Alþýðublaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 7
."•v .1 'Æ SÝSLUNEFND Suður-Þing- eyjarsýslu hefur gefið út rit um Jónas Jónsson frá Hriflu í tilefni af áttræðisafmæli hans á liðnu vori. Er meginefni þess æviágrip eftir Jónas Kristjáns- son og stjórnmálaþættir eftir Aðalgeir Kristjánsson, en svo fljóta með stuttar greinar um Guðrúnu Stefánsdóttur og Jónas eftir Sigurð Nordal, Halldór Lax- ness, Jón Sigurðsson í Yztafelli, Sverri Kristjánsson, Skúla Guð- jónsson, Gizur Bergsteinsson, Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, Þóri Baldvinsson og Teit Eyjólfsson. Loks er svo ritskrá Jónasar Jónssonar, og nemur hún 60 blaðsíðum í stóru broti. Vandasamt mun að rita um jafnumdeildan'mann og Jónas Jónsson og sér í íagi honum til heiðurs lifandi eins og hér er til stofnað. Jónasi Kristjánssyni heppnast þetta bærilega. Ævi- ágripið er gert af íþrótt, glöggt og greinargott, en eigi að síður hófsamlegt. Þar er í mikið ráð- izt með ærnum árangri. Stjórn- málaþættir Aðalgeirs Kristjáns- sonar reynast miklu síðri. Þeir geta kallazt framtal fremur en mat. Er raunar nokkurs virði að fá á þennan afmarkaða stað af- rekaskrá Jónasar Jónssonar. í- myndaða og raunverulega eftir atvikum. Hins vegar tekst Aðal- geiri engan veginn að skilgreina það tímabil íslandssögunnar, sem Jónas varð víðkunnur af eða hann gerði frægt. Framtak Aðal- geirs er ósköp hæpin viðleitni. Enn mun þess lítill kostur að meta stjórnmálastörf Jónasar Jónssonar fræðilega. Deilurnar í Framsóknarflokknum koma hér til dæmis naumast við sögu. Aðalgeir reynir ekki aS fjalla um aðalatriði eins og þau, að Jónas Jónsson var á sínum tíma foringi, sem fylkti liði af sömu herkænsku til vinstri og hægri. Og vonlítið mun að ætla að sverja af honum atvinnumennsku í stjórnmálabaráttunni. Jónas Jónsson og Ólafur Thors urðu einmitt áhrifamiklir leiðtogar af því að flokkar þeirra gátu séð þeim farborða. Annars skal hér lí-tt rætt um stjórnmálamanninn Jónas Jónsson frá Hriflu, enda ekki á mínu valdi. Þó er sá þátt- ur í fari hans næsta forvitnileg- ur. Jónas Jónsson var Framsókn- arflokknum svipað fyrirbæri og Churehill Bretaveldi. Hann sigr- aði frækilega í stríði, en honum lét miður að vinna friðinn. Minnisstæðast verður, hvað hann kom mörgum hugmyndum sjálfs sín og annarra í fram- kvæmd skamman valdatíma. Jónas var hamhleypa. Því ollí í senn skapríki, hugkvæmni, dirfska og athafnasemi. Hins vegar er persónudýrkun varhuga- verð, þó að slíkur maður éigl í hlut. Veraldarsagan gefur við- hlítandi skýringu á hruni Bóma- veldis og falli Napoleons. Stjórn- málaþættir Aðalgeirs Kristjáns- sonar eru aftur á móti bág heim- ild um pólitískar hrakfarir Jón- asar Jónssonar. Sama gildir um hugsjónalegan ósigur Framsókn- arflokksins. Hann átti að bjarga íslenzkum landbúnaði, naut um skeið yfirgnæfandi fylgis bænda- stéttarinnar og er kannski enn í meirihluta meðal hennar. Hvern- ig tókst honum að rækja þetta merkilega hlutverk? Blómlegar sveitir hafa Iagzt í eyði, og bæpdur þykjast í Tímanum af- skiptastir allra landsmanna. Framsóknarflokkurinn ók vagni sínum út af veginum. Þess vegna er hann nú utanveltu í íslenzkum stjórnmálum. Önnur var öldin, þegar Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson lögðu af stað og fóru svo geyst, að undrum sætti. Mig langar að minnast Jónas- ar Jónssonar sem kennara. Ég nam við Samvinnuskólann vetr- arlangt og get varla ímyndað mér snjallari læriföður. Hann kenndi árla morguns hvern virk- an dag, og aldrei hefur máður vaknað betur. Jónas fylgdi ekki kennslubókum að hætti annárra. Hann fræddi um allt milli him- ins og jarðar. Duldist aldrei, að hann var fjölmenntaður og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Ræða hans var eins og elfur, sem flæðir yfir bakka sína í leys- ingu, en fróðleikurinn seytlaði í nemendurna líkt og ástríða. Þessi slyngi áróðursmaður gætti löngum hófs í predikunum, en jós skoðunum úr djúpum brunni fjölbreytilegrar þekkingar. Og hann þekkti brátt nemendur sína af éins konar skynjun. Mig grunar, að Jónas hafi ekki þurft að lesa prófúrlausnir og þó gefið Jónas Jónsson. einkunnir réttlátlega að skiln- aði. Samvínnuskólinn varð harla sérstæð stofnun að frumkvæði hans. Menntunin reyndist marg- falt meiri en lærdómurinn. Jónas Jónsson gæddi hann ís- lenzkum svip og alþjóðlegum anda. Ég barst þangað af tilvilj- un, en tel mér það gæfu. Samt skolaði mér þar frá Framsókn- arflokknum og Jónasi Jónssyni. Og það var að sumu leyti Jónasi að þakka. Mér hefur aldrei fundizt Jón- as Jónsson mælskugarpur. Þó á ég skemmtilega endurminningu um ræðumennsku hans. Hann deildi einu sinni á fjölsóttum fundí við pólitíska andstæðinga, sem voru honum mun áheyri- legri. Ég var Víst ósamþvkkur flestu, Sem Jónas sagði við það tækifæri. — En dagim* eftir var málflutningur keppi- nauta hans mér gleymdur, en skoðanir Jónasar lögðu hug minr» í einelti eins og þær festust við mig. Slíkur er persónuleikl mannsins. Hann var þó sýnu á- hrifarikari til góðs eða ills f blaðagreinum Jónasar Jónsson- ar. Engum íslenzkum stjórnmála- manni þessarar aldar liefur Ját- ið betur að koma skoðunum sínum á framfæri í riti. Hitt er annað mál, hvort hann hafði eins oft rétt fyrir sér og aðdáentíur. hans trúðu. Skæðar tungur sögðu stundum um Jónas Jónsson, að hann Vor- kenndi andstæðingum og fyrir-. liti samherja. Sannleikurinn mun þó sá, að hann var allt öðru vísl skapi farinn. Jónas Jónsson var slyngasti einleikari í knatt- spyrnu íslenzkra stjórnmála og átti því alla þátttakendur henn-: ar að keppinautum. Þess vegna var honum að kalla sama á hvaða mark hann lék, fyrir hvaða á- horfendur og í hvaða tilgangi. Hann gleymdi í kappi leiksins öllu öðru en því að vera snjall- ari en hinir. En Jónasi Jónssyni fór þessi eigingirni vel af þv» að hann safnaði aldrei verðlauna peningum eða öðru glingri. Jón- as vildi sigra, og þegar lionum brást sú list, þá gekk liann ót af leikvellinum og úró z’.g f hlé. Hann var jafnvigur í sókn og vörn, meðan keppnisgæfan fylgdi honum, en gat ekki tapað nema einu sinni. Ög Framsókn- arflokkurinn má skammast sír» fyrir þann smásálarskap að hafa ekki mynd hans uppi og minn- ingu hans í heiðri. En þetta cr svo sem ekki fyrsta sinni, sð skepna rísi gegn skapara sínum. Helgi Sæmundsson. ■ / Vegna síendurtekinna árása, er birzt hafa að undanförnu á starfs menn Sinfóníuhljómsveitar íslands í ýmsum dagblöðum svo og í tilefni af ályktun stjórnar Blaða mannafélags íslands vill félagið taka fram eftirfarandi: Það er algert ranghermi, að hljómsveitarmenn hafi neitað sjón varpinu um töku mynda af flutn ingi hljómsveitarinnar á 9. sin- fóníu Beethovens. ÞVert á móti var slíkt leyfi góðfúslega veitt af fyrirsvarsmönnum hljómsveitar- innar. Einnig er það alrangt, að hljómsveitin hafi heimtað greiðslu fyrir leyfi til birtingar fréttamynd ar af hljómsveitinni. Á greiðslu var aldréi minnzt í þessu sam- bandi. Hitt er rétt, að hljómsveitin gerði kröfu um það að fá'að hafa hönd í bagga með birtingu kvik myndarinnar, þegar þar að kæmi og ljóst væri orðið, hverskonar kvikmynd hér væri á ferðinni. Af hálfu- hljómsvéitarinnar var hér fýrst og fremst haft í huga að ekki yrði skapað fordærti, sem síðar yrði notað gegn listflytjend um í baráttu þeirra fyrir svipuð um réttindum gagnvart sjónvarpi og stéttarbræður þeirra í öðrum löndum njóta. Hins vegar var aldr ei ætlunin að heimta frekari rétt en listflytjendur njóta annars stað ar. Er það sannast mála, að árekstr ur sá, sem hér liefur orðið, á ræt ur sínar að rekja til þess, öðru fremur, að allt of lengi liefur dregizt að taka upp samningavið ræður við íslenzka listflytjendur svo sem hljómlistarmenn, leikara, söngvara o.s.frv. um kjör við sjón varpið. Meðan svo stendur, er viðbúið, að til árekstra kunni að draga af litlu tilefni, þar sem hvorugur að ilinn vill skapa fordæmi, sem vitnað kynni að verða í síðar. Varð sú og raunin á í því tilfelli sem hér um ræðir, þar sem hvort tveggja er ljóst, að sinfóníumenn vilja á engan hátt fyrirbyggja eðli legan fréttaflutning af starfsemi hljómsveitarinnar, svo og hitt, að viðurkennt er af I<álfu útvarpsins í Morgunblaðínu hinn 17. febr. sl. að listflytjendur hafi hagsmuna að gæta í sambandi við birtingu á list flutningi þeirra í sjónvarpi, þótt stofnunin hafi ekki viljað sam- þykkja fyrirvara frá hljómsveitar mönnum þar að lútandi í þetíá skiptið. Rétt er að benda á, að ýmsir aðrir aðilar en hljómsveitarmem eru á verði gegn birtingu kvik- mynda af lístflutningi þeirra. Þannig er í samningi Félags ísl. leikara við Þjóðleikhúsið ákvæði um hann við birtingu kvikmýnda af leiksýningum nema með [sarn- þykki leikaranna. Þá er: ;og skemmst að minnast yfirlýfeingai í blöðum frá Ijósmyndurum, þar sem sjónvarpið' er varað við heim ildalausri myndbirtingu. Varðandi rétt listflytjenda' í rá grannalöndum okkar, svo sérfi 'á Norðurlöndum og i Bretlandi. bvlv ir rétt að upplýsa, að þar gijdir Framhalrt á 10. síiiu. > ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. marz 1966 J -e "

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.