Alþýðublaðið - 22.02.1966, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1966, Síða 3
Á aðalfundi Sjómannafé- lags Rcykjavíkur minntist for maður látinna félaga og risu fundarmenn úr sætum til að heiðra minningu þeirra. Var myndin tekin við það tæki- Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur endurkjörin ASalfundur Sjómannfélags Reykja víkur var haldinn sl. sunnudag. Var þar lýst kjöri stjórnar, en framboðsfrestur rann út þann 20. Stjórn Blaðamannafélags ís- lands gerði einróma eftirfarandi samþykkt á fundi sínum hinn 20. þessa mánaðar. „Að gefnu tilefni lýsir stjórn Blaðamannafélags íslands yfir því að hún telur frelsi sitt til að taka fréttamyndir (bæði ljósmyndir og kvikmyndir) þátt í sjálfu prent- frelsinu, sem verndað er í stjórn arskrá landsins, og þar með einn af hornsteinum frjálsrar blaða- mennsku. Lítur stjórn Blaða mannafélagsins því mjög alvarleg um augum á aliar tilraunir til að skerða slíkt freli og brýnir fyrir öllum félagsmönnum sínum að vera á verði í því efni.“ nóv. sl., og kom fram aðeins einn listi, borinn fram af trúnaðar- mannaráði félagsins, og var hann því sjálfkjörinn. Stjórnin er óbreytt frá fyrra ári og eru í henni þessir menn. Formaður Jón Sigurðsson, vara- formaður Sigfús Bjarnason, ritari Pétur Sigurðsson, gjaldkeri Hilm- ar Jónsson, varagjaldkeri Krist- ján Jóhannsson. Meðstjórnendur eru Karl E. Karlsson og Pétur Thorarensen. í varastjórn voru kjörnir Óli Barðdal, Jón Helga- son og Sigurður Sigurðsson. Á aðalfundinum flutti formaður félagsins skýrslu stjórnar og reikn ingar voru lagðir fram og sam- þykktir einróma. Kosnir voru end- urskoðendur svo og nefndir. Að aðalfundarstörfum loknum voru ýmis mál rædd og margar samþykktir gerðar. Verður skýrt frá þeim síðar hér í blaðinu. Wilson í heim- sókn í Moskvu Jökulfellið í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum ES OÓ. Jökulfellið kom hingað um ell efu leytið í gærmorgun frá Horna firði, þar sem skipið varð fyrir talsverðum skemmdum er það sigldi utan í sker á laugardags morgun Varðskip fylgdi Jökul fellinu hingað. Jökulfellið er mjög framsigið enda er mikill sjór í tveim fram lestunum. Síðari hluta dags dró Lóðsinn skipið inn í höfnina og kafari fór þegar niður til að rann saka skemmdirnar. en rifa er á annarri síðu skipsins. Verður Jök ulfellið hér í nokkra daga á með an bráðabirgðaviðgerð fer fram og sjó verður dælt úr lestunum. Mun Lóðsinn aðstoða við það. Síðan verður skipinu siglt til Reykja 'víkur. Allur fiskur í framlestum .’Cr óhýtur. Loðnuafli er hér mjög. mikill og löndunarbið, þvi ekki hefst við að vinna úr aflanum. Aflj annarra báta en þeirra sem eru á loðnu er lélegur. Sýning hjá Þjóð- dansðfélaginu Þjóðdansafélag Reykjavíkur hélt þjóðdansasýningu í Háskóla bíói á sunnudaginn. Húsið var fullsetið og fékk sýningin ágætar undirtektir. Sýndir voru þjóðdans ar frá ýmsum löndum. Um 180 manns tóku þátt í sýningunni, þar af um 100 börn. Stjórnendur dans anna voru þau Svavar Guðmunds son og Fay Werner, sem stjórn aði dönmm frá Englandi og Spáni. Þjóðdansasýningin verður endur tekin næsta sunnudag. Þjóðdansafélagið er um þessar mundir 15 ára, það var stofnað 17. júní 1951 og hefur félagið í hyggju að halda í vor sýningu, er aðallega verður byggð upp á ísl enzkum þjóðdönsum og minnast á þann hátt 15 ára afmælis síns. Einnig er félagið að undirbúa þátt töku í Norðurlandamóti í þjóðdöns um, er haldið verður í Odense í Danmörku í sumar. Moskw, 21 fehrúar (NTB-Reuter). Sovézka forsætisráðherranum, Al- exei Kosygin, var ekið með ofsa- hraða í flughálku frá einum flug- vellinum til annnars að taka á móti gesti sínum, Harold Wilson forsætisráðherra Breta, i dag. Heiðursvörður stóð tilbúinn á Vnkovo-flugvelli fyrir sunnan Moskvu og fólk beið komu Wil- sons með brezka og og sovézka fána, en vegna veðurskilyrða neyddist flugstjórinn til að lenda á Sjeremetjevo-flugvelli norðvest- ur af höfuðborginni. Sjálfur varð Wilson að bíða í hálftíma eftir gestgjafa sínum. Brezki forsætisráðherrann sagði blaðamönnum að hann og Kosygin mundu í viðræðum sínum kanna grundvöll samkomulags. Wilson, sem dvelst í Moskvu í fjóra daga, mun væntanlega ræða Vietnam, afvopnun. verzlun og önnur mál við sovézka forsætisráðherrann. í fylgd með Wilson eru auk konu hans Cbalfont lávarður, afvopnun- armálaráðherra, og Frank Cousins tæknimálaráðherra. Wilson sagði við komuna, að hann teldi ekki að endaleg lausn fyndist á einhverju vandamáli í þessari viku, en hann mundi reyna að gera sitt til þess að koma skriði á ýmis mál, sem legið hafa í þagn- argildi. Austur og vestur greindi á um margt og bæði Kosygin og hann skildu það. Wilson kvaðst telja, að bæði hann og Kosygin vildu kanna hvort grundvöllur væri fyrir viðræðum. Verkfalls- heimild Á ALMENNUM félagsfundi Verzlunarmannafélags Suðurnesja sem haldinn var liinn 17 þ.m. tí æskulýðsheiinilinu, Keflavík, var samþykkt einróma heimild til stjórnar og trúnaðarmannaráíþ til boðunar verkfalls og fran\- kvæmd þess, ef til kaémi. Rit um skólakerfi í Evrópulöndum Nýlega kom út í Strasbourg bók um skólakerfi í 18 rikjum í Evrópu. Bókin er gefin út af Sam vinnuráði Evrópu um menningar- mál, sem starfar í tengslum við Evrópuráðið. Bókin var samin, þar sem þörf fyrir slíkt yfirlitsrit hefur komið fram á síðustu árum, eftir að náin samvinna komst á um athuganir á ýmsum þáttum skóla- mála milliríkja í Evrópu. ísland hefur tekið þátt í starfsemi sam- vinnuráðsins, og er fjallað um íslenzka fræðslukerfið í ritinu, svo og skólakerfin á hinum Norður- löndunum. Bæði er sagt frá skyldu námi, kennaranámi, iðnnámi og annarri verkfræðslu. í bókinni eru einnig birtar tölur um nem- endafjölda og fjölda fólks á skóla- aldri. Rit þetta er eins og önnur rit Samvinnuráðs Evrópu um menn- ingarmál gefið út bæði á ensku og frönsku. Hinn enski titill þess er: School System — A Guide. Það er 356 bls. og verðið 17/6 s. Vramh. i 14 síðu. mMMVMUMMMtMMMMMMMMMIUUMHHUUUtMMMHMV Tvær íkveikjur Rvík, — OTJ. Kvftikt var í vinimisikúr í Bolhol iiiu í gær, og brann hann til kaldra kola með öllu sem í honum. var. Er talið að krakkar liafi kveikt í skúrnum, sem er í eigu fyrirtækisins Vél tækni lif. Véltækni er með hita veituframkvæmdir á þessum geymdur m.a. tjörupappi, og plastefni ýmiskonar. Breiddi’st eldurinn svo fljótt út að slökkvi liðið gat lítið annað gert en að slökkva í rústunum. Þá var slökkviliðið einnig hvatt tU Jóns Loftssonar, en þar hafði kviknað í timburdrasli í port inu, og er talið líkegt að krakk ar hafi einnig kveikt þar í. slóðum, og í skúrnum var íALÞÝ-DUBLAÐIÐ - 22. febrúar 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.