Alþýðublaðið - 05.02.1966, Síða 1
Laugardagur 5. febrúar 1966 — 46. árg. — 29. tbl. — VERÐ: 5 KR.
Luna sendi skýrar myndir
Ryklagið þynnra
en búizt var við
Jodrell Bank og Moskvu, 4. febrúar (NTB Reuter).
Myndir bær, sem borizt hafa frá tunglflauginni „Luna-9” virðast
isanna, að ryklag tungisins sé aðeins nokkrir þumlimgar en ekki
mörg fet eins og áður var talið. sagði yfirmaður brezku athugar-
stöðvarinnar Jodrell Bank, Sir Bernard Lovell, í kvöld, þegar hann
hafði rannsakað myndirnar, sem tunglflaugin hafði sent til jarðar
S'g' athugunarstöðin tók við.
Ein myndin kollvarpar þeirri
gömlu kenningu, að metersþykkt
ryklag sé á yfiriborði tunglsins,
sagði Sir Bemard, Myndirnar sýna
hluti, sem voru eins og turnar í
laginu og þrír til sex metrar á
OOOOOOOOOOOÖOOOC
! Sunnudags-
blaðiö
Meðal eíkús í Sunnu-
dagsbiaðinu um þessa helgi
er grein eftir sænska bók
menntafraeðinginn Reidar
Ekner, um verðlaunabók
Gunnars Ekelöfs, Divván öv
er Fursten af Eniigón, smá
sagan Óskö{> venjulegur mað
ur eftir Knuts Lc ins, grein
ar um Ríkharð Ljónshjarta
og fangauppreisnina í Kaup
mannahöfn 1817. Þá er í blað
inu pistlinum: Ég sá það og
heyrði það og barnaþáttur
Herdísar Egilsdóttur kenn
ara, Sitthvað fyrir börnin.
>000000000000000
hæð. Eitthvað sem líktist trjónu
eldflaugar sást á horni einnar
myndarinnar. Sir Bernard sagði
að athugunaristöðin hefði aldrei
tekið við eins stórkostlegum mynd
um.
í Moskvu er ekkert sagt um ljós
myndimar frá „Luna 9.“ en send
ingu þeirra er stjórnað frá jörðu
með fjarstýrðum tækjum. Tungl
flaugin hefur sent nokkrar vísinda
legar upplýsingan auk Ijósmynd
anna. Á jörðu niðri hefur mönn
um tekizt með hjálp kröftugra
stjörnukíkja að taka myndir af
lendingarstað „Luna 9.“ og þessar
myndir verða birtar bráðlega, að
sögn Tass. Lendingarstaðurinn er
greinilega merktur á myndunum.
Sovézkur vísisdam. sagði á blaða
m.fundi í Moskvu í dag, að Luna
Framhald á 14. síðu.
Hér er ein af myndunum, af yf
irborði tunglsiss, sem Luna sendi
og tekið var á móti hjá Jodrell
Bank í London. — (Símsend mynd
frá UPI)
Sjö filboð i Búrfellsvirkjun:
Hið lægstá 739 milljónir
en 1207 milljónir hæst
Reykjavik, OÓ.
Tilboð í byggingu Búrfellsvirkjunarinnar voru opnuð í igær. Alls
bárust tilboð frá sjö aöilum í þetta langstærsta verk sem boðið
hefur verið út hér á landi. Þær fyrirtækjasamsteypur sem að þess-
um tilboðum standa eru frá ellefu löndum. Lægsta tilboðið kom
frá frönsku fyrirtæki en það hæsta frá þýzku og nam sá mismunur1
þeirra nokkur liundruð millj. króna.
Mikill spenningur rikti á Hótel i þeirra fyrirtækja sem buðu :• verk
Sögu þegar tilboðin voru lesin. þar I ið. I3ar voru og stjórs Landsvirkj
upp, Viðstaddir voru fulltrúar allra unarinnar og yfirmenn verkfræði
deilda Raforkumálaskrifstofunnar.
Tilboðin hljóðuðu upp á bygg
ingaframkvæmdir virkjunariinnar,
efniskostnað, flutning á efni og vél
um og vélauppsetningu. Önnur út
boð eru gerð fyrir vélum og há
spennulínu.
Útboðið var þannig gert að skila
þurfti tilboðum miðað við tvær
stærðir virkjimarinnar eða 70
megawatta virkjun og 105 mega
watta virkjun. Landsvirkjunin hef
ur rétt til að ákveða síðar hvor
kosturinn verður tekinn. Fer það
eftir því hvort um verður að ræða
sölu á rafmagni til alumlníumvcrk
smiðju eða ekki.
Heildarniðurstaða tilboðai na
fer hér á eftir og verða n.öfn fyj ir
Framhald á‘15. síðu.