Alþýðublaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 3
um Kwame Nkrumah? Masfcvu,.l, 3. (NTB - Reuter) Kwame Nkrumah, fyrrum forseti Ghana, virðist enn dveljast í IVMUHMMww- VMMMMMtV Sýnikennsla í grilli Sýnikennsla í grilli verSur haldin á vegum Kvenfélags Alþýöuflokksins mánudags- kvöldið 7. marz kl. 8,30 í Iðnó. Mjög færir matreiðslu- mejin, þeir Halldór Vilhjálms son og Friðbjörn Kristjáns- son frá fyrirtækinu Kjötbúr- ið, Háaleitisbraut 58—60, kenna að steikja ýmsa rétti í grill-ofnum. Konur velkomn- ar. Upplýsingar i símum: 16724, 30729 og 24735. «WWMMMv Þrjú innbrot Rvík, — OTJ. ÞRJÚ innbrot voru framin í Reykjavík í fyrrinótt, en engrin þeirra feröa var til fjár farin. Eitt innbrotiö var hjá Júpiter og Marz í AÖalsíræti en þegar þjófurinn kom út var hann engu þyngri nema þá kannski samvizku sinni. Annaö var hjá Kistufelli í Braut arholti 16. Þar reyndi náunginn mikiö að opna peningaskáp, en án árangurs. Það hefði líka orðið honum til lítils þótt tekist hefði þar sem ekkert fémaett var í skápn um. Þriðja innbrotið var hjá Xnn kaupasambandi bóksala, í sama húsi og var þar heldur ekkert að hafa. Moskvu, en hvað hann hyggst fyr ir og hvert hann ætlar að fara veit enginn. Sumir draga jafnvel í efa að hann dveljist enn í Móskvu. Nkrumah kom í gærkvöldi til Moskvu í flugvél frá Peking og ræddi við Gromyko utanríkisráð herra á flugvellinum áður en ekið var með hann til hinna rammlega afgirtu og glæsilegu gesta bústaða stjórnarinnar á Lenín hæðinni. Síðan hefur enginn séð Nkrumah og sendiráð Ghana segir að gam an væri að heyra um ferðir Nkr umah en ekkert hefur til hans ' purzt. Blöðin og Moskvuútvarpið þögðu um komu Nkrumah. í ‘ morgun óku nokkrir Aríku- menn í tveimur bifreiðum stjórn arinnar frá bústaðnum til mið hluta Moskvu, sennilega til að ræða við fulltrúa stjórnarinnar, en bílarnir óku á ofsahraða svo að ekki var hægt að greina menn ina sem sátu í þeim. Vörður við gestabú taðinn segir að Nkrumah sé ekki þar, en nokkrir blaða- menn sögðust hafa séð Nkrumah koma þangað í nótt. Margir dipló matar segja, að Nkrumah vilji halda áfram ferð sinni hið fyrsta sennilega til Kaíró þar sem kona han, sem er egypsk, og börn hans dveljast nú. Ó taðfestar fregnir' herma að sovézk flugvél hafi farið frá Moskvu-flugvelli í morgun og ferð Framhald á 10. síðu. t ': t' Landhelgisgæzluflugvélin Sif fór í ískönnunarflug sl. mánudag. ísröndin hefur færst nokkru nær land^ inu síðan könnunarflug var farið þar á undan en þó er ísinn hvergi mjög nærri iandinu. Stytzt er*' í ísröndina frá Straumnesi eða 48 sjómílur. ísröndin er 50 sjómílur norður af Horni og 65 sjómíl- ur frá Grímsey. ísröndin beygir til norðurs þegar austar dregur og slitnar. Meðfylgjandi kort gerðu leiðangursmenn á Sif í leiðangrinum. Flugmenn mótmæla sér- réttindum farmanna Flugliðar hjá Loftleiðum hafa mótmælt hinum nýju ákvæðum um innflutning flugmanna á ýms um varningi. Samkvæmt nýju reglunum mega IÐNFRÆÐSLU FRU M VARP- IÐ SENT EFRI DEILD Síðustf %éttir: Sackey til Ghana London 1. marz, ntb. reuter Upplýst var i London seint í kvöld, að fyrrverandi utanríkisráð herra Ghana Alex Quaison-Sac- key, sém var í Kína með Nkrumah forseta, þegar stjórnarbyltingin var gerð í Ghana, hafi lagt af stað til Ghana með flugvél í kvöld. Reykjavík, EG. IÖnfræðslufrumvarpið var sam- þykt við þriðju umræðu l neðri deild í gær og fer nú til efri deild ar. Eins og áður hefur komið fram hefur þetta frumvarp í för með sér mjög veigamiklar breyt- ingar á iðnfræðslulöggjöf lands- ins. Skúli Guðmundsson (F) gerði stutta athugasemd við umræðuna í gær og benti á, hvort ekki væri rétt að hafa í frumvarpinu rýmri heimild til að menn gætu lokið iðnnámi að öllu leyti í verkstæð- isskólum en frumvarpið nú gerði ráð fyrir. Einnig benti Skúli á, hvort ekki væri rétt að gefa þeim Spilakvöld í Reykjavík ALÞÝIUJ‘ T O^KSFÉLAG Reykjavíkur heldur spilakvöld í Iönó næstkomandi föstudagskvöld kl. 8,30 stundvíslega. Góð verðlaun. Dansað til kl. 1. Ath.: Vinsamlega mætið stundvíslega. mönnum, ,,sem allt léki í liönd- unum á” tækifæri til að taka bók- leg og verkleg próf við Iðnskóla án þess að hafa stundað form- legt nám hjá meistara Benedikt Gröndal (A) formað- ur mentamálanefndar neðri deild- ar gat þess, að komið hefði í ljós að ein setning hefði af vangá fallið burt úr einni af greinum frumvarpsins, og þyrfti að bæta úr því í sambandi við ummæli Skúla Guðmundssonar (F) um verknámsskóla sagði Benedikt að gert væri ráð fyrir, að þegar fram liðu stundir mundi kennsla í allmörgum greinum fara fram eingöngu í verkstæðisskólum, en ekki hefði þó þótt rétt að setja nánari ákvæði um þetta í frumv., vegna þess að slíkir skólar væru mjög dýrir og tæki tíma að koma þeim á laggirnar. Sagði Beliedikt að lokum, að frumvarpið stefndi í megin atriðum í sömu átt og Skúli hefði talið nauð^yn bera til. Var setningin, sem niður hafði fáílið síðan samþykt og frumvarp- ið verður nú sent til efri deildar. að gert væri ráð fyrir, að flugliðar hafa með sér einn pela af áfengi og þrjá pakka af sígar ettum í hvert skipti sem þeir koma frá útlöndum. Er það mun minna magn en þeir máttu áður hafa með sér. Þá hefur einnig verið bannaður eða takmarkaður innflutningur þessara aðila á öðr um vörutegundum. Flugliðarnir hafa sent fjármála ráðherra eftirfarandi bréf: Við undirritaðir, flugliðar hjá Loftleiðum hf. leyfum okkur að mótmæla mismuni þeim er gerð ur er á farmönnum á skipum og loftförum í ákvæðum hinnar nvju iV'flVaregluigerða/r. r|djum vtið á okkur haliað í þessu máli, og krefjumst bess. að fullt jafnrétti verði látið ríkia í þessum efnum milli þessara tveggja stétta far- manna. Álit okkar er, að magn það af tollfrjálsum varningi, sem sjó mönnum verður leyft að flytja inn í landið á hverjum tuttugu dögumj. sé talsvert meira en okkur verð+-. ur leyfilegt að hafa með á sama>... tíma. Þá álitum við og, að með* hinni nýju reglugerð verði brotim. á okkur hefð, þar eð hingað til hefur okkur leyfzt að flytja með okkur einn kassa (24 flsk.) af4 sterku öli í stað áfengis, en reglu1 gerðin nýja gerir ekki ráð fyrir,w að slíkt verði leyft. Hvað varðar eftirlit með þvi, aðj rétt magn áfengis verði flutt inn á,, tilskyldu tímabili (sbr. reglugerð ina), þá álitum við það einfalt framkvæmdaatriði, sem leysa*" mætti auðveldlega, t.d. á þann^- hátt, að hver flugliði bæri á sér. litla kvittanabók, sem tollverðir bókuðu í. Nokkrar flugáhafnir Loftleiða eru nú í þjálfun í Kanada og geta því ekki ritað hér undir, en við á lítum, að okkar orð séu éinnig þeirra. WWMWWWtWWWWWWWWWWMMWWWMWWMWMWI 53 verkfræðingár starfa erlendis Af 378 meðlimum Verkfræði- félags íslands eru 53 starfandi erlendis og hefur tala þeirra verkfræðinga sem starfa í út- löndum aukizt um 11 frá sama tíma í fyrra Þess ber að gæta varr kosinn formaður. að þá var félagatalan 342 og jókst hún um 36 á árinu. Aðalfundur Verkfræðingafé- lagsins var haldinn 23 febrúar ( sl. Nokkrir stjórnarmeðlithir gengu úr stjórninni. Meðal þeirra Gústaf B. Pálsson sem verið hefur formaður sl. tvö ár. í hans stað var Árni Snæ- í undirbúningi er útgáfa nýs Verkfræðingatals. Annast Stef- án Bjarnason, verkfræðingur, útgáfu þess. (WWWMWMWWWWWWMWMWWMWMWMMMMWMWmUiM ALÞÝÐUBLAÐIÐ marz 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.