Alþýðublaðið - 05.02.1966, Page 13

Alþýðublaðið - 05.02.1966, Page 13
Sími 50249 Ást í nýju SJósi (A new kind of love) Ný amerísk litmynd, óvenjulega skemmtileg enda hvarvetna not- ið mikilla vinsælda. íslenzkur texti Aðalhlutverk: Paul Newman Johanne Woodward Maurice CheValier Sýnd fcl. 5, 7 og 9 Síðasta sinn. ÍMMSEMS Eru Sváarnir svona Sprenghlægileg ný næsk gaman- mynd með úrval þekktra sænskra leikara. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Framleltt elnungis S* trvalsgleri — 8 ára íbrrtft Pantlð timanleira. KorkfSJan hf, Skúlaaötu 87 _ Bími 82SM Vinnuvélar tll Ieigu. Leigjum út pússninga-steypu- úrærivélar og lijólbörur. Kafknúnir grjót- og múrhamrai meff .borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar, Vatnsdælur o. m.fl. LEIGAN S.F. Sími 23480. Sigurgeir Sigurjóussen Óffinsgötn 4 — Síml 11042. hæstaréttarlögmaðiií Málaflutningsskrifsíof/% — Iíana langaði til að tala við mig. Eftir því sem 'hún segir sjáif eru allir góðir við hana en allir ihafa svo mikið að gera. Líka Drammoek lækn- ir 'þó hann sé betri en allir aðrir sem hún hefur kynnzt En auðvitað hefur enginn tíma til að stoppa og tala við hana og það er leiðinlegt að vera alltaf ein. Börnin hennar eru öll dáin nema einn sonur sem er 'giftur og býr í Ástralíu og hann kemur aðeins til Englands á þriggja ár'a fresti. Hann kem ur næsta ár. Og núna veit hún að hún lifir það að sjá hann aftur og henni líður svo mik- ið betur, svo mikið betur að það er dásamlegt. Hún getur kannske farið út með honum. — Ég skal fara og tala við !hana, sagði Jem. — Gerðu það! Veiztu hvað Jem að síðan ég fór að læra læknisfræði hef ég skilið hve erfitt er að verða gamall erfið- leikalaust. Það er niðurlægjandi að missa stjórn á öllu. Vildir 'þú ekki heldur deyja drottni þínum Jem? Æ, ég tala eins og asni. Góða nótt. — Skildurðu þá ekki hvers vegna Hugo .... byrjaði hún á- köf, en þagnaði svo þegar hún skildi hvað það var sém hún hafði ætiað að segja. — Hvers Vegna Hugo hvað? spurði hann hvasst. — Þú veizt það. Ég veit að frú Keith hefur sagt þér at> hann vrnnur að tilraunum til að reyna að finna svarið við öllu þessu.... Hann leit í augu hennar og það var meðaumkvun í augum •hans. — Þú sigrar aldrei dauð ann Jem. Hún hristi höfuðið. — Ég veit það .... ég veit ekki hversvegna nokkurn gæti lang að til þess. Hann snerti hönd hennar hliðiega. — Ég elska mildan dauða, -sagði hann og hló við. — Farðu nú að hátta Jem. Þú ert alltof þreytt til að hugsa skýrt í kvöld. Hún brosti til hans. — Ég vona að Dunntvíburarnir komi fyrir morgun, sagði hún. — Góða nótt Riöhard. — Ég hitti þig á morgun, sagði hann. — Mig langar til að tala við Drammock svo ég kem eftir hádegið. Hún fylgdi honum til dyra. Það var farið að ri-gna á ný og regnið líktist gullregni í úti- ljósunum. Hár hans varð rakt og slétt og hann veifaði til 'hennar frá bílnum. Hún veif- aði á móti og fannst hún !hafa misst eitthvað þegar hann hvarf. Ég verð að muna eftir Di-di, sagði hún við sjálfa sig. Hún fór inn fyrir og lokaði þungum dyrunum og eftir smá um'hugsun læsti hún þeim og setti þunga slána fyrir. Senni- lega hafði Fred ekki iæst til að Ricihard kæmist út. Hún lokaði skrifstofu sirmi og sá 19 Dolly á ganginum geispandi á- kaft og lík syfjuðu barni. — Hvað ert þú að gera 'hér? spurði Jem. Dolly skrækti. — Ó, ungfrú Jedbro! Þú hræddir mig. Al- veg satt. Alveg eins og Dram mock læknir einu sinni, Ég hata þessa vinnu. Ég verð að slökkva öll ljósin þegar Anne er farin. Og þá eru allir farn ir að sofa og það er svo drauga legt hérna. Ég er viss um að það er reimt hérna. Það væri skrýtið af það væri þaff ekki ein's og húsið er gamalt. — Vitleysa, sagði Jem. — Þú hefur verið að lesa drauga sögur. Ég skal læsa og fara með þér upp. Hún slökkti öll ljós og læsti. Þegar hún slökkti ljósin í for stofunni og ekkert var eftir nema veikt flökt ihins deyjandi arinelds fylltist forsalurinn af skuggum og myrkri, sem virtist ætla að grípa þær. Vindgust- urinn lamdi giuggana og stór viðarbútur á arninum féll í tvennt með braki og brestum. Jem hrökk við og hló svo. — Ég skil við hvað þú átt, sagði hún við Dolly. — En það er ímyndun ein. — Segir þú, sagði Dolly og rétti fram höndina. Jem greip fast um hönd henn ar og stúlkurnar tvær hlupu upp stigann í áttina frá myrkr inu. 8. kafli. Jem svaf mjög illa um nótt- ina. Vindhraðinn hafði aukizt og það þaut í gamla húsinu meðan hún lá og bjdti sér. Hún mókti og hana hálfdreymdi martraðir, þar sem vindurinn blandaðist brafci í veggjunum og fólkið voru eintómir draug- ar. Hún reyndi að hrista svefn mókið af sér, en þreytan hafði breytt augnalokum hennar í blý og mókið kramdi hana. Um fimm leytið sofnaði hún djúpt og hún gat varia opnað augun þegar Dolly birtist föl og þreytuleg með morgunteið. — Þakka þér fyrir Dolly ’sagði hún. — Mig hefur dreymt illa í nótt. Dolly flissaði lágt. — Það var þetta draugatal í gær. Ég vissi fyrir víst að það beið mín beinagrind í hlekkjum fyr ir framan dyrnar. Jæja þá! Ég þarf að fara með tíu bakka í viðbót, en ég hélt að þér veitti ekki af þínum. — Mér gerir það ekki, sagði Jem, settist upp og rejmdi að jafna sig. Dolly flissaði aftur. — Það varð allt. vitlaust eftir að við fórum að híátta, sagði hún. — Gamla lafði Offenbach var í stórveizlu og kom ekki heim fyrr en blukkan eitt og þá var hún læst úti- — Hjálpi mér hamingjan, sagði Jem og greip fyrir and- lit sér. — Að ég skyldi læsa, þegar Fred skildi eftir opið. Er lafði Offenbach mjög reið? — IColvitlaus sagði Dolly. — Svo vaknaði frú Caller fyrir sex í morgun og fór á fætur og heimtaði að vera klædd. Hún söng meira að segja — Ég fer á fætur, sagði Jera ákveðin. — Dolly farðu og hugs aðu um bakkana þína ég þarf að sjá um mitt. Laura var á litlu skrifstof- unni sinni. Hún var þreytuleg og óvingjarnleg og sagðist hafa meira en nóg að gera hún ætti eftir að líta á sex sjúkl- inga og gefa þeim lyf, og hún yrði því fegnust að Jem hugs- aðí um það, sem henni kæmi við. — Hvernig líður frú Caller? spurði Jem. — Svo litla fíflið hún Dolly hefur enn einu sinni verið að hlaupa með kjaftasögur. Laura roðnaði af reiði. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu — og Pennycuik ekki heldur. Hugo kemur aftur um hádegið og ég segi honum allt af létta. — Segðu frú Caller að ég ætli að líta inn og tala við hana, sagði Jem. — Það verður sko ekki af því að þú gerir það. sagði Sinfóníuhljómsveit Islands RíkisútvarpiÓ TÓNLEIKAR í Hás-kólabíói fimmtudaginn 10. febrúar kl. 21 og laug- ardaginn 12. febrúar kl. 15 (kl. 3). Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottósson. Flutt verður Níunda Sinfónía Beethovens. Flytjendur: Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltésted, Sigurður Björnsson, Guðmundur Jónsson og Söng- sveitin Fílharmonía. Aðgóngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og ibókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. Athygli er vakin á þvi að tónleikarnlr hefjast stundvís- lega og er áheyrendum igófúslega bent á að koma í taeka tíð, því aff engum verffur hleypt í salinn eftir að tón- leikarnir hefjast. AlbÝÐUBLAÖfB - 5. febrúar 1966

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.