Alþýðublaðið - 22.02.1966, Side 16

Alþýðublaðið - 22.02.1966, Side 16
 Það var svaka fín úð í partíinu hjá mér á laugar- dagskvöldið (ég kom kallin um og kellingunni fyrir hjá ömmu). Samt var ekki nærri því eins geggjuð gleði og ég bjóst við. . . Aumingja Tarsis! Nú eru þeir búnir að svipta hann sovézkum borgararétti. Þetta hafa menn fyrir að láta Tím ann eiga viðtal við sig. . í Sjálfstæðisflokknum eru stóratvinnurekandinn og verkamaðurinn jafn réttháir Reykjavíkurbréf í Mogga í dag er sprengidagur. Þeim til skýringar, sem lítið vita um forn ar erfðir, skal það strax tekið fram, að þessi sprengidagur er ekki sams konar sprengidagur og gamlárskvöld eða þrettándinn suð ur í Hafnarfirði. Á sprengidag á ekkert að springa nema mann fólkið; sem étur sér til óbóta. Það kann að þykja út í hött að vera að skýra frá þessu nú á tímum þegar menn éta sér til óbóta ár ið um kring, en hér áður fyrr þótti það mikill lúxus að geta leyft sér einn einasta dag á ári að éta sig í spreng. Þetta var löngu áður en þörf varð á að stofna hjarta og æðaverndarfélög og önnur isamtök tii að vernda mannfólkið fyrir eigin græðgi. En það var ekki út í bláinn að fólk taldi sér heimilt að éta svo það spryngi á sprengidag. Meðan kristni viðgekkst enn í þessu landi þótti nefnilega sjálf sagt að halda föstuna í heiðri sjö vikur fyrir páska og nefna þá ekki-einu sinni kjöt á nafn, hvað þá að neyta þess.' Hins vegar þótti ekki nema rétt að menn byggju sig undir hungrið með því að troða sig út af kjöti og baunum og öðru góðgæti síðasta daginn, sem kjötát var leyft í föstubyrj un. Og síðasti dagurinn, sem kjöt át var leyft, var einmitt sprengi dagurinn. Daginn eftir var kom inn öskudagur og þá áttu menn að setjast i sekk og ösku og iðr ast synda sinna og misgjörða. Nú er að sjálfsögðu búið að snúa öskudeginum upp í fíflalæti líka eins og flestu því, sem fornt er og gott. Eins og sprengidagsnafnið ber með sér, áttu menn að éta svo þeir spryngju þann dag. Og sú sprenging átti ekki einungis að vera í óeiginlegri merkingu orðs ins heldur áttu menn bókstaflega að rifna í sundur af offylli, þegar bezt lét. Frá því segir að minnsta kosti í sögubókum; að slíkt hafi komið fyrir. Eitt sinn var á bæ einum húsfreyja, mathák ur mikill, en matsár að sama skapi við hjú sín. Eitt sinn á sprehgidag þóttist hún hafa borið venju betur fram af mat, en raunin varð þó su að fáir fengu fylli sína nema hún sjálf. En þegar hús freyja var orðin ‘ödd, strauk hún sér allri af vellíðan, og mælti: vSödd er ég orðin og saddir eru allir mínir. Þá gall við í niðursetn ingnum, sem ekki hafði fengið of mikið: — Springi þá sá sem fvllstur er, hann hitti á óska- stundina, eins og sast. er. og ekki hsfðf hann fyrr sleDDt orðinu en við hvað hvellur mikill og hús frevía sprakk í sundur. (Önnur utgáfa af þessari sömu sögu segir,- að það hafi verið dótt ir þúsfreýju, sem sagði orðin: Springi nþ sá, sem fyllstur er. Hún hélt tfelpukomið, að það væri móðir hennar en það var þá bara óvart hún sjálf.) Vonandi springa sem allra flest ir á þessum sprengidegi. Það hlýt ur a.m.k. að vera betra að springa úr ofáti heldur en að springa úr einhverju öðru eins og t.d. bræði. Það er voðalegur hlutur þegar menn springa úr bræði, og þó er það alltaf að koma fyrir. Það er líka mjög algengt að menn springi á limminu sem kallað er, og það getur líka verið heldur ó skemmtilegt. Til frekara öryggis vil ég skýra nánar hvað ég á við þegar ég tala um að springa á limminu. Það væri t.d. að springa á limm inu, ef við baksiðumenn færum allt í einu að skrifa eins og stjórn málamenn; sem er að rifna úr al vöru yfir heilagleika einhvers hjartfólgins málefnis, eða leins og fréttamenn, sem eru einfald lega að skýra frá staðreyndum. Það væri líka að springa á limm inu ef áðurnefndir stjórnmála- menn færu að skrifa um hjartans mál sín eins og við baksíðumenn gerum um okkar hjartansmál, og eins er það að springa á limminu þegar fréttamenn fara að flytja skáldsagnapersónur eins og Ástu Sóllilju upp á traktor og láta þær geysast um á slíkum tryllitækjum um akra samyrkjubúa. En þetta varð einum ágætum kollega okk ar á hinum megin við helgina. 000000<XX>000000000000000>000000000000000000000000 o o Já, auðvitað megið þér giftast dóttur minn .,. Við hvern tala ég? Fyrst 'þú ert á leiðinni í út- lendingaherdeildina getur þu komið við í ísbúðinni og beð- ið um að senda stóra ísköku hingaö heim. >ooooooooooooooooooooooo< oooooooooooooooooooooooo-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.