af verri end anum, og munum vér ekki eftir annarri hliðstæðu, nema af vera kynni, þegar Grettir sterki sj'nti úr Drangey til lands tii að sækja eld, og til baka aftur. Sannast hér enn á Mogga, að við íslending ar erum engir aumingjar og gef um forfeðrum lítið eftir hvað hetju skap isnertir. Að einu leyti stönd um við þeim líka miklu framar. Við erum ekkert að liggja á lietju dáðum okkar og láta eftirkomandi kynslóðum eftir að skrá þær, lield ur gerum það á stundinni, svo að ekkert fari á milli mála. En merki leg bréf lxljóta þeir að fá á Mogga þar sem svona mikið liggur við að ná þeim, áð fi-éttasnápar skirrast ekki við að leggja líf sitt og limi í hættu, til að þau komist til réttra skila. En það hafa fleiri verið hressi Ua^gir í ofvliðrinu. ÍYfirvöldin á Patreksfirði auglýstu í útvai’pi að heimamenn þar væru varaðir við að fara út úr húsum sínum á með an norðanveðrig stæði yfir, og þótt þökin fykju af húsum þeirra, skyldu þeir láta sem ekkei’t væri og halda sig bara heima. Á hitaveituna skulum við ekki minnast að þessu sinni, hún gerir okkur nógu gramt í geði þeggr kólnar, jafnvel þótt þökin tolli á húsunum, en dæmalaust er eitt hvað þjóðlegt og huggulegt að sitja við kertaljós þegar komið er fram á þorrann, og rafmagnið bilar aft ur og aftur. Þorrinn er nú orðið eini þjóðlegi mánuðurinn eins og allir vita, og keppast menn við á að éta alls konar mat á þessu tíma bili, sem þeir líta ekki við á öðrum árstímum. Og síðan blómaverzlan ir fóru að verða algengar gleyma þær ekki að geta þess í auglýsing um sínum hvenær bóndadagur er eins og að minna eiginmenn á konudaginn mánuði seinna. Hve nær þau þjóðlegheit upphófust að bruðla með blóm á þessum dögum' vitum við ekki en ósköp voru nú iskemmtilegri siðirnir á þessuni dögum hið forna og gaman væri að sjá húsfreyjur í hundrað ibúa blokkum, með þaki eða þaklausum Iialda í heiðri þjóðlegum siðum fornmæði'a sinna og gætu þær þá gjarnan hlaupið allar í einu, og er sama að segja um karlana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.