Alþýðublaðið - 22.02.1966, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 22.02.1966, Qupperneq 4
mtViiŒ&GSMSttlJ RltítjArar- Gylft Gröodal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Ritstfömarfull- trtl; ElOur GuBnason. — Slmar: 14900-1-1903 - Auglýslngaalml: 1490«. AOaetur AlþýeuhúalO vlO Hverilagötu, Reykjavík. - PrentsmlOja AlþýOu blaöslns. - Aakrlítargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntakttJ. Utgefandl AlþýOuflokkurlnn. VIETNAM ÞEGAR FRAKKAR gáfu upp nýlendustjóm sína í Indó-Kína fyrir rösklega áratug, var gert víðtækt samkomulag í Genf um framtíð landsins og því skipt í fjögur, sjálfstæð ríki: Norður Vietnam, Suður Viet nam, Laos og Cambodíu. Hefði þessi skipan átt að tryggja frið, ekki sízt af því að allmiklir mannflutn ingar fylgdu á eftir, er fólk forðaði sér undan komm 1 únistastjóm Norður Vietnam, og kommúnistar leit uðu þangað. Friður hefur því miður verið lítill í þessum lönd um. Blekið var varla þurrt á samningunum, þegar - ikommúnistar mynduðu uppreis'narhreyfingar í Laos og Suður Vietnam. Hugmyndir þeirra um þjóð frelsishreyfingar, eins og þeir kalla það, voru ó- breyttar. þótt þeir hefðu undirritað samning í Genf. Brátt voru ruddir vegir um frumskógana til að koma hermönnum og vopnum frá Norður Vietnam til uppreisnarmanna. Þannig hófst hinn sorglegi ófriður í Vietnam. Bandaríkjamenn telja sig skuldbundna til að verja Suður Vietnam eins og þeir vörðu Vestur-Berlín, • Grikkland og fleiri staði í Evrópu, sem ætlunin var að innlima smám saman í ríki kommúnismans. ' Þetta er kjarni málsins. Ef Bandaríkin hörfa frá Suður Vietnam, er öldungis víst, að innan skamms verði nýjar kommúnistabyltingar hafnar í Thai- landi, Cambodíu og Burma. Og þá hæfist sami leik- urinn enn á ný. i Það er slæm taflstaða fyrir Bandaríkin að eiga í stríði á meginlandi Asíu, en erfitt að sjá, hvernig hjá því varð komizt, nema afhenda kommúnistum alla ’Suðaustur Asíu á einu bretti. Slíkur sigur hefði í aukið veg kínverskra kommúnista svo mjög á kostn að Rússa, að heimsfriðnum stafaði stórhætta af. Herforingjum þykir erfitt að berjast við óivin, sem á griðland að baki sér, þar sem hann safnar vopnum og þjálfar menn. Þess. vegna vildi Mac Arthur gera loftárásir á Manchuríu, en Truman hafði vit fyrir honum og bannaði það — rak hetj- I una meira að segja úr starfi. Nú hafa Bandaríkja- i.menn því miður látið leiðast til árása á Norður i Vietnam. Má vafalaust sýna einhvern hemaðarleg- ian árangur af árásunum, en þær munu ekki stytta f i styrjöldina. Raunar eru ekki gerðar árásir á' viðkvæmustu bletti Norður Vietnam, af því að þá gæti komið til gagnárása á Saigon, sem er ekki síður viðkvæm en Hanoi. Árásir á Hanoi og Saigon gætu leitt til árása á Kína og Filipps- eyjar eða Formósu — og hvað þá? Bandaríkjamenn hafa boðið friðarsamninga og lagt á það boð mikla áherzlu. Kommúnisfcar hafa neitað boðinu og bera því ábyrgð á áframhaldi ó- friðarins. Vonandi sjá þeir að sér, áður en verra hlýzt af og ófriðurinn breiðist út. 4 22. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞAÐ VAR GLÆSILEG hátíð í Háskólabíói á sunnudaginn. Þjóö dansafélag Reykjavíkur hafði þar sýningu, sem tókst mjög vei og var öllum til ánægju, sem hana sóttu. Þjóðdansafélagið hefur ekki starfað ýkjamörg ár, en þaö er auð séð á öllu, að það hefur náð ör uggri fótfestu og að árangurinn af starfseminni er þegar orðinn góður. Mikill fjöldi dansara tók þátt í þessari sýningu, stúlkur og piltar, en fjölmennust voru börn in, og var unun að horfa á þau. ÉG HEF ÁÐUR minnzt á Þjóð dansafélag Reykjavíkur. Ég gerði það hvað eftir annað eftir að það var stofnað, og vildi með því reyna að vekja áhuga fyrir hinni skemmtilegu þjóðaríþrótt, sem er list um leið. Það átti líka að vera Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BlASKOÐUN Skúlagötu 34. Sími 13-100. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangr?) bifreiðina með fECTYLS RYÐVÖRN Grensásvegl 18. Síml tOBtg Bifreiðaeigendur Vatnskassaviðgerðir Elimentasikipti. Tökum vatnskassa úr og setjum í. G-ufúþvoum mótora. Eigum vatnskassa í skipt- um. Vatnskassa- verkstæðið Grensásvegi 18, Sími 37534. w TOYOTA - de elegante CROWN model/er Japanska Rifreiðasalan IIF. Ármúla 7 — Sími 34470. OOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOO; it Sigur Þjóðdansafélags Reykjavíkur. ic Mjög vaxandi áhugi fyrir þjóðdönskum. ic Semja þarf nýja þjóðdansa. ic Hitaveitureikningar lækka ekki, brátt fyrir vatsns- leyisið. oooooooooooooooooooooooooooooooo* andóf gegn miður hollum straum um, sem hingað bárust með her námi og bættum samgöngum við önnur lönd, því að enginn gat far ið í neinar grafgötur rneð það að samhliða góðum áhrifum, sem þjóðin varð fyrir við auknar flug samgöngU!- og skipaferðir við um lieiminn, fylgdi allskonar ómenn ing_ sem maður óttaðist, MÉR ER SAGT, að áhugi fyrir þjóðdönsum og starfsemi Þjóð- dansafélagsins fari mjög vaxandi. Það mátti raunar sjá í Háskólabíó á sunnudaginn. Þetta sýnir að fé lagarnir sem helzt hafa stýrt og stjórnað starfseminni á undanförn um árum, hafa unnið sigur. Að sóknin á sunnudaginn var svo mik il að allir miðar seldust upp á-| skömmum tíma og verður sýning in endurtekin á sunnudaginn kem ur. EF ÉG MÁ gagnrýna ei'thvað í sambandi við þessa sýningu, bá er það helzt það að nokkuð meiri fjölbreytni vantar í dansana. Mér datt í liug hvort ljóðskáld og tón skáld og danskennari gætu ekki unnið saman að því að semja nokkra þjóðdansa. Ég vil að Jó hannes úr Kötlum eða og Þor- Steinn Valdimarsson yrki, en eng ar tillögur hef ég fram að færa um hina. Við þurfum að eignast fleiri þjóðdansa miklu fleiri. En ég er viss um að hvorki atóm ljóð né elektrónisk músík hæfir slíkum dönsum. HÚSMÓÐIR SKRIFAR: „Ég ætla ekki að fara að ræða við þig um kuldann af hitaveitunni, en fyndið fannst mér það, þegar bak síðan hjá ykkur kallaði hitaveitu stjóra ,,Kuldabola“. Það var dá iítið annað, sem ég vildi minnast á. Hvernig stendur á því, að hita veitureikningurinn lækkar ekki við vatnsskort? Þetta hef ég og nágrannar mínir raunar líka kom ist að raun um undanfarið. Hvað er það, sem rekur mælana áfram ) í vatnsleysinu eins og þegar nóg er af vatni? Þetta Þarf rannsókn ar við. Það hlýtur að vera öllum ljóst að það nær ekki nokkurri átt að borga jafnmikið þegar ekk ert vatn er að fá og maður borgar þegar vatnið ‘treymir um æðarn ar og hitar upp húsin“. ÞAB FINNST MÉR heldur ekki Þetta er dularfullt og þarfnast sannarlega skýringar. Kannski er það loftið í pípunum, sem hreyfir mælana. Hannes á horninu. Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi í fjárlögum 19'66, 14. igr. B. XXXIV., er veitt 1.000.000.00 kr. til leiMistarstarfsemi. Ráðu- Tieytið skiptir fé þessu samkvæmt lögum nr. 15 frá 15. marz 1965, um fjárhagsieg an stuðning við leiklistarstarfsemi áhuga- manna Leikfélög eða önnur þau félög, sem hafa leikstarfsemi á stefnuskrá sinni og hafa í hyggju að njóta styrks af ofa«ngreindu fé, sendi umsókn um það til men'ntamála- ráðuneytisins fyrir 1. júní n.k. Umsókninni fylgi upþlýsingar um, hvað-a leikrit hafa verið sýnd á leikárinu 1965 — 1966, hve margar sýningar á hverju leik- riti, sívo og yfirlit um tekjur og gjöld vegna leikstarfsemi viðkomandi félags á starfsár- inu. Menntamálaráðuneytið, 15. febrúar 1966. F. h. r. Birgir Thorlacius Sigurður J. Briem.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.