Alþýðublaðið - 05.02.1966, Síða 10
Flugsíðan (
Framhald af 7. síðu.
nart upp á hverri bylgjulengd
inni eftir aðra en fengu ekkert
svar. Kafteinn Uv sagði seinna:
Ég sá hvítan hjálm hans glampa
í tunglskininu. Hann hallaðist
aðeins fram, og hreyfðist ekki.
Höfuðið hafði hnigið fram á brjóst
ið. Ég vissi að flugvélin hafði ekki
eldsneyti nema til nokkurra mín
útna flugs í viðbót. Það var hræði
legt að vita þetta og geta ekkert
gert. Þýzka Starfighterflugvélin
stefndi beint á Narvik. Það var
hætta á að vélin myndi lenda á
bænum, og slökkvilið og lögregla
hófu undirbúning. En : loftinu sáu
norsku flugmennirnir að mótorar
þýzku vélarinnar drápu skyndilega
á sér, og klukkan 19,42 splundr
aðist vélin á bjargi, sjö kíló-
metra frá Narvik. Enn einn Sup-
erfighterinn var fallinn í valinn.
Loftf erlSavan damál
Framhald af síðu 9.
stofnunin hefur gert er í ráði að
fella Evrópu inn í Miðjarðarhafs-
svæðið með tilliti til flugumferðar
Og verða þannig eitt af átta „sam-
Starfssvæðum” stofnunarinnar.
Frl?nerki
, Framh. af 5. síðu.
í aukana. Akureyri verður höfuð-
staður Norðurlands. Bílarnir koma
og vegirnir lengjast í allar áttir
frá bænum. Akureyringar taka
forusíu í flugi — og stofna Flug-
félag Akureyrar, sem svo varö
móðurfélag Flugfélags íslands.
Já, margt mætti telja upp úr bæj-
arsögu Akureyrar þessa öld, sem
liðin er síðan kaupstaðarréttindin
fengust. En líkja mætti Akureyri
við öskubuskuna, sem reis upp úr
stó sinni og varð drottning. Ó-
hrjálegt þorp verður fögur borg á
þessum tima. íbúatalan fer nú að
nálgast tugþúsundið.
Skáld vorra tíma yrkja svo um
Akureyri:
Innzt við skyggðan Eyjafjörð
ert þú bærinn vona minna,
Þegar vetrar-veðrin hörð
valda tjóni á fósturjörð,
fjöllin há þá halda vörð
um heill og gæfu barna þinna.
Innzt við skyggðan Eyjafjörð
ert þú bærinn vona minna.
Akureyri! eflaust hún
óskir beztar hlýtur mínar.
Unir vel á brekkubrún
þá blómgast lendur, grænka tún,
og sjóinn gyllir geislarún,
Glóey hlý við rætur þínar.
Akureyri! eflaust hún
óskir beztar hlýtur mínar.
Akureyrar-frímerkið er fallegt
merki og mun vera annað merkið
í röðinni af kaupstaðarfrímerkj-
um. Hið fyrsta af þeim er Reykja-
víkurfrímerkið, sem út kom á
175 ára afmæli Reykjavíkur 18.
ágúst 1961. Upplag Akureyrar
frímerkisins er W2 milljón.
Kvikasilfur
Frh. af 6. síðu.
fólki í Svíþjóð ráðlagt að borða
ekki nema í mesta lagi tvö egg á
dag. í fiskunum fannst líka hættu
lega mikið af alkylkvikasilfri, og
prófað var að steikja og sjóða
fiskinn til að sjá, hvort kvikasilfr
ið minnkaði við það, en svo reynd
ist ekki. Ekki hefur fundist orsök
þessa mikla magns kvikasilfurs í
fiskinum, en margt bendir til að
þar sé um að ræða ólífrænt kvika
silfur í náttúrunni. Ef það reynsit
rétt, er mikilvægt, að verksmiðj
ur og iðnaðarfyrirtæki geri ein-
hverja varúðarráðstafanir um úr-
gang, sem inniheldur kvikasilfur,
en hendi honum ekki í sjóinn án
athugunar.
10 5. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Helmssýning í Asíu
frá miðjum nóvember til jafn-
lengdar í desember.
6.000 fermetrar.
í aðalbyggingum sýningarinnar
hafa þeir sem sýna vilja um 6000
fermetra til umráða, en þar er
líka reiknað með skrifstofum,
samkomusölum, kvikmyndasölum
og veitingasölum.
Undirbúningurinn snertir samt
margt fleira en sjálfa sýninguna.
Stjórnin í Thailandi verður nú að
leggja nýja vegi, koma upp stór-
um bílastæðum og sjá sýningar-
svæðinu fyrir vatni og rafmagni.
Fyrsti hyrningarsteinninn var ný-
lega lagður af forsætisráðherra
Thailands, Thanom Kittikachorn.
Búizt er við að flest ríki Evr-
ópu taki þátt í heimssýningunni.
Ennfremur munu Bandaríkin,
Kanada og allmörg ríki Asíu sýna
þar, og sumir láta sér jafnvel
detta í hug að einhver ríki í Af-
ríku og Suður-Ameríku komi til
leiks.
Heimssýningin er einn vottur
um vaxandi áhuga Asíubúa á að
örva efnahagsvöxtinn, en á hon-
um fór fyrst að bera fyrir al-
vöru á árinu 1965 þegar endan-
lega var ákveðið að koma upp
þróunarbanka fyrir Asíu. Höfuð-
stóll bankans, sem verður stað-
settur í Manilla, á að vera einn
milljarður dollara (43 milljarðar
íslenzkra króna). Sennilega getur
bankinn tekið til starfa á hausti
koinanda, en þá er gert ráð fyrir
að 15 ríki verði búin að sam-
þykkja og staðfesta sáttmálann um
hann.
Rannsókn í
Bretlandi á
fjárreiðum
flokkanna
London 3. 2. (NTB-Reuter.)
Brezka stjórnin skýrði frá því
í dag að hún hefði áform á prjón
unum um að skylda fyrirtækj til
að veita upplýsingar um fjárfram
lög, sem þau kunna að veita stjóm
málaflokkum.
Stjómmálamenn > London telja
að ráðstöfun stjórnarinnar bein-
ist einkum gegn íhaldsflokki Ed
ward Heaths, sem fær ríkulega
fjárhagsaðstoð frá brezkum at
)vinnufyrirtækjum, íhaldsmenn
eyddu rúmlega einni milljón
punda (120 milljónum ísl. kr. síð
ustu 17 mánuðina fyrir kosningar
1964. Verkamannaflokkurinn sem
fær fjárframlög frá verkalýðsfé
lögum, eyddi 300.000 sterlings-
pundum (36 milljónum ísl. kr.)
iritrininqai'ápjöul
s.Ms.
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnirí kvöld kl. 9
Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar
Söngvari: Grétar Guðmundsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5. Sími 12826.
Aðalfundur
Alþýðuflokksfélags Kópavogs
verður haldin'n í Alþýðuhúsinu Auðbrekku
50, sunnudaginn 6. febrúar kl. 4.30 s.d.
DAGSKRA:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Emil Jónsson utanríkisráðherra ræðir
st j ómmálaviðhor f ið.
3. Önnur mál.
Kópavogur
Útburðarbam vantar í Kópavog.
Upplýsingar í síma 40753.
AlþýðtihlaÓIó.
Röskur piltur
óskast tll innheimtustarfa.
Þarf að vera kunnugur í bænum.
Alþýðublaðið.
Alþýðublaðið
Blaðburðarböm vantar í eftirtalin hverfi:
Kleppsholt
Laugaveg efri
Laufásveg
Lönguhlíð
Lindargötu
Hverfisgötu I og H
Bergþómgata.
Alþýðublaðið sími 14900.