Alþýðublaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 3
V ptflfi ■ Hffl MIKID TJÓN HJÁ SR Á SIGLUFIRÐI Siglufirði - SS, — GO. Hér var líflegt um helgina, ef svo má að orði komast. Veðrið er það ver.sta sem menn muna eftir hér í áratugi. Skemmdir urðu mikl ar á þökum fjölda hú a bæði íbúð arhúsa og opinberra bygginga, svo sem Hafnarhúsinu, áhaldahúsi bæj arins, Hólsbúinu og húsi rafveit unnar í Fljótum. Þá rofnaði há- spennulína frá Skeiðfossvirkjun og oooooooooooooooc USA vill nýja Genfarráðstefnu New York, 31. 1. (NTB Reuter.) — Bandarík in fóru þess á leit í kvöld við Öryggisráðið, að það kæmi af stað viðræðum án skilyrða Y um möguleika á friðarviðx ræðum í Vietnammálinu. X Bandaríska áskorunin kem v 9 ur fram í ályktunartillögu, er 9 X Öryggisráðið á að ræða þegar X X það kemur saman til fundar, X ó sennilega á morgun. Allar rík ó V isstjórnir sem hlut eiga að V 9 máli, verða að taka þátt í við Y X ræðunum um hina fyrirhug X X uðu friðarráðstefnu, segir í X O tillögunni. O V í New York er talið að V 9 með þessu eigi bandaríska Y X istjórnin við það, að Kína og X X Norður-Vietnam verði að X ó taka þátt í viðræðunum, en, ó V ekki suður-vietnamiska þjóð- 0 9 frelsisfylkingin, hin pólitíska 9 X deild Vietcong. X ooooooooooooooo- fær bærinn nú aðeins rafmagn frá varastöð sinnj og díselrafstöð Síld arverksmiðja ríkisins. Tjón var mjög mikið á mann virkjum SR, mikið fauk af járni og stálþil, sem verið var að reka niður í höfnina gliðnaði sundur. Hun það mjög mikið tjón. Flagg stengur brotnuðu viða um bæ inn og girðingar lögðust út af. Snjórinn hefur lamið á óskaplega skafla um allan bæ. Engir skaðar urðu á monnum. Drangur kom' hingað á föstu daginn og komst ekki aftur út fyrr en í gærmorgun. Fiöldinn allur af rúðum brotn aði um allan bæinn. Til gamans má geta þess að i mesta veðrahamnum á laugardags kvöldið. hélt Skagfirðingafélagið Þorrablót og var fjölmennt. Sögðu Skagfirðingar sem svo, að þessu og þvíumlíku væru þeir alvanir rrá æskuárum sínum. Rafmagnslaust í Reykjavík Reykjavík, OTJ. Kertaljós blöktu í húsum í allri Reykjavík og á stóru svæði á Suð- urlandsundirlendinu um áttaleytið á laugardagskvöld. Skammhlaup hafði orðið í spennum við Elliða- árnar sem varð til þess áð höfuð- borgin varð rafmagnslaus og einn- ig sá hluti Suðurlandsundirlendis- ins sem Sogsvirkjunin nær til. Var það ekki fyrr en klukkustund síðar sem Reykvíkingar aftur fengu ljós, og enn seinna fyrir austan. Skamm hlaupið varð vegna seltu og óhrein inda á einangrunum. Tvær gamlkr og sögufrægar flugvélar, sem ekki var lengur rúm fyrir í flugskýlum, urðu hart úti I óveðrinu á laugardaginn. Þær fóru báðar á hvolf, ■"' ns og myndin sýnir og skýrt var frá hér í Dlaðinu á sunnudaginn. Efri flugvélin er af Stinson-gerð o;; mun vera fyrsta flugvél Loftleiða, en sú neðri’er Katalínaflugvélin Rán. sem er í eigu Landhelgisg eziunnar. — Myndir: JV. Bátur sökk í höfn? inni á Skagaströnd Skagaströnd BB, — OÓ. Hér hefur verið ofsarok með snjókomu í þrjá daga, á föstudag, laugardag og sunnudag. Mikið tjón hefur orðið vegna veðursins, þök fokið af mörgum húsum og einn bátur sökk í höfninni. Allir bátar í höfninni voru í mikilli hættu Finnsk tillaga felld á fundi Norðurlandaráðs Kaupmannahöfn, 31 jan. (NTB) Eins og viö var búizt hafnaði Norðurlandaráð í dag finnskri til- lögu um skipun nefndar til þess að kanna hvort gera skuli Norður- lönd að kjarnorkuvopnalausu svæði. Sjö meðlimir ráðsins, sex Finnar og einn Dani, greiddu til- lögunni atkvæði. í stuttum um- ræðum uni málið sagði norski jafnaðarmannaleiðtoginn Trygve Bratteli, að ástæðulaust væri fyr- ir Norðurlönd að taka á sig ein- hliða skuldbindingar. Norðurlandaráð hefur nú að mestu lokið störfum sínum að þessu sinni, en á morgun á ráðið að taka afstöðu til tillagna efna- hagsmálanefndarinnar um efna- hagssamvinnu Norðurlanda. í dag samþykkti ráðið að leggja til við stjórnir Noregs og Danmerkur, að þær taki ákvörðun um lagningu vegar frá Kiruna til Noregs hið fyrsta. Ráðið lagði einnig til við stjórnir Norðurlanda, að þær ættu frumkvæði að norrænni samvinnu um framleiðslu og dreifingu á skólamyndum og könnuðu skilyrði fyrir norrænni samvinnu á sviði sjónvarps- og útvarpskennslu fyr- ir fullorðna. Ýmsar tillögur voru samþykktar í dag, m.a. um samvinnu um rann- sóknarstarfsemi í alþjóðastjórn- I málum, samnorræn undirbún- ingspróf, norræna eðlisfræðisam- vinnu og samnorræna upplýsinga- starfsemi erlendis. Efnahagsmólanefnd samþykkti í gær nokkrar tillögur um efnahags samvinnu Norðurlanda. Nefndin leggur til að stjórnirnar athugi skilýrði fyrir' slíkri samvinnu, bæði varðandi ytri tolla, landbún- aðar- og fiskveiðistefnuna, atvinnu : málalöggjöfina og verzlunarstefn- una. Einnig verði að fá úr því skorið hvort þessi efling samvinn- unnar geti orðið með þeim hætti að óvinningurinn af henni vegi upp á móti vanköntunum hverju Framhald á 14. síðu þar sem mikil ísing hlóðst ó þá. Báturinn sem sökk er Stígandi HU 9. Er hann 22 lestir að stærð. Sjómenn voru um borð í öllum bátunum og unnu stanzlaust við að höggva af þeim ísinn, sem á þá hlóðst og tókst að halda þeim öllum ofansjávar, nema Stíganda. Skemmdir á húsum eru gífur- legar og eru ekki að fullu kann- aðar ennþá. Þök fuku af nokkrum húsum með þaksperrum í heilu lagi og báruj árnsplötur fuku af enn fleiri húsum. Síldarverksmiðju húsið varð fyrir miklum skemmd- um og víða göt á húsinu þar sem plötur hafa fokið í burtu. Þakið fauk af verbúðarbyggingu hafn- arinnar og nær allar hurðir fuku af sama húsi. Einnig fór allt þakið af Lifrarbræðslunni og af nokkr- um íbúðarhúsum. Mestar urðu skemmdirnar á hús- um við höfnina, eða á nær öðru hvoru húsi. Skemmdir af völdum veðursins urðu minni í innra hverf inu. Víða hefur verið rafmagns- laust um lengri eða skemmri tíma enda lágu rafmagnslínur sums stáðar við jörð. Þótt talsvert hafi snjóað í veð- urofsanum er lítill snjór á jörðu því hvassviðrið feykti honum burtu af bersvæði, en stórir skafl- ar eru þar sem skjól var. í gær unnu menn að því að kanna skemmdirnar og gera við húsin til bráðabirgða. Bókauppboð haldið í dag SIGURÐUR Benediktsson heldur bókauppboð í Þjóðleikhúskjallaran um í dag og hefst það kl. 17,00. Alls eru 113 númer á skrá, en að auki verða seld nokkur aiika númer. Fjöldi fágætra og eigulegra bóka og tímarita verða seld á upp boðinu. Meðal þeira má nefna Landfræðisögu íslands eftir Þor- vald Thorodsen, útgefin í Reykja vík 1892-1904. Þá verður boðin upp fýr ta útgáfa ferðabókar Eggerts og Bjarna Reise igdhn em Island, Sorö 1772. Ferðabók Olovíusar, Kaupmannahöfn 1780. Biblía, gefin út í Reykjavík 1908. Hefur þes?i útgáfa gengið undir nafninu Heiðna-Biblía. Gríla Jóns Mýrdals, Akureyri 1873, og Tíma rit hins í lenzka bókmenntafélágs 1—25 árgangur. ' i ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. febr. 196& j3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.